Vikan - 17.08.1999, Síða 3
EVRÓPA
AU PAIR
Au pair vist er einstakt tækifæri til að læra
tungumál og kynnast menningu annarra þjóða.
Við útvegum au pair vist í 13 Evrópulöndum í
6-12 mánuði, auk sumarvistar í 2-3 mánuði í
nokkrum löndum.
STARFSNÁM / ÞJÁLFUN
Starfsnám í Evrópu er góð leið til að læra
tungumál og öðlast starfsreynslu í öðru landi.
Starfsnám hentar jafnt þeim, sem nú þegar hafa
fundið sér farveg í námi eða starfi og hinum
sem ekki finna sig í hefðbundnu menntakerfi.
I boði er dvöl í Austuml<i, Bretlandi, Frakklandi,
á Irlandi, Spáni og í Þýskalandi. Dvalartími er
2-12 mánuðir.
NÁMSSTYRKIR
Starfsnámsnemar geta
sótt um Leonardo
da Vinci styrk sem rennurtil
greiðslu á hluta skólagjalda. Vistaskipti & Nám
úthlutar þessum styrkjum fyrir hönd ESB.
SKIPTINEMAR
Það er mikill munur á því að búa erlendis um
tíma eða heimsækja land sem ferðamaður.
Skiptinemi fær einstakt tækifæri til að læra
tungumál og kynnast landi og þjóð. I boði er
dvöl í 5 eða 10 mán í Þýskalandi og Hollandi.
Brottfarir eru í janúar og ágúst.
GESTASTÖRF
Frændþjóðin Noregur hefur löngum vakið
áhuga Islendinga. „Working Guest" á bænda-
býlum og í ferðaþjónustu er fýrir fólk á aldrin-
um 18-30 ára sem hefur áhuga á að lifa og
starfa með norskri fjölskyldu í nokkra mánuði
og vinna fýrir sér um leið.
BANDARÍKIN
NÆR OC FJÆR
AU PAIR IN AMERICA
Lögleg dvöl á vegum Au Pair in America.
I boði eru m.a. fríar ferðir, vasapeningar (43 þús.
á mán), námsstyrkur, ódýrar tryggingar, einstök
ferðatilboð, auk ýmissa annarra hlunninda.
Dvalartími 12 mánuðir, aldursmörk 18-26 ára.
AU PAIR EXTRAORDINARIE
Nú gefst leikskólakennurum og fólki með
starfsreynslu við bamagæslu tækifæri til að
dvelja um tíma í Bandaríkjunum. I boði eru öll
hlunnindi au pair, vasapeningar eru 60 þús. kr.
mán. I lok dvalar eru 1,000 USD endurgreiddir.
SKIPTINEMAR
Áriega dvelja nokkur þúsund erlendra skipti-
nema á aldrinum 15-18 ára, hjá bandarískum
fjölskyldum á vegum AYA (Academic Year in
America). Dvalartími er 5 eða 10 mánuðir.
Brottfarir eru í janúar og ágúst.
SUMARSTÖRF
Leiðbeinendastarf í bandarískum sumarbúð-
um á vegum Camp America er ævintýri líkast
og kjörin leið til að þroska leiðbeinendahæfi-
leika þína og lífsleikni. Ekki síst er þetta einstakt
tækifæri til að ferðast um
Bandankin.
ST ARFS ÞJÁLFUN
Launuð starfsþjálfun í
Bandaríkjunum á vegum
The American Scandinavian Foundation
hentar þeim sem vilja vaxa faglega og persónu-
lega. Þátttakendur þurfa að hafa lokið fag- eða
sérfræðimenntun, vera með einhverja starfs-
reynslu og ekki síst, hafa áhuga á að afla sér
frekari þekkingar og reynslu. Aldur 21 -35 ára.
Nánari upplýsingar www.asf.training.is
MALASKOLAR
Enska, franska, ítalska, spænsb, þýska...
Vistaskipti & Nám er í samstarfi við málaskóla
víða um heim fýrir fólk á öllum aldri.
Við leggjum áherslu á samstarf við viðurkennda
skóla með langa reynslu og traustan bakgrunn,
þar sem þörfum hvers og eins er sinnt.
Nútímalegar kennsluaðferðir
og lifandi málaumhverfi
tryggja góðan árangur
og ánægjulega dvöl.
SÉRSKÓLAR
Kennsla fer fram á ensku og
hægt er að velja námstíma frá eínni önn til
fjögurra ára háskólanáms. Meðal annars eru í
boði; Mikkeli Polytehnic, Intematíonal Centre í
Finnlandi •IHTTI School of Hotel Management
og SIB Swiss Intemational Banking School, í
Sviss • Lorenzo de'Medici og The Art Institute
of Florence á Italíu • Istituto Marangoni
Fashion design í Milanó • Parsons School of
Design í París og New York
SJÁLBOÐALIÐASTÖRF
í MIÐ-AMERÍKU
Spænskunám og sjálfboðaliðastörf í Costa Rica
og Guatemala. I boði eru störf fýrir hjálpar-
stofnanir auk starfa í þjóðgörðum og við
samfélagsþjónustu. Þú færð tækifæri til að
kynnast hrífandi landi um leið og þú aðstoðar
fólkið sem þar býr.
VISTA • CULTURAL & EDUCATIONAL TRAVEL
LÆKJARGATA 4 101 REVKJAVlK SlMI 562 2362
FAX 562 9662 NETFANG vista@skima.is