Vikan - 17.08.1999, Síða 21
Maðurinn sem ég elskaði hélt framhjá mér
Þaö var sunnudagsmorgun í maí 1993.
Maöurinn, sem ég hafði búiö með í rúm-
lega tíu ár og verið gift í fjögur ár, fór út í
búð og keypi mat sem nægði okkur tveimur í
heila viku. Hann vakti mig með því að færa mér
tebolla í rúmið; sagðist elska aðra og vilja búa
með henni. Hann pakkaði niður fötunum sínum
og hálftíma seinna var hann farinn.
Enn þann dag í dag finnst mér ótrúlegt að mig
hafi ekki grunað neitt. Ég er lærður sálfræðingur,
ég tel mig vera góðan mannþekkjara og ég er
næm á tilfinningar annarra. Samt hafði ég, sér-
fræðingurinn sjálfur, ekki haft hugmynd um að
maðurinn minn héldi framhjá mér.
Þegar ég lít til baka til þessa dags sé ég að
það var þetta sem ég átti erfiðast með að sætta
mig við. Mitt í allri sorginni gat ég ekki annað en
furðað mig á hve ég hafði verið blind. Ég hafði
oft hneyklast á sögum um saklausar konur sem
höfðu ekki hugmynd um að eiginmennirnir
héldu framhjá þeim. Hún hlýtur að hafa vitað
það, hafði ég hugsað yfirlætislega. Kona, sem
situr sem fastast í hjónabandi með manni sem
stöðugt heldur framhjá henni, hlýtur að vera í
afneitun. Hjónabandið getur varla verið mjög
náið. Ekki jafnnáið og mitt, hafði ég hugsað
drjúg með mig. Nú veit ég betur. Mig hafði
heldur ekki grunað neitt.
Veröld mín hrundi þennan sunnudag þegar
ég horfði á eftir honum aka í burtu í nýja
sportbílnum sínum. Ég hringdi í Gunnu, bestu
vinkonu mína, sem lofaði að koma til mín. Ég
fór í bað, settist á rúmstokkinn og beið. Og
kisa, -bara ef maður væri kisa-, kom og
settist í fangið á mér.
Ég vissi ekki af mér fyrr en ég heyrði í bílnum
hennar Gunnu. Ég leit á klukkuna. Þrjár klukku-
stundir voru liðnar. Ég mundi ekkert eftir þessum
klukkustundum. Ég hafði greinilega hvorki hreyft
legg né lið vegna þess að við kisa sátum ennþá
kófsveittar í námvæmlega sömu stellingum á
rúmstokknum.
Ég veit það núna að ég sat allan þennan
tíma og hugsað. Hann hafði sagt að samband-
ið hefði staðið yfir í þrjá mánuði. Þegar ég
heyrði það leið mér betur - og verr. Betur,
vegna þess að það þýddi að hann hafði ekki
farið á bak við mig í langan tíma. Verr, vegna
þess að það þýddi að hann þurfti ekki lengri
tíma til þess fórna tíu ára sambandi okkar.
Ég gat ekki hætt að hugsa. Ég reyndi að
kryfja til mergjar þessa síðustu þrjá mánuði. Það
var líkt því að lesa síðustu blaðsíðurnar í
spennusögu. Þú reynir að komast að því hver sé
morðinginn og uppgötvar að lokum að höfundur-
inn hefur leitt þig í gildru með röngum vísbend-
ingum.
Ég mundi eftir nokkrum vísbendingum. Eins
og t.d. þegar ég fór á helgarnámskeið og hann
sagði mér að kona sem ynni með honum hefði
komi í heimsókn með son sinn. Nokkru seinna
kom þessi sama kona til þess að keyra hann á
fund. Hún vildi ekki
koma inn og beið
eftir honum
úti í bíl.
Hann
hafði flýtt sér út og nú veit ég að það var sektar-
svipur á andlitinu á honum þegar hann kvaddi
mig.
Auðvitað var „hin konan" þessi starfsfélagi
hans. (Það hlaut að vera, við vorum alltaf saman
þegar hann var ekki að vinna). Hann hafði komið
því til leiðar að við hittumst öll og fengum okkur
drykk. Ég hafði hugsað sem svo að það væri hið
besta mál að hann vildi kynna mig fyrir starfsfé-
lögum sínum. Eftir á að hyggja hefði ég átt að
koma auga á tvær vísbendingar. í fyrsta lagi að
konan, sem hann hafði sagt vera skemmtilega
og gáfaða, sagði varla eitt einasta orð allt kvöld-
ið. (öðru lagi að maðurinn minn, sem vill helst
vera kominn í rúmið ekki seinna en á miðnætti,
bauð henni heim með okkur seinna um kvöldið
og sýndi engin merki þess að hann væri þreyttur.
Seinna komst ég að því að það er algengt að sá
sem heldur framhjá stilli elskendunum upp sam-
an, hliðvið hlið. Úllen, dúllen
doff....
Aðstæðurnar voru honum í hag. Þau voru
saman daglega í vinnunni. Starfsins vegna
þurftu þau oft að ferðast saman og það var
hin fullkomna fjarvistarsönnun. Ég sat eins
og Miss Marple á slæmum degi og fór í
gegnum allar vísbendingarnar. Reyndi að átta
mig á hvernig, hvenær og hvar glæpurinn hafði
verið framinn.
Gunna vinkona mín hjálpaði mér í gegnum
þennan erfiða tíma. Ég bjó hjá henni í sex mán-
uði. Ég sótti um skilnað og í nóvember vorum við
endanlega skilin. Ég verð að viðurkenna að þetta
var ekkert skyndiskot hjá honum. í dag eru þau
gift og eiga tvö börn. Ég er líka gift aftur. Við
seinni maðurinn minn eigum það sameiginlegt
að hafa fengið reisupassann frá fyrrverandi
mökum okkar á nákvæmlega sama hátt. Reynd-
ar hafði hann legið í baðkarinu, ekki í rúminu. Og
nei, hann hafði heldur ekki grunað neitt.
Þegar ég lít til baka sé ég hvers vegna ég var
svona grunlaus. Við sjáum eingöngu það sem við
viljum sjá. Ég treysti manninum mínum fullkom-
lega annars hefði ég ekki gifst honum. Og hon-
um tókst snilldarlega vel að blekkja mig. Þegar
við skildum sagði ein vinkona mín að hér eftir
myndi ég aldrei treysta nokkrum manni. Ég varð
öskureið. Hvílík fjarstæða! En vitið þið hvað? Nú
eru liðin fjögur ár. Ég er hamingjusöm og reynsl-
unni ríkari en innst inni veit ég að ég mun aldrei
framar geta treyst nokkrum manni að fullu.
Vikan 21