Vikan


Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 20

Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 20
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Pepe Otal Undanfarnar vikur hefur hann farið í vinnuna í bestu jakka- fötunum sínum og grunsamlega oft hefur hann þurft að vinna fram eftir á kvöidin. Ætti þig að gruna hið versta? En þú hefur nú sjálf farið út með samstarfsmanni þín- um til þess að tala um vinnuna. Þig langaði nú að gera allt annað með þessum ágæta samstarfsmanni og þegar hann stakk upp á því að þið færuð heim til hans stóðst þú ekki freistinguna. Þegar hann heldur framhjá þér lítur þú á það sem svik af versta tagi. Þegar þú heldur framhjá honum lítur þú á það sem æsispennandi lífs- reynslu. Þetta er kald- hæðni framhjáhalds- ins. Framhjáhald er hættu- spil sem oft endar illa. En það er hægt að byggja upp hjóna- bandið eftir framhjá- hald og staðreyndin er sú að sambandið verður oft traustara og betra á eftir. Lítum á nokkrar staðreyndir um kynlíf, framhjáhald og lygar. SJð ÁSTÆÐUR ÞESS AD KARLNIEHN HALDA FRAMHJÁ aö er mesti mis- skilningurað pen- ingar stjórni heim- inum. Þaö er framhjáhald sem stjórnar heiminum. Án þess væri lítill grund- völlur fyrir útgáfu slúður- blaöanna, sápuóperurnar væru ekki svipur hjá sjón og karlmenn um allan heim heföu ekkert viö aö vera þegar vinnutímanum lyki. Framhjáhöld hafa leitt til fjárhagslegs hruns og mannsmorða. Viö lesum í bókum og sjáum í bíó- myndum konur sem yfir- gefa karlmenn vegna þess að þeir eru fram- takslausir, latir og subbu- legir. En, eins og allir vita, þá eru konur duglegar, fallegar og snyrtilegar. Hverjar eru ástæöur þess að þessir subbulegu karl- ar æöa frá einni konunni til annarrar? Sumirvegna þess aö þeir komast upp með þaö. Aörir vegna þess að þeir ráða ekki við sig. Enn aðrir vegna þess aö þeir eru forseti Banda- ríkjanna. Hér á eftir fara sjö aðrar ástæður þess að karlmenn halda framhjá. 1. Leiðindi Innst inni vilja allir karl- menn líkjast Clint Eastwood; einfara sem konur falla fyrir; órökuð- umtöffarasem tyggurtó- bak. En eftir hálft ár í sambúð komast flestir karlmenn að því að þeir eru alls ólíkir Clint. Það gerist að öllum líkindum einn föstudaginn þegar þeir burðast heim með alla innkaupapokana úr Hagkaupi. Og meðan þeir sitja og horfa á sjónvarpið fara þeir að velta því fyrir sér hvort lífið bjóði ekki upp á eitthvað annað og meira. Dag einn heldur Jóna á skrifstofunni partí og á eftirfara allir á bar- inn og fá sér í glas. Eitt leiðir af öðru og hjónalífið verður aldrei það sama. 2. Forvitni Þegar karlmenn ræða saman á heimspekilegan hátt velta þeir því gjarnan fyrir sér hvað það væri spennandi að hitta flotta Ijósku, þrýstna konu með stóran rass, einhverja eldri, eða yngri. Þegar svo 42 ára Ijóshærð kona með stóran rass verður á vegi þeirra er freistingin einfaldlega of mikil til þess að standast hana. 3. Hún kemst aldrei að því Annað sem karlmenn rökræða gjarnan um: „Ef þú fengir tækifæri til þess að halda framhjá konunni þinni og þú vissir að hún kæmist aldrei að því, hvað myndir þú gera?" Því miður er ekki ólíklegt að flestir karlmenn myndu grípa tækifærið. Ef þú vilt halda í manninn þinn skaltu fara með hon- um í viðskiptaferðalög, sjá til þess að hann fari aldrei með „strákunum" í helgarferðir og afpanta sumarnámskeiðið í há- skólanum fyrir hans hönd. 4. Betri sjálfsmynd Hann giftist æskuást- inni sinni þegar hann var tuttugu og eins. Hún var ritari, hann var undirtylia í banka. Hún hefur engan áhuga á starfinu, henni nægir að vera konan hans. Hann er metnaðar- gjarn og eftirfimm ár er hann orðinn deildarstjóri í bankanum. Hannferá ótal námskeið og hefur gaman af því að vera inn- an um fólk. Henni líður best heima. Honum finnst hún óspennandi og fylgist með því hvernig aukakíló- in lauma sér utan á hana. Það kemur sér vel hvað honum og Villu, sem vinn- ur meö honum í bankan- um, kemurvel saman. Það er stelpa sem segir sex! Og það sakar ekki að pabbi hennar stjórnar bankanum. ö.Réttlát hefnd Margir kannast við þetta: Dóra sefur hjá Tomma og Gunni hefnir sín með því að sofa hjá einhverri annarri. Frábært handrit að sápuóperu, en í raunveruleikanum endar þetta með tárum. 6. Könnuðurinn Einhvem tíma, meðan allt lék í lyndi, sagði Paula Yates í blaðaviðtali að Michael Hutchence gerði ýmislegt í rúminu sem líklega mætti flokka undir ólöglegt athæfi. Karlmenn um allan heim lásu við- talið og reyndu að átta sig á því hvað hún ætti við. Hvaða göldrum hafði hann beitt? Könnuðinum finnst hann hafa verið svikinn. Hann er hræddur um að allir lifi áhugaverð- ara kynlífi en hann og ákveður að kanna hvað er í boði annars staðar. 7. Hræðslan við að gera rangt Það eru skelfileg örlög að búa með konu í fimm- tíu ár sem smjattar við matarborðið og er með háls sem minnir á Mike Tyson. Sannleikurinn er sá að karlmenn eru ekki hræddirvið að binda sig. Það sem þeir hræðast er að bindast ekki réttu kon- unni. Það sem meira er, þeir eru hræddir við fram- hjáhald, hræddir um að það komist upp um þá og að konan, sem þeir í raun og veru elska, yfirgefi þá fyrir fullt og allt. Það er hinn mesti misskilningur að karlmenn dreymi um að hitta hina einu sönnu og geti svo ekki beðið eft- ir því að halda framhjá henni. Sannleikurinn er sá að karlmenn vilja í raun og veru verja ævinni með einni konu. Og drauma- prinsessan lítur sjaldnast út eins og PamelaAnder- son. Það er miklu líklegra að hún líkist þér. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.