Vikan


Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 18

Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 18
Texti: Hrund Hauksdóttir Mynd: Baldur Bragason „Eg kann mun betur við veðurfarið ogfámennið á Islandi en hitann og mannfjöldann á Filipseyjum. “ Það hefur aukist verulega hin síðari ár að út- lendingar setjist að á íslandi og Kóra frá Fil- ipseyjum er ein af þeim sem líkar veran hér mjög vel. Næstkomandi október eru liðin ellefu ár síðan hún fluttist til íslands og Vikan heim- sótti hana í þeim tilgangi að forvitnast um hvernig henni hefði vegnað á þessu tímabili. Það var brosmild og hlýleg kona sem tók á móti blaðamanni Vik- unnar. Við komum okkur vel fyrir í notalegri stofu hennar sem er prýdd ýmsum fallegum munum frá heima- slóðunum. Kóra heitir fullu nafni Corazon Surban og hún segir að nafn sitt merki „hjarta“ á Filipseyjum. „Mér finnst mjög gott að búa hér á íslandi,“ segir Kóra af sannfæringu. „Ég á fimm börn á aldrinum 15-24 ára og þau hafa virkilega notið góðs af því að alast upp í íslensku samfélagi. ís- land er dásamlegt land fyrir fjölskyldufólk og mér líkar afskaplega vel að búa í Grafarvoginum því hér er rólegt og friðsælt. Ég bjó áður í miðbænum og líkaði það ekki vel. Mér fannst alltof mikil læti og ónæði þar og svaf illa á nóttunni. í Grafarvoginum er aftur á móti eins og maður búi uppi í sveit.“ „Þú hlýtur þó að vera vön mannfjölda og kraðaki á Filipseyjum, ekki satt?“ „Jú, reyndar," segir Kóra hlæjandi. „En mér hefur aldrei liðið vel undir slíkum kringumstæðum. Ég er ný- komin frá Filipseyjum en þar var ég í rúmlega mánuð í heimsókn hjá ættingjum mínum og ég var bókstaf- lega að kafna úr hita allan tímann. Dætur mínar fóru með og við vorum orðnar hálfþreyttar á hitasvækjunni og við hlökkuðum til að komast aftur heim til ís- lands. Júní, júlí og ágúst eru rigningatíminn á Filipseyj- um og þá er mjög heitt, 30- 40 stiga hiti og það er mjög skrautlegt skordýralíf þar! Ég kann miklu betur við veðurfarið og fámennið á ís- Mér finnst nauðsynlegt að maður haldi í rætur sínar þrátt fyrir að maður sé búsettur í öðru landi og það getur hæglega átt samleið með al- mennri aðlögun að nýjum venjum. 18 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.