Vikan


Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 10

Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 10
Texti og myndir: Egill Egilsson Hann heitir Sigurður Björnsson og er fyrrverandi sjómaður frá Flateyri. Fyrir tæplega 11 árum snerist líf hans um að stunda sjóinn og afla góðra tekna. Einu tengslin við sjávarsíðuna í dag er áhugi hans á kajaksiglingum á sjó, sem hann stundar víða um heim þegar færi gefst frá spilamennskunni. diskinn vítt og breitt um landið eru tveir tónlist- armenn, ensk- ur gítarleikari, Keith Hopcroft og slagverksleik- ari frá Tríni- dad og Tó- bagó, Roy Pascal. Báðir eru þeir gam- alreyndir og þess má geta að Roy hefur spilað með ekki ómerkari mönnum en Eddie Grant. Tónlistin á Ef hann gæti það, gæti ég það einnig Hann kom í land fyrir 11 árum og ákvað að gerast trúbador. Síðan hefur Siggi Björns ferðast víða um heim með gítarinn sinn og þriggja gripa kunnáttu sína sem hef- ur fleytt honum áfram fjár- hagslega fram á þennan dag. Á nafnspjaldinu stend- ur Siggi Björns, ekki með ís- lensku ö-i heldur á danska vísu. Til Flateyrar kemur Siggi ætíð þegar hann heim- sækir ísland því þar búa systir hans og móðir. í október í fyrra gaf Siggi út geisladisk, ROADS, en diskurinn hefur fengið góða dóma í dönsku pressunni. Á disknum er Sigga til aðstoð- ar fjölþjóðlegt lið frá Dan- mörku, Englandi, Hong Kong og Kúrdistan. Með Sigga í för til að kynna disknum er bræðingur af þjóðlagatón- list, blús, rokk, kántrí og reggí, þar sem rám rödd Sigga og útsetningar undir áhrifum slagverksleikara og gítarleikara falla saman í eina heild. Ég hitti Sigga Björns á Vagninum á Flateyri þar sem ævintýrið hófst fyrir 11 árum þegar Siggi Björns kom í land. „Þetta hófst með því að Guðbjartur Jónsson sem rak Vagninn á sínum tíma, fékk mig til að spila á Þorláksmessu 1988. Þá hafði einhver trúbador forfallast og Guðbjartur stóð uppi ráðalaus. I fram- haldi af því kynntist ég íra einum sem bjó hérna á sín- um tíma og hafði komið og spilað á Vagninum. Iri þessi hafði ferðast um heiminn í 15 ár og framfleytt sér og fjölskyldu sinni á þriggja gripa spilamennsku. Þetta þótti mér sérstætt þar sem ég hafði einnig stundað slíka spilamennsku án þess að hugleiða nánar að leggja það fyrir mig. Hann sagði við mig að ef hann gæti það, þá gæti ég það einnig. Okk- ur varð vel til vina og við tókum nokkur „gigg“ saman í Reykjavík. Þegar ég spil- aði í fyrsta sinn á bar einum í Kaupmannahöfn, fyrsta kvöldið sem ég kom þangað, þá kom þessi sami Iri á bar- inn og heyrði mig spila. Hann útvegaði mér nokkur verkefni og það má eigin- lega segja að eftir það hafi boltinn byrjað að rúlla. Ég kynntist einnig hálfklikkuð- um gaur í Kaupmannahöfn sem hét Jan og hann redd- 10 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.