Vikan


Vikan - 17.08.1999, Side 24

Vikan - 17.08.1999, Side 24
Siálfsvíg Harmleikur sem skilur œttingja og vini eftir í örvœntingu. Þegar við heyrum að ein- hver hafi fallið fyrir eigin hendi er okkur mjög brugðið og okkur setur hljóð. Slíkur harmleikur setur ávallt mark sitt á ættingja og vini þess eintaklings sem hvarf á vit guðanna með svo skelfilegum hætti. Við sem eftir sitjum leitum örvæntingarfull svara við áleitnum spurningum varðandi sjálfsvígið og eigum mjög erfitt með að vera sátt við að líf endi á þennan hátt. Hvers vegna fremur fólk sjálfsvíg? Sjálfsvíg eru í eðli sínu bæði skiijanleg og óskiljanleg. Lang- flestir hafa einhvern tíma upplifað mikla sorg eða depurð og hefur þá langað til að kveðja þennan heim. Fæstir láta hins vegar verða af því. Aukna tíðni sjálfsvíga ungs fólks má hugsanlega rekja til rót- leysis og firringar nútímasamfé- lags. Framtíðin er á huldu, fjöl- skyldubönd ótraustari að mörgu leyti en áður fyrr og auknar kröf- ur samfélagsins eru mörgum um megn. Gömlu gildin eru á hverf- anda hveli og lífið einkennist oft af sundrung, samkeppni og óvissu. Vímuefni hafa fylgt í kjölfar þjóð- félagsbreytinga og skapað harð- neskjulegri og hættulegri heim. I Bandaríkjunum eru flestir þeirra sem fremja sjálfsmorð eldri en 45 ára en aldur þessa hóps fer stöðugt lækkandi. Par eru sjálfsvíg næst algengasta dauðaorsök námsmanna en það eru aðeins bflslys sem valda fleiri dauðsföll- um. Það liggja mismunandi ástæður að baki því að fólk reynir að svipta sig lífi. Sumum finnst að líf- ið hafi ekki lengur tilgang, aðrir upplifa sig sem misheppnaða ein- staklinga í heimi þar sem þeim finnst að allir séu annars ham- ingjusamir og njóti velgengni í líf- inu. Enn aðrir eru í hefndarhug gagnvart einhverjum sem þeim finnst hafa valdið sér skaða og þess eru einnig dæmi að langveikt fólk vilji benda enda á þjáningar sínar með því að stytta sér aldur. Þetta fólk á þó eitt sameiginlegt og það er sú hugsun eða tilfinning að lífið sé óbærilegt og sjálfsvíg sé eina lausin. Oftar en ekki hefur fólk í sjálfsvígshugleiðingum þjáðst af þunglyndi í lengri eða skemmri tíma. með bros á Það er sorgleg staðreynd að ís- land er komið í hóp þeirra þjóða sem hafa hvað hæsta sjálfsvígs- tíðni í aldurshópi karla frá 15 til 24 ára. Rannsóknir hafa leitt í ljós að að þrisvar sinnum fleiri karlar en konur fremja sjálfsvíg þó svo að konur geri þrisvar sinnum fleiri tilraunir til sjálfsvíga en karlar. Aðferðir kynjanna eru einnig ólíkar þvf konur nota oftast lyf til að svipta sig lffi en karlar hengja sig, kæfa sig með útbiæstri bif- reiða eða skjóta sig. Að auki hef- ur komið í ljós að sjálfsvíg eru tvisvar sinnum algengari hjá ein- hleypu fólki en þeim sem eru í sambúð eða hjónabandi. Þá er talið að u.þ.b. 70% þeirra sem fyr- irfara sér hafi þjáðst af einhverju afbrigði þunglyndis. Einkenni þunglyndis eru margvísleg og stundum getur verið erfitt að greina þau. Sjúkdómsmyndin breytist þegar kvíði blandast „Þunglyndi vor.‘ þunglyndinu og getur þá mann- eskjan augljóslega orðið fárveik. Þunglyndissjúklingurinn einblínir á skuggahliðar tilverunnar og fær jafnvel efasemdir um tilganginn með lffi sfnu. Sjúklingurinn eygir enga von um breytingar á líðan sinni og vonleysi heltekur hann. Hann verður meyr f skapi, fær þyngsli fyrir brjósti og er grát- gjarn. Þunglyndið gengur stund- um svo langt að viðkomandi óskar sér þess að kveðja þennan heim. Matarlyst verður mjög lítil en ef kvíði bætist ofan á þunglyndið getur það leitt til stóraukinnar matarneyslu og sjúklingurinn borðar sér til huggunar. Svefn truflast líka að verulegu leyti. Það getur reynst erfitt að greina þunglyndi því það getur dulist bak við ýmis líkamleg sjúkdómsein- kenni, eirðarleysi, óróa eða upp- gerðarglaðværð. Sjúklingurinn skammast sfn jafnvel fyrir þung- lyndið og vill dylja það fyrir sam- ferðafólki sínu og sjálfum sér. Hann hagar sér eins og allt sé í fínasta lagi, kemur fram við aðra með bros á vör og harðneitar að nokkuð bjáti á nema kannski smá- vegis svefntruflanir eða erfiðleik- ar í vinnunni. f þess háttar tilvik- >0 ■o U) X 3 n z ■o c 3 X É D a n s a ð vi a u ð a n n Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður hefur starfað hjá Morgunblaðinu í fjölda mörg ár og hefur meðal annars fjallað um afbrot, lög- gæslu og dóma í fíkni- efnamálum. Hún er höf- undur bókarinnar Dansað við dauðann en í henni leit- ast Ragnhildur við að varpa ljósi á aukna neyslu fíkniefna á íslandi. I bókinni rifja fyrr- verandi fíkniefnaneytendur upp sögu sína, foreldrar segja frá missi sonar sem varð fíkni efnum að bráð, rakið er hvaða fíkniefni eru algengust á fslandi og hver áhrif þeirra eru. Einnig fer sálfræð- ingur í gegnum breytingar sem verða á unglingsárunum, sex íslenskir unglingar skýra frá afstöðu sinni til fíkniefna og fimm þekktir íslendingar gera slíkt hið sama. Bókin er afar áhuga- verð lesning fyrir jafnt unglinga sem foreldra þeirra. í henni kemur skýrt fram að enginn 24 Vikan getur séð fyrir hver verður fórnarlamb fflcni- efna. Unglingarnir þrír sem rekja sögu sína eru t.d. mjög ólíkir. í þeim hópi er svokallaður fyrirmyndarunglingur sem fíkniefnin náðu skyndilega heljartökum á. Þar kynnumst við einnig sögu „vandræðabarnsins" sem missti öll tök á neyslunni og við fáum að heyra af reynslu „venjulega" unglingsins sem neytti áfengis eins og félagarnir en náði ekki að snúa af þeirri braut fyrr en löngu síðar. Bókin er einkar fróðleg lesning og ætti að geta hjálpað mörgum til þess að öðlast frekari skilning á fíkniefnavandanum og sjálfsvígum tengdum þeim.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.