Vikan - 17.08.1999, Qupperneq 50
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur
Hvereruþau? Hvað segja þau? Hvernig þekki ég þau?
Nær allar vörur sem við
kaupum eru merktar
með einhverjum hætti.
Þar er um að ræða vöruheiti,
nafn framleiðandans, innihalds-
lýsingu, leiðbeiningar um notk-
un osfrv. Þessu til viðbótar hafa
ýmsar vörur merki sem gefa til
kynna að viðkomandi vara hafi
lítil neikvæð áhrif á umhverfið,
sé með öðrum orðum vistvæn.
Það er hins vegar alls ekki sjálf-
gefið að öll þessi merki séu trú-
verðug. Sum þeirra gefa jafnvel
mjög villandi vísbendingar. En
hvernig getum við þá vitað
hverju má treysta? Svarið er
tiltölulega einfalt: í þessu sam-
bandi getum við eingöngu
treyst viðurkenndum umhverf-
ismerkjum. Einhliða yfirlýsing-
um framleiðenda um ágæti vör-
unnar í umhverfislegu tilliti ber
að taka með fyrirvara.
En hver eru þá þessi viöur-
kenndu umhverfismerki?
í grófum dráttum má skipta
viðurkenndum merkjum af
þessu tagi í tvo flokka. Þar er
annars vegar um að ræða um-
hverfismerki fyrir annað en
matvörur, og hins vegar merki
fyrir lífræn matvæli. Fyrr-
nefnda flokknum verða gerð
skil í þessum pistli, en sá síðari
verður tekinn fyrir síðar.
Viðurkennd umhverfismerki
eru sjaldgæf í íslenskum versl-
unum samanborið við ná-
grannalöndin. Þau fjögur
merki sem helst er hér að finna
á öðru en matvörum eru eftir-
talin:
Umhverfismerki
Hvíti svanurinn.
Þetta er norrænt
merki, sem fram-
leiðendur á Norð-
urlöndunum 5 (íslandi, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og Dan-
mörku) geta fengið leyfi til að
7
W/
nota ef varan uppfyllir tiltekin
skilyrði um umhverfisáhrif, svo
sem hvað varðar mengun við
framleiðslu, notkun og eyðingu.
Merkið nær til tæplega 50 vöru-
flokka, en þar af eru 13 fáanleg-
ir hérlendis, þ.á.m. ýmis hreinsi-
efni, pappír, rafhlöður, ljósrit-
unarvélar, skriffæri, byggingar-
vörur og sláttuvélar. Aðeins
einn íslenskur framleiðandi hef-
ur fengið leyfi til að nota svan-
inn á framleiðsluvöru sína.
Þetta er Frigg hf sem fékk leyfi
(leyfi nr. 500) til að merkja
þvottaefnið „Maraþon milt“
með svaninum þann 16. maí
1998. Vafalítið má telja Svan-
inn í hópi þriggja virtustu um-
hverfismerkja í heimi.
Bra Miljöval
(stundum nefnt
fálkinn) er sænskt
merki í eigu þar-
lendra náttúruverndarsamtaka.
Það byggir á sambærilegum for-
sendum og Hvíti svanurinn, og
má telja það jafnáreiðanlegt.
Merkið nær til amk. 12 flokka
vöru og þjónustu, en hérlendis
er það helst að finna á þvotta-
efnum fyrir þvottavélar og upp-
þvottavélar, sjampói ofl.
Evrópublómið er
merki sem ríki
Evrópusambands-
ins hafa komið sér
saman um að nota. Það er
byggt á svipaðri hugmynda-
fræði og svanurinn og fálkinn,
en hefur mun minni útbreiðslu.
Hérlendis er það líklega ein-
göngu að finna á einni tegund
málningar.
* * *
Blái engillinn er
þýskt umhverfis-
merki, sem hefur
verið í notkun allt
frá árinu 1979. Engillinn er
meðal virtustu umhverfismerkja
og tekur til allt að 90 vöruflokka.
Hérlendis er hann aðeins að
finna á pappfr og möppum.
Ekki umhverfismerki
Ymis önnur merki koma
kunnuglega fyrir sjónir neyt-
enda, og etv. telja sumir þau
vera tákn fyrir vistvæna vöru.
Þar er þó um misskilning að
ræða. Eftirfarandi merki eru
ekki umhverfismerki af því tagi
sem lýst hefur verið hér að
framan, heldur flytja þau skila-
boð af öðru tagi:
Þetta er endur-
vinnslumerki, sem
þýðir annað hvort
að hluti vörunnar
sé úr endurunnu efni, eða þá að
hægt sé að endurvinna umbúð-
irnar. Það gildir þó ekki endi-
lega á Islandi.
b%lineA& Þetta merki, „Der
Grune Punkt“ eða
'1 græni punkturinn,
er notað á tiltekn-
ar umbúðir í Þýskalandi. Merk-
ið segir ekkert um vöruna sjálfa
eða umhverfislega eiginleika
hennar, heldur er það einungis
staðfesting á því að umbúðirnar
gangi inn í söfnunarkerfi fyrir-
tækisins Duales System
Deutschland. Nánar tiltekið
þýðir merkið að framleiðandi
vörunnar sé þátttakandi í þessu
söfnunarkerfi og greiði framlag
til þess. Til þess er ætlast að
þýskir neytendur fleygi umbúð-
um með þessu merki í sérstök
söfnunarílát í stað þess að
fleygja þeim með öðru sorpi. Á
íslandi hefur þetta merki enga
þýðingu.
Þvottabjörninn
eða pandan er
merki alþjóðlegu
WWF
umhverfisverndarsamtakanna
World Wildlife Fund. Merki
samtakanna er að finna á ýms-
um innfluttum vörum, en það
táknar aðeins að framleiðandi
vörunnar hafi greitt fjárframlag
til samtakanna. Merkið gefur
því enga vísbendingu um ágæti
vörunnar sjálfrar.
A
Merki af þessu
■JÍ 02 \ taS* er ntt f'nna
C t 1 á flestum plast-
' vörum. Það ber
ekki að túlka sem svo að við-
komandi vara sé umhverfisvæn,
heldur er hér eingöngu um að
ræða yfirlýsingu um gerð plasts-
ins. Þannig þýðir þríhyrningur
með 02 innan í, að um sé að
ræða polyethylen-plast. Vissu-
lega hefur gerð plastsins mikið
að segja í umhverfislegu tilliti,
en til að merkið komi neytend-
um að gagni á þann hátt, þurfa
menn að þekkja hin mismun-
andi númer og helstu einkenni
plastsins sem númerið stendur
fyrir.
Framleiðendur vöru láta
gjarnan prenta yfirlýsingar á
umbúðir vörunnar um ágæti
hennar í umhverfislegu tilliti.
Þetta geta verið yfirlýsingar á
borð við „vistvænt", „skaðlaust
fyrir umhverfið", „lífrænt rækt-
að“ osfrv. Slíkum yfirlýsingum
geta neytendur ekki treyst
nema þær séu vottaðar með
viðurkenndum merkjum á borð
við svaninn, fálkann, blómið og
engilinn. Þó er rétt er að undir-
strika, að merkin tryggja ekki
að varan sé umhverfinu til
hagsbóta. Þau staðfesta aðeins
að þessi tiltekna vara hafi minni
neikvæð áhrif á umhverfið
heldur en flestar aðrar vörur í
sama flokki, miðað við þær for-
sendur sem gengið er út frá.
50 Vikan