Vikan - 17.08.1999, Síða 62
Ekki missa af
... kryddjurtum í eldhúsglugganum . Tilraunastarfssemi
meö ræktun kryddplantna er mjög skemmtileg og kryddjurtir bragöast yfirleitt best
ferskar. Vissulega má rækta þær í garði eða á svölum en þær þrífast einnig vel í glugga-
kistunni. Þá er líka fljótlegt að grípa til þeirra þegar verið er að matbúa. Það verður fyrst
og fremst að gæta þess að kryddþlöntur fái mikla þirtu. Einnig er nauðsynlegt að jurtirn-
ar séu hafðar í gljúpri og hæfilega næringarríkri mold og það þarf að vökva jurtirnar
nokkuð oft. Kryddjurtir sem heppilegt er að rækta í eld-
húsglugganum eru t.d. smátómatar, marjoram,
rósmarín, steinselja, tímían og franskt estra-
gon. Bókin Krydd og Nytjaplöntur, í
þýðingu Fríðu Björnsdóttur í
þókaflokknum „Allt um
inniplöntur", er full af
fróðleik um
þessi efni.
... berjatínslu. Nú fer senn í hönd sá árstími að ber
verða fullþroskuð og ættu því allir sem vettlingi geta valdið að
drífa sig í berjamó. Slíkar ferðir eru mjög skemmti-
legar og geta verið hreinasta ævintýri fyrir börnin.
Klæðist þykkum peysum, takið með ykkur
nesti og rúmgóð ílát fyrir berin. Það þarf
ekki að fara langt til að finna nóg af
berjum; Þingvellir eru sígildur kostur
fyrir berjatínslufólk.
. Allure frá Chanel,
Þetta ilmvatn er hreint út sagt ómót-
stæðilegt. Næst þegar þú átt erindi í
snyrtivöruverslun óskaðu eftir að fá að
prófa það. Þú munt örugglega fá lof-
samleg viðbrögð frá fólkinu sem þú
umgengst þann daginn!
... Nivea solarvorn.
Sólargeislarnir á íslandi eru
Íi óvenju sterkir vegna þess
i loftið er hreinna og tær-
'a en í flestum löndum.
>ess vegna er sérstaklega
nikilvægtfyrir íslendinga
að vernda sig fyrir skað-
legum geislum sólarinn-
ar allan ársins hring.
... íslenskum gjafavörum handa vin-
um sem búa erlendis. Það er alltaf gaman að senda gjafir til
vina og ættingja sem búa erlendis til að minna á okkur og ís-
land. Ýmsar verslanir selja íslenska hönnun á leirmunum,
skartgripum og ullarvörum. Lopapeysurnar okkar eru ávallt vin-
sælar og það er með sanni hægt að segja að þær séu hlýleg
gjöf. Nú þegar skólarnir fara að hefjast er tilvalið að festa kaup á
stórri og góðri lopapeysu í haustlitunum eða jafnvel í bleikum og
gráum tónum sem eru í tísku um þessar mundir.