Vikan


Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 24.08.1999, Blaðsíða 21
Texi: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Baldur Bragason Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir textíl- hönnuður hefur unnið við listsköpun sína um árabil. Hún hefur jafnframt kennt stórum hóp barna og fullorðinna og sýnt verk sín um Kennir börnum markvissa myndlist allan heim. Síðast- liðinn vetur lét hún gamlan draum ræt- ast þegar hún opn- aði myndlistaskóla fyrir börn í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Aðalheiður er fæddur Hafnfirðingur og vinnur að list sinni í heimabæ sínum, nánar tiltekið við Strand- götu 50. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1977. Þremur árum síðar útskrifaðist hún frá listiðnaðarháskól- anum Konstfack í Stokkhólmi. Aðalheiður hefur komið víða við í kennslu frá því námi lauk. Hún kenndi við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í nokkur ár. Nemendur Myndlista- ■ skólans í Reykja- vík hafa jafn- framt notið leið- f sagnar Aðalheið- ar auk þess sem hún hefur kennt fjölda nemenda á grunnskólastigi. Það er óhætt % að segja að listakonan sé afkasta- mikil því samhliða kennslunni hefur hún haldið sýn- ingar víða um heim. Hún rak Gallerí Langbrók ásamt fleiri listamönnum í nokk- ur ár. Núna einbeitir Aðalheiður sér að því að miðla listþekkingu sinni til barna. „Síðastliðið haust opnaði ég lítinn mynd- listaskóla fyrir ung börn. Hugmyndin var búin að gerjast í mér lengi og svo sló ég til. Þar kenni ég mark- vissa myndlist. Ég kenni börnunum lita- fræði og alla þá grunnþætti sem snúa að myndlist. Ég hef kennt fólki á öllum aldri í gegnum árin en smám saman hefur yngsti hópurinn orðið að mínu áhugasviði. Ég kenni líka í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði og þar kenni ég einungis 6-8 ára börnum. I Litla myndlistaskólanum undir Hamrinum er ég með litla hópa, mest átta börn í hóp. I lok hvers námskeiðs höldum við sýningu á verkum þeirra og þær sýningar hafa verið vel sóttar af foreldrum og ættingjum." Athafnakonan Aðalheiður lét ekki þar við sitja heldur stofnaði líka ásamt fleiri listamönnum Gallerí sem ber nafnið: Meistari Jakob. „Þetta er hópur ellefu listamanna sem opnaði Listhús 39 í Hafnarfirði árið 1994. Það var gallerí og sýningasal- ur. Hópurinn hélt vel saman en ein- hverjir duttu út og aðrir bættust við. í nóvember síðastliðnum opn- uðum við á Skólavörðustíg 5. Listamannahópurinn er fjöl- breyttur og innan hans hæfileika ríkt fólk. Þar má meðal annars finna grafík-, textfl- og keramik- listamenn ásamt myndhöggvur- um.“ Listunnendur ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi í Galleríinu Meistari Jakob sem er staðsett við aðallistagötu Reykjavíkur um þessar mund- ir, sjálfan Skólavörðustíginn. í heimsókn á vinnu- stofu má sjá grafík- myndir Aðalheiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.