Vikan


Vikan - 17.08.1999, Side 26

Vikan - 17.08.1999, Side 26
Sjálfsvíg Vinalínan Vilhjálmur Guðjónsson er for- maður Vinalínunnar en hún var stofnuð 1991. Eftir að Vilhjálmur tók við formennsku hefur hann hætt að taka við símtölum vegna þeirrar áherslu sem lögð er á trúnað og nafnleynd á báða bóga. „Við fáum sjaldan símtöl frá fólki sem er í sjálfsvígshug- leiðingum en það eru í kring- um 4% af öllum símtölum sem við fáum sem snúast á ein- hvern hátt uni þau mál. Þar af er helmingur sem eru alvar- lega að hugsa um að taka líf sitt. Hjá Vinalínunni starfa u.þ.b. 40 sjálfboðaliðar sem fara á ítarlegt.17 klukkustunda námskeið hjá sálfræð- ingi áður en þeir byrja. Þar fá sjálf- boðaliðarnir fræðslu varðandi hvernig skuli höndla mismunandi vandamál sem koma upp hjá fólki og öðlast þekkingu á samtalstækni. Að auki fá sjálfboðaliðarnir tvisvar í mánuði handleiðslu frá sálfræðingi þar sem farið er í gegnum samtöl sem hafa komið og hvað viðkomandi hafi gert rétt eða rangt. Einnig er þá til um- ræðu hvernig þeim einstaklingi leið sem var hjálparþurfi og eins tilfinning- ar þess sem tók við símtalinu. Á þenn- an máta geta sjálfboðaliðarnir betur gert sér grein fyrir vandamálum og lært að gera jafnvel enn betur. Við teljum okkur ekki vera að leysa vandamál í samtölum okkar heldur erum við öðru fremur stuðningur og hvatning fyrir einstaklinga sem eru mjög langt niðri og líður afskaplega illa. Við leitumst við að fá viðkom- andi til að sjá aðra fleti á málinu og bendum á aðra hluti sent tengjast þessu viðkvæma málefni. Þannig get- um við hjálpað fólki með samtals- tækni og virkri hlustun að sjá aðra fleti á vandamálum sínum í stað þess að einblína á einn þátt. Vinalínan er öllum opin frá klukk- an átta til ellefu öll kvöld vikunnar. Síminn er 800-6464 og símtalið er fólki að kostnaðarlausu." Vilhjálntur Guð- jónsson, formaður Vinalínunnar. Einangrar sig. Gefur út yfírlýsingar um hvern- ig hann ætli að svipta sig lífi. Sýnir engin merki þess að bera hag annarra fyrir brjósti og skeytir því engu að yfirvofandi sjálfsvíg hans mun særa fjölskyldu hans og vini djúpu sári. Er skyndilega að ná sér eftir mikið þunglyndi. Hætta á sjálfs- morðum eykst þegar manneskja er að komast upp úr þunglyndi. Það er ekki fullvitað hvers vegna það er svo en líklegt er að þegar fólk er mjög langt niðri vegna þunglyndis hafi það ekki orku né framtakssemi til þess að fremja sjálfsvíg. Ekki hika við að veita hjálp. Þú skalt treysta innsæi þínu ef þú stendur í þeirri trú að vinur þinn sé að íhuga sjálfsvíg. Ekki hræðast að spyrja: „Ertu að hugsa um sjálfsvíg?" Þessi spurning hrindir ekki sjálfsmorði af stað og ef vinur þinn er að hugsa um þetta á annað borð þá mun honum létta mikið við að geta tjáð sig um mál- ið. Leyfðu vini þínum að tala án þess að þú gagnrýnir hann, þrætir eða sýnir hversu mótfallinn þú sért þessu. Reyndu ekki að sitja á rökstólum við vin þinn með heim- spekilegum vangaveltum sem snú- ast um réttmæti sjálfsvíga. Ef þú hræðist það sem hann talar um þá skaltu hafa orð á því. Með því að hlusta án þess að dæma ertu að sýna umhyggju þína. Ef þú leyfir vini þínum að tala hreint út um sorg sína þá getur þú e.t.v. hjálpað honum út úr mesta vandanum. Það sem er mest áríðandi af öllu er að þú látir ekki vin þinn vera einan. Fáðu hann til að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, geð- lækni eða jafnvel á bráðamóttöku spítalanna. Hringdu í þau samtök sem sérhæfa sig í símaviðtölum við fólk sem á við þennan vanda að glíma. Þú skalt umfram allt ekki hræðast að þú sért að gera ein- hverja vitleysu. Ef um neyðartilfelli er að ræða þá er aðgerðarleysi það versta sem þú getur gert. „Bróðir minn reyndi að svipta sig lífi.“ „ Eg vissi að yngsti bróðir minn hafði verið þunglyndur um nokk- urt skeið þegar harmleikurinn dundi yfir. Ég var einstæð móðir með tveggja ára barn og við systk- inin vorum mjög náin. Hann var í erfiðu ástarsambandi sem virtist reyna mikið á tilfinningalíf hans og við ræddum þau mál oft. Að eðlisfari er hann glaðlyndur og hvers manns hugljúfi svo að mér datt aldrei í hug að örvænting hans væri orðin svona niikil og bjóst við að þetta yrði bara stutt erfiðleikatímabil hjá honum. Það var nú öðru nær. Hann hringdi til mín eitt sunnu- dagskvöld og sagðist vera að kveðja mig fyrir fullt og allt. Hann var mjög rólegur og yfirvegaður þannig að ég gerði mér strax grein fyrir að honum væri fyllsta alvara. Hann neitaði að segja mér hvar hann væri að finna. Ég varð mjög hrædd en náði að halda ró minni og veiða upp úr honum hvar hann væri á þeim forsendum að ég vildi kveðja hann í eigin persónu og vildi fá að kyssa hann og faðma í síðasta sinn. Að endingu féllst hann á að segja mér að hann væri á hótelherbergi í borginni. Ég reddaði gæslu fyrir barnið á auga- bragði og tók leigubíl á staðinn. Gluggatjöldin voru dregin fyrir á hótelherberginu og náttborðið var fullt af lyfjaglösum og „rnini- ature“ vínflöskum. Ég settist nið- ur á rúmstokkinn hjá honum og spurði hann hvað hann væri búinn að láta ofan í sig. Það reyndust vera um 40 svefntöflur ásamt tölu- verðu magni af áfengi og hann var orðinn mjög dasaður. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að bregðast við og brá því á það ráð að fara eftir innsæi mínu. Ég hvatti hann til að drífa sig bara í þessu og hvolfa í sig hjarta- töfluglasinu sem hann hélt á í hendinni. Ég ætlaði mér síðan að hringja á sjúkrabfl um leið og hann væri búinn að því. Mér var mjög óglatt og ég skalf af hræðslu. Hann tók hikandi nokkrar töflur og var alveg við það að lognast út af þegar ég sagði honum að nú hefði hann um tvennt að velja; annað hvort að ganga út af hótel- inu með mér og fara beint upp á geðdeild eða fara í sjúkrabfl. Hann tók fyrri kostinn og ég dröslaði honum einhvern veginn upp á bráðamóttöku. Þar var sam- stundis stungið slöngum ofan í hann þar sem hann lá á einhvers konar hjólabekk og ég hljóp með læknunum eftir göngunum en var ýtt frá á meðan dælt var upp úr honum. Geðlæknir talaði síðan við mig til að fá upplýsingar um m.a. hvað bróðir minn hefði tekið inn. Læknirinn sagði mér að bróðir minn yrði lagður inn á geðdeild næsta morgunn og lofaði að vera í símsambandi við mig um nóttina svo ég gæti fylgst með líðan hans. Ég fór síðan heim eftir að læknir- inn hafði fullvissað mig um að litli bróðir væri úr lífshættu og hann stóð við orð sín og talaði tvisvar við mig um nóttina. Ég fór upp á geðdeild um leið og ég frétti að hann væri kominn með meðvit- und og þar sátum við í faðmlögum án nokkurra orða í langan tíma. Bróðir minn vann úr sínum vandamálum með aðstoð starfs- fólks geðdeildarinnar og fór að auki í samtalsmeðferð hjá geð- lækni. Hann hefur enn tilhneig- ingu til að verða svolítið þungur í skapi en nú eru liðin fjögur ár frá þessum skelfilega atburði og ég held að hann sé búinn að öðlast ákveðið jafnvægi í lífinu.“ Þrisvar sinnum fleiri karlar en konur fremja sjálfsvíg. 26 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.