Vikan


Vikan - 17.08.1999, Page 61

Vikan - 17.08.1999, Page 61
NÝR OG BETRI MAÐUR Christian Slater segist vera nýr og betri maður eftir að hann kynntist stóru ástinni, Ryan Haddon. Slater var á kafi í dópinu og þurfti að dúsa í fangelsi í upphafi síðasta árs eftir að hafa ráðist á lögregluþjón. Nú leikur lífið hins vegar við kappann og hann varð pabbi í fyrsta sinn í vor. (sumar bætti hann svo um betur og bað Haddon að gift- ast sér en fyrirhugað er að halda stórbrúðkaup á Valent- ínusardaginn á næsta ári. Það er líka nóg að gera hjá honum í leiklistinni og þessa dagana er hann að leika í myndinni The Contender meö Joan Allen. Madeleine Stowe hefur ekki verið áberandi á hvíta tjald- inu undanfarin ár en nú er hún aftur komin í sviösljósið eftir að hafa leikið á móti John Travolta í spennumyndinni The General's Daughter. Stowe býr ekki með hinum stjörnun- um í Hollywood. Hún kýs frekar að njóta lífsins á búgarði sem hún keypti, ásamt mann- inum sínum, í Fredericksburg ÍTexas. Þar búa þau hjónin með þriggja ára dóttur sinni. Þau eiga 95 nautgripi, sex hesta, tvo hunda, tvo ketti, villtan kalkún, þrjá svani og þrjár tjarnir fullar af fiskum. Stowe segir að sveitalífið hafi hjálpað henni til að sjá lífið í réttu Ijósi. „Ég er hrifin af vinnunni en lengi vel var ég með þá heimskulegu hugmynd í kollinum að ég þyrfti að eignast allt og alltaf vera á fullri ferð. En Texas hefur breytt þeim hugsunarhætti," segir Stowe. Angela Bassett heldur upp á 41 árs afmælið sitt hinn 16. ágúst. Það eru margir þeirrar skoðunar að Bassett sé hæfileikaríkasta svarta leikkonan í Hollywood og henni hefur oft verið líkt við Meryl Streep vegna þess hversu „al- varleg" hlutverkum hún sækist eftir. Bassett er líka ein mest menntaða leikkonan í bransanum. Hún var í sjö ár í einum virtasta háskóla heims, Yale-háskóla, en það dugði skammt þegar hún var að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni. Eftir að hafa leikið á sviði á Broadway reyndi hún fyrir sér í sjónvarpi og fyrsta hlutverkið var sem „vændiskonan í höf- uðstöðvunum" í míníseríu, sem kallaðist Doubletake, árið 1985. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og fyrir sex árum sló Bassett rækilega í gegn í hlutverki kjarnakonunnar Tinu Turner f myndinni What's Love Got to Do with It? Hún var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni og hlaut Golden Globe verölaunin fyrir leik sinn í henni. Nlú hefur hún nóg að gera og væntanleg er myndin 50 Violins þar sem hún leikur á móti Meryl Streep. James Camer- on verður 45 ára hinn 16. ágúst. NAR 16. ágúst: Timothy Hutton (1960), Laura Innes (1959), Madonna (1958), Angela Bassett (1958), James Cameron (1954), Kathie Lee Gifford (1953), Lesley Ann War- ren (1946), Julie Newmar (1935) 17. ágúst: Sean Penn (1960), Robert De Niro (1943) 18. ágúst: Edward Norton (1969), Christian Slater (1969), Madeleine Stowe (1958), Patrick Swayze (1952), Robert Redford (1937), Roman Polanski (1933) 19. ágúst: Matthew Perry (1969), Kyra Sedgwick (1965), Kevin Dillon (1965), Peter Gallagher (1956), Bill Clinton (1946) 20. ágúst: Joan Allen (1956), Peter Horton (1953) 21. ágúst: Alicia Witt (1975), Carrie-Anne Moss (1970), Kim Cattrall (1956), Kenny Rogers (1938), Wilt Chamberlain (1936) 22. ágúst: Marliece Andrada (1972), Tori Amos (1963)

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.