Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 19
var Jómsvíkingasaga og hald- ið af stað í leit að Jómsborg fóru í þá ferð yfir 30 manns. Þrátt fyrir fjöldann og góðan vilja tókst ekki að finna borg- ina. Vinsældir námskeiðanna urðu hins vegar til þess að Endurmenntunarstofnun Há- skólans og Tómstundaskólinn hófu samstarf um þau og síð- astliðinn vetur tóku um 400 manns þátt. Orkneyingasaga var lesin og um 150 manns fóru til Orkneyja í vor og sum- ar. Fara þurfti fjórar ferðir til að allir kæmust með sem vildu. Til gamans má nefna að til stendur í haust að halda námskeið um Vínland í tilefni þess að árið 2000 eru 1000 ár liðin frá því að Leifur heppni fann Ameríku og þegar hafa yfir 200 manns skráð sig á það námskeið. A þessi námskeið kemur alls konar fólk, ungir og gaml- ir, og fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Kennarar og eldra fólk eru að vísu í meiri- hluta en þarna hittist ólíkt fólk sem á sameiginlegt áhugamál og ýmsir sem hugs- anlega hefðu aldrei hist ella. Út úr þessum stóru hópum hafa svo sprottið aðrir minni og ég veit til að starfræktir eru þrír leshringir sem áttu upphaf sitt á námskeiði hjá Jóni. Sjálf- ur er ég með í einum slíkum en sem við köllum Sturlunga. Við tókum okkur saman og lásum Sturlungu sem tók okk- ur þrjú ár. Á þeim tíma fórum við nokkrar ferðir á slóðir Sturlunga og könnuðum sögu- sviðið. Meðal annars heim- sóttum við bæinn Apavatn en Apavatnsför er fræg í sögunni. (Við Apavatn mættust Sturla Sighvatsson og Gissur Þor- valdsson. Sturla náði Gissuri á sitt vald með svikum og neyddi hann til að sverja sér trúnaðareiða o.fl. Gissur hélt ekki þá eiða og náði að hefna I Sérstakt vegabréf útgetlð til Orkneyjafara. sin í Örlygsstaðabardaga.jVið byrj- uðum á að banka upp á á bænum og biðja leyfis að fá að ganga um landareignina, eins og við gerum reyndar alltaf. Húsfreyja kom út og við spurðum hana hvort hún vissi hvar flokkarnir hefðu hist en það kemur ekki fram í sög- unni. Jú, hún vissi það. I Stefnulág höfðu þeir mæst og hún sýndi okkur hvar hún er. Stefnulág er lítil dæld í lands- laginu þar sem að þannig hátt- ar til að ekkert sést tii flokks manna fyrr en að er komið. Húsfreyja sagði okkur einnig að í láginni hefði fundist spjótsoddur en í sögunni segir að ekki hafi komið til vopna- viðskipta en spjót hafi verið höggvin af skafti. Hún benti okkur síðan á önnur örnefni sem tengjast sögunni. Þessi ferð var mjög eftirminnileg eins og margar aðrar og ég hef oft undrast þekkingu heima- manna á landinu og sögu þess. Ferðir á slóðir Islendinga- sagnanna eru ávallt mjög vel undirbúnar. Fyrir Orkneyja- ferðina í vor var tekin saman 65 blaðsíðna leiðarvísir sem innihélt ferðaáætlunina, landakort og sögukort, dag- skipta leiðarlýsingu þar sem vísað er í atburði, sem gerst hafa á þeim slóðum sem farið er um, og þá er jafnt vísað í þá sögu sem á dagskrá er og at- burði annarra sagna sem gerst hafa á þessum stað. Síðan kemur Orkneyjajarla- og Noregskonungatal með stuttum æviágripum og aft- ast eru ættartölur og helstu atburðir mannkynssögunn- ar á víkingaöld í þessum heimshluta. Ábyrgur fyrir gerð þessara vönduðu leiðar- vísa er Magnús Jónsson sem hlotið hefur viður- nefnið ferðabætir og er það engu síður verðskuldað en viðurnefni nafna hans Há- konarsonar sem kallaður var lagabætir eftir að hann endur- skoðaði og setti ný lög fyrir Noreg á 13. öld. Einnig voru gefin út sérstök vegabréf fyrir Orkneyjavíkinga. Tryggvi og aðrir Sturl- ungar hafa tekið þessi vinnubrögð sér til fyr- irmyndar og ferðir þeirra skilja ekki síður eftir mikinn fróðleik hjá þeim sem í þær fara. Á íslendinga- sagnanámskeiðum lærir fólk því ekki ein- göngu að þekkja sög- una og forna arfleifð okkar Islendinga heldur ekki síður að njóta þess til fulls að ferðast. Tryggvi hefur sjálf- ur kennt á námskeið- um hjá Endurmennt- unarstofnun og einnig hefur hann sótt önnur námskeið þar sem kenndur er sögulegur fróðleikur, meðal ann- ars hefur hann sótt kristnitökunámskeið. Hann segist gjarnan vilja sækja fleiri námskeið en það bíði þess að um hægist í vinnunni. „Nám er alveg kjörin leið til að nýta tímann fyrir þá sem farnir eru að taka það rólegar í starfi. Eg nýt þess mest að kynnast tengslum sögu og lands. Það hefur einnig verið einstaklega ánægjulegt að kynnast öllu þessu fólki á bæj- unum í kringum landið. Ég undrast oft hversu vel það þekkir staðhætti og atburði sem þar gerðust. Tengsl okkar íslendinga við fortíðina eru ótrúlega mikil.“ Draumur flestra er að skila reynslu sinni og verðmæta- mati áfram til komandi kyn- slóða og söguáhugamanninum virðist hafa tekist það mæta- vel. I Orkneyjaferðinni í vor færði hann sjö ára barnabarni sínu bók um víkingana og gladdist óneitanlega þegar hann fékk frá því afmæliskort skreytt myndum af vopnum og öðrum munum frá víkinga- öld. Inn í kortið var ritað með rúnaletri: „Kæri afi. Til ham- ingju með afmælið þitt, þinn Nikulás." Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.