Vikan - 17.08.1999, Page 12
sem maður leit upp til og
innst inni langaði mann að
lifa sama lífi og þeir. Það
var ekki fyrr en ég var orð-
inn 12-13 ára gamall að nýj-
ar fyrirmyndir leystu sjó-
mennina af hólmi. Það voru
strákarnir í Cream, hljóm-
sveitinni hans Erics
Claptons. Frá þeim varð ég
fyrst fyrir áhrifum úr tón-
listarheiminum.
Að vísu hafði eldri systir
mín keypt plötur með Bítl-
unum. Ég vissi af tilvist
Bítlanna en vinsældir þeirra
höfðu engin áhrif á mig.
Tónlist þeirra var auðvitað
ný, fersk og spennandi á
þessum tíma, en þetta
breytti ekki afstöðu minni.
Ég man eftir manni sem
spilaði með mér í hljómsveit
sem hélt því fram að allir
geisladiskar væru skírðir eft-
ir hljómsveitinni Geislum
frá Akureyri, sem hann spil-
aði með á sínum tíma.
Annars voru áhrifavald-
arnir í lífi mínu hljómsveitir
eins og Cream, Jimi
Hendrix, Janis Joplin, Led
ur manni heilmikið að fá
tækifæri til að ferðast um
heiminn með aðeins þriggja
gripa kunnáttu og fá borgað
fyrir það í leiðinni. Hvað
varðar einmanaleikann á
ferðalögum þá hefur það
batnað eftir að við þrír
ákváðum að rugla saman
reytum okkar og fara saman
á „rúntinn" til að kynna
diskinn.
Við Keith höfum spilað
saman í 18 mánuði og við
Roy höfum þekkst lengi.
Við þekktum hvorn annan
frá tónleikaferðalögum, þar
sem leiðir okkar lágu oft
saman á svipuðum slóðum.
Móttökurnar við disknum
hafa verið mjög góðar og
síðustu tónleikar okkar
hafa fært okkur heim sann-
inn um það að fólki líki tón-
listin.
Næst þegar við komum til
ísland þá ætla ég að bregða
mér í kajaksiglingu. Ég á
einn kajak hérna heima á
Flateyri og annan í Dan-
mörku. Ahugi minn á kajak-
siglingum vaknaði þegar ég
Zeppelin og Creedence Cle-
arwater Revival sem voru
mjög vinsælir á þessum
tíma. Við sem vorum í
hljómsveitinni þá áttum allir
CCR-plötur, en við vorum
ekkert að flíka þeim mikið
vegna þess að það þótti ekki
fínt að hlusta á CCR.
Ástæðan var sú að CCR hélt
varla lagi sökum þess að
hljóðfæraskipanin gerði ekki
ráð fyri bassagítarleikara.
Á sinn hátt voru þeir og
lögin þeirra gamaldags og
ljúfsár, en maður þorði ekki
að viðurkenna fyrir sjálfum
sér og öðrum að maður
hlustaði á tónlist þeirra.
Stundum verður maður
þreyttur á þessum enda-
lausu ferðalögum. Samt
langar rnann ekki til að sjá
sjálfan sig í 9-5 starfi þegar
maður er orðinn eldri. Eins
og er gengur mér vel, pen-
ingalega séð.
Einmanalegt starf
Því er ekki að neita að
þetta er einmanalegt starf,
En á móti vegur að það gef-
var að spila á Grænlandi fyr-
ir fimm árum. Þá gafst mér
tækifæri til að fara í prufu-
siglingu og eftir það veit ég
ekkert skemmtilegra en að
sigla á kajak. Kajaksiglingar
eru ein sú besta líkamsrækt
sem menn geta stunda, því
þar reynir á úthald og
snerpu.
Vöxturinn betri en
nokkru sinni
Þeir yrðu svei mér hissa,
mínir fyrrum félagar, ef þeir
sæju vöxtinn á mér núna.
Hann hefur heldur betur
tekið stakkaskiptum frá því
ég var á sjó. Ég hef tekið
þátt í nokkrum kajakkeppn-
um hér á íslandi og einnig
siglt víða, bæði hérna heima
og úti. Á Borgundarhólmi
þar sem ég bý er einmitt
verið að gefa út bók um al-
þjóðlega kajaksiglingamenn
og ég er einn af þeim
mörgu sem mun prýða síður
þessarar bókar þegar hún
kemur út. Fyrir utan áhuga
minn á kajaksiglingum þá er
ég forfallinn fótboltafíkill.
Þar er aðeins tvennt sem ég
hef áhuga á, það er þegar
uppáhaldsliðið mitt,
Manchester United sigrar
og svo hitt að ég elska þá
stund þegar Liverpool tapar.
Kaffið er orðið uppurið og
eflaust hefði verið hægt að
halda áfram endalaust. Þeir
félagar eru farnir að ókyrr-
ast enda fram undan hjá
þeim tónleikar seinna um
kvöldið. Enn á ný er komið
að því að bera hina blönd-
uðu tónlist þeirra á borð fyr-
ir heimamenn og rýna í and-
litin eftir viðbrögðum. Það
er líf trúbadorsins.
12 Vikan