Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 25

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 25
Hvað get ég gert til að hjálpa barninu mínu í námi? • Hlustaðu á það og hjálpaðu því að takast á við vandamál sem uþp koma. • Lestu fyrir það og með því þegar það byrjar sjálft að lesa. • Farðu með það á bókasafnið og leyfðu því að velja sér bækur. • Takmarkaðu aðgang þess að sjónvarpi og tölvuleikjum. • Leyfðu barninu að fylgjast með fréttum. • Farðu með barninu í skoðunarferðir, fræddu það um plöntur, dýr og náttúruna almennt. • Sjáðu til þess að það geti sinnt heimanáminu í friði og ró og vertu til taks þurfi það á þér að halda. • Farðu yfir heimavinnuna, það veitir barninu öryggi. • Vertu í reglulegu sambandi við umsjónarkennarann því góð samvinna skilar alltaf árangri. Vinaleikurinn vinsæll I flestum grunnskólum Reykjavíkur er jafnframt boðið upp á námskeið fyrir foreldra sex ára barna. Námskeiðið er afrakstur samstarfs foreldrafélags og stjórnenda Ölduselsskóla í Reykjavík. Þau nutu mikilla vinsælda meðal foreldranna og nú bjóða allir grunnskól- ar Reykjavíkur upp á slík námskeið þó dagskrá þeirra sé breytileg. Meðal þess sem fram fer á námskeiðunum er kynning á skólanum, bæði innra starfi og eins húsa- kynnum, starfsfólkið sem vinnur með börnunum hittir foreldrana og haldnir eru fyrirlestrar tengdir líðan og hegðun sex ára barna. Með þeim hafa foreldrarnir náð að tengjast skólanum og starfsfólkinu mun betur. Margir foreldrar fylgjast vel með námi barna sinna og geta veitt þeim ómældan stuðning. I vor kom út ný Aðalnámskrá grunnskóla og er hún seld í bókabúð Máls og Menningar. í henni má sjá þann grunn sem kennari barnsins vinnur út frá við kennsluna. Það er líka gott fyrir áhugasama foreldra að komast í nánari tengsl við skólann með því að starfa í foreldrafélögum. í flestum skólum eru kosnir tveir for- eldrar í hverjum bekk sem mynda bekkjarráð og vinna í samstarfi við foreldrafélag viðkomandi skóla. Með slíkri þátttöku kynnast for- eldrarnir bæði skólastarfinu innanfrá og foreldrum hinna Vikan 25 barnanna betur. Svokallaður vinaleikur er vinsæll meðal sex ára barna og foreldra þeirra. Leikurinn gengur út á að setja 4-6 börn í hóp og þau skiptast á að bjóða hvert öðru heim til sín reglulega. Þannig kynnast Heimili & skóli Á íslandi eru starfrækt frjáls félagasamtök foreldra sem heita Heimili & skóli. Markmið þeirra er að veita foreldrum stuðning og llðveislu og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri við yfirvöld. Hægt er að fá ítarlegar upplýs- ingar um starfsemina á netinu. Slóðin er: heimskol@heimskol.is Samtökin eru til húsa að Laugavegi 7, Reykjavík og síminn hjá þeim er 562-7475. börnin fjölskyldum hinna betur en ella og foreldrarnir ná betri tengslum. Vandamálin Vandamál eru ekki umflúin og því er nauðsynlegt að vera viðbú- in að takast á við þau. í flestum tilfellum er best að byrja á að ræða við umsjónarkennara barnsins. Ef þú hefur reynt það og ekkert gengið er næsta skref- ið að ræða við skólastjórann. Gott er að hafa nokkur atriði í huga þegar þú þarft að fara á fund skólastjóra. • Vertu jákvæð í garð skólans og reyndu að hrósa því sem vel hefur verið gert í málinu. • Komdu þínu sjónarhorni á framfæri. Skólastjórinn getur ekki lesið hug þinn og því mikilvægt að útskýra ná- kvæmlega í hverju vandinn liggur og hvernig þú vilt að sé tekist á við hann hafir þú hugmyndir um það. • Reyndu að enda samtalið á jákvæðu nótunum. • Endaðu fundinn á að ákveða næsta skref í samskiptunum. Annað hvort að ákveða annan fund eða símtal og hvenær það eigi að gerast. Þegar þú ferð heim þá veistu að eitt- hvert ferli er komið í gang og þér líður miklu betur. • Ef ekkert breytist og vanda- málið er enn til staðar eru aðrar leiðir mögulegar. Á veg- um fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er starfandi kennsluráðgjafi fyrir hvert skólahverfi sem getur veitt ýmsar upplýsingar varðandi námsefni og kennsluhætti. Einnig er starfandi umboðs- maður foreldra og skóla, Ás- laug Brynjólfsdóttir sem getur veitt foreldrum ráðgjöf og upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.