Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 6
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Haukur Agústsson, kennari við Verkmenntaskói Vcrkmeinitá?kólinii-á Akiir- eyri er í (irnm vexti og er fjarnái)iió«á náimkostur vift skólnnn sem vcx hraftast. ' Því er ekki að neita að hlutur Hauks í vinsældum fjarkennslu við Verkmenntaskólann er ómetanlegur. Hugmyndin að kennslunni er komin frá honum í samvinnu við fldam Óskarsson, tölvufræðing skól- ans, á vetrarmánuðum 1993 en með henni sáu þeir möguleika á námi í gegnum tölvur svipað því sem tíðkast í bréfaskólum. í dag stunda um 290 nemendur á öllum aldri fjarnám við skólann og heimkynni nemenda spanna yfir 17 tímabelti. Haukur Ágústsson er kennari með mikla reynslu en frá árinu 1959 hefur hann nær óslitið verið í kennarahlutverkinu. Haukur lauk prófi frá guð- fræðideild Háskóla íslands árið 1969 og samhliða kenn- arastarfinu sinnti hann um tíma prestskap á Vopnafirði. Þá hefur hann einnig gegnt starfi skólastjóra á Eiðum sem og á Laugum í Reykja- dal en frá árinu 1985 hefur hann búið á Akureyri. Þar byrjaði Haukur að kenna við gagnfræðaskólann en hann hefur verið kennari við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri síðan 1989. Byggt upp á grundvelli framhaldsskólakerfis- ins Haukur hefur vakið at- hygli á undanförnum árurn fyrir að vera í forsvari fyrir fjarkennslu við Verk- menntaskólann sem umsjón- armaður hennar. Hann kynntist fyrst tölvum þegar hann var skólastjóri á Laug- um 1981 en þá voru tölvurn- ar rétt að byrja sitt skeið innan kennslustofnanna. „Áhuginn fyrir því að kenna í gegnum tölvur kviknaði í huga mér seint á árinu 1993. Þá var umhverfið í tölvun- urn allt annað en núna er og vefurinn var ekki til. Á þess- um tíma var ein nettengd tölva til í VMA en mér fannst þetta samt sem áður eiga að vera hægt. Eftir að við Adam Oskarsson tækni- maður höfðum rætt við skólameistara okkar, Bernharð Haraldsson, og fengið samþykki hans til að prófa þetta létum við til skarar skríða á vorönn 1994. Þetta gekk það vel að okkur þótti tilefni til að halda áfram og á haustönn var kennurum og fögum því fjölgað. Til að byrja með voru einungis kenndir tveir áfangar í ensku og þá kenndi ég sjálfur. Síðan hef- ur þetta einfaldlega vaxið.“ Hugmyndinni að fjar- kennslunni var strax vel tek- ið og unnu Haukur og Adam að henni kauplaust. „Við vorum einfaldlega að kanna hvort hægt væri að kenna í gegnum tölvur með svipuðum hætti og gert er í bréfaskólum. Það virtist ganga og því fannst skóla- meistara okkar rétt að leita leiða til að greiða okkur eitthvað fyrir þetta og í framhaldi af því var farið í menntamálaráðuneytið og beðið um fyrirgreiðslu sem fékkst." Fjarnámið er algerlega byggt upp á grundvelli fram- haldsskólakerfisins. Það var ákveðið strax í upphafi að sögn Hauks að önnin skyldi halda sér og á sama hátt var gert ráð fyrir því að allar kröfur væru þær sömu varð- andi próf, yfirferð og náms- efni og að nemendur væru með sömu bækur og í dag- skólanum svo unnt væri að stýra þessu eins og dag- skólakerfinu. Það var í fyrsta lagi gert til þess að nýta það sem til var í hönd- um nemenda. í öðru lagi til að kennarar gætu tekið kennsluefnið án þess að þurfa verulegan undirbún- ing og í þriðja lagi til að námsefnið væri það sama og í dagskólanum. Reynslan hefur verið sú að prófum úr fjarkennslunni hefur ekki verið hafnað í öðrum skól- um og einnig hafa skólar á framhaldsskólastigi nýtt sér fjarkennsluna til að bjóða upp á áfanga sem ekki er hægt að bjóða hjá þeim t.d. vegna fámennis. Hægt er að taka urn 120 til 130 áfanga í fjarnámi við Verkmenntaskólann og námsgreinarnar eru um 60 til 70. Nemendur geta tekið stúdentspróf að fullu í fjar- kennslunni innan þess sem boðið er og hafa nokkrir þegar gert það. Auk þess er hægt að taka millipróf eins og almennt verslunarpróf og ýmsar bóklegar greinar, sem lúta að starfs- menntun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.