Vikan


Vikan - 17.08.1999, Side 7

Vikan - 17.08.1999, Side 7
„Það var ekki til nein olía og erfitt að fá mat. I sparnaðarskyni var lokað fyrir alit rafmagn í tólf tíma á dag. Það var allt í vol- æði. Við bjuggum uppi á 12. hæð í fjölbýlishúsi þar sem lyftan hafði verið biluð í tvö ár. spurðir álits á hinu og þessu. Ég var stundum stoppuð úti á götu af fólki sem vildi segja mér hvernig ástandið væri virkilega á Kúbu, hversu slæmt það væri og þess háttar. Þeir voru margir sem flúðu yfir til Florída, jafnvel bara á dekkjaslöng- um.“ Hvernig datt ykkur í hug að fara í nám til Kúbu? „Mig langaði að fara eina önn til að læra spænsku og Hermann var að læra Aust- ur-Evrópu fræði. Hann hafði verið í Rússlandi og langaði til að læra meiri rússnesku. Við vildum líka fara saman og því varð Kúba fyrir val- inu. Þar gátum við bæði lært rússnesku og spænsku. Hermann fékk súperkennslu í rússnesku því á Kúbu vill enginn læra tungumálið lengur. Áður fyrr var rússneska fyrsta tungumálið sem fólk lærði. Þegar við komum til Kúbu var landið að opnast meira og því enginn vilji til þess að læra málið, fólkið vildi frek- ar læra ensku. Ég held að það hafi verið 10 kennarar í rússneskudeildinni og Her- mann eini nemandinn.“ Brynjúlfur, faðir Ólafar, kemur færandi hendi með kaffi og meðlæti. Dóttirin býr greinilega á fimm stjörnu hóteli þá sjaldan að hún kemur til landsins. Ólöf er sú manngerð sem gerir það sem hana langar til að gera hverju sinni. Eftir að hafa verið skiptinemar á Is- landi og Kúbu tóku þau Hermann sér frí frá námi og ákváðu að skoða Afríku, nánar tiltekið Suður-Afríku og Mósambík. Ferðalagið tók nokkra mánuði. „í þeirri ferð fékk ég algjöra Afríku- bakteríu“ segir Ólöf. Fundað með forsetanum Að Afríkuferðalaginu loknu fóru þau Ólöf og Her- mann aftur heim til Svíþjóð- ar og settust á skólabekk. I Svíþjóð eru miklir mögu- leikar á alls kyns náms- styrkjum fyrir þá sem vilja taka hluta af námi sínu á framandi slóðum. Markmiðið með styrkjun- um er að auka víðsýni fólks og gefa því tækifæri sem skilar sér síðan til baka þeg- ar fólkið kemur inn á vinnu- markaðinn. Þegar Ólöf átti að fara að skrifa lokaverkefnið sitt í stjórnmálafræði var hugur- inn kominn á flug og Namibía varð fyrir valinu. Hún sótti um styrk til að fá að vinna lokaritgerðina í Namibíu og sú beiðni var samþykkt. „Það hafa margir rannsak- að stjórnmál í Suður-Afríku Vikan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.