Vikan


Vikan - 24.08.1999, Síða 21

Vikan - 24.08.1999, Síða 21
Texi: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Baldur Bragason Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir textíl- hönnuður hefur unnið við listsköpun sína um árabil. Hún hefur jafnframt kennt stórum hóp barna og fullorðinna og sýnt verk sín um Kennir börnum markvissa myndlist allan heim. Síðast- liðinn vetur lét hún gamlan draum ræt- ast þegar hún opn- aði myndlistaskóla fyrir börn í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Aðalheiður er fæddur Hafnfirðingur og vinnur að list sinni í heimabæ sínum, nánar tiltekið við Strand- götu 50. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1977. Þremur árum síðar útskrifaðist hún frá listiðnaðarháskól- anum Konstfack í Stokkhólmi. Aðalheiður hefur komið víða við í kennslu frá því námi lauk. Hún kenndi við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í nokkur ár. Nemendur Myndlista- ■ skólans í Reykja- vík hafa jafn- framt notið leið- f sagnar Aðalheið- ar auk þess sem hún hefur kennt fjölda nemenda á grunnskólastigi. Það er óhætt % að segja að listakonan sé afkasta- mikil því samhliða kennslunni hefur hún haldið sýn- ingar víða um heim. Hún rak Gallerí Langbrók ásamt fleiri listamönnum í nokk- ur ár. Núna einbeitir Aðalheiður sér að því að miðla listþekkingu sinni til barna. „Síðastliðið haust opnaði ég lítinn mynd- listaskóla fyrir ung börn. Hugmyndin var búin að gerjast í mér lengi og svo sló ég til. Þar kenni ég mark- vissa myndlist. Ég kenni börnunum lita- fræði og alla þá grunnþætti sem snúa að myndlist. Ég hef kennt fólki á öllum aldri í gegnum árin en smám saman hefur yngsti hópurinn orðið að mínu áhugasviði. Ég kenni líka í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði og þar kenni ég einungis 6-8 ára börnum. I Litla myndlistaskólanum undir Hamrinum er ég með litla hópa, mest átta börn í hóp. I lok hvers námskeiðs höldum við sýningu á verkum þeirra og þær sýningar hafa verið vel sóttar af foreldrum og ættingjum." Athafnakonan Aðalheiður lét ekki þar við sitja heldur stofnaði líka ásamt fleiri listamönnum Gallerí sem ber nafnið: Meistari Jakob. „Þetta er hópur ellefu listamanna sem opnaði Listhús 39 í Hafnarfirði árið 1994. Það var gallerí og sýningasal- ur. Hópurinn hélt vel saman en ein- hverjir duttu út og aðrir bættust við. í nóvember síðastliðnum opn- uðum við á Skólavörðustíg 5. Listamannahópurinn er fjöl- breyttur og innan hans hæfileika ríkt fólk. Þar má meðal annars finna grafík-, textfl- og keramik- listamenn ásamt myndhöggvur- um.“ Listunnendur ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi í Galleríinu Meistari Jakob sem er staðsett við aðallistagötu Reykjavíkur um þessar mund- ir, sjálfan Skólavörðustíginn. í heimsókn á vinnu- stofu má sjá grafík- myndir Aðalheiðar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.