Vikan - 31.08.1999, Side 4
mSíles
Iin ágcet, amerísk vin-
kona mín er að lœra
íslensku. Hún kemur
til Islands að minnsta
kosti einu sinni á ári
og stundum oftar. Námið gengur
bara vel og hún er orðin fœr um að
bjarga sér ein og jafnvel fylgjast með
samrœðum, ef þœr fara fram á rólegu
nótunum. Hún getur lesið íslensk
blöð sér til gagns; hún skilur um hvað
er verið að fjalla þótt hana vanti auð-
vitað fjölmörg orð til að geta skilið greinarnar til fulls.
Pegar við vorum að standa upp frá teinu okkar fyrir stuttu
spurði hún upp úr eins manns hljóði: „ Hvað þýðir orðið jœja?“
„ Ætli megi ekki bara þýða það með well“ svaraði ég. Við það
upphófust miklar umrœður um þetta merkilega orð jœja sem
þýðir eiginlega allt og ekkert í íslensku og við komumst að því,
að þetta ágœta orð er mun þýðingarmeira en hið fátœklega well.
I orðabók stendur: Jœja uh, þ.e. upphrópun táknar uppörvun,
samþykki, undrun, óánœgju o.s.frv. eftir sambandinu.
Pessi vinkona mín sagðist viss um að þegar hún kynna að nota
jœja rétt þá vœri hún orðin ekta íslendingur. Kannski er þarna
komið sameiningartákn þjóðarinnar!
Ég er samt alls ekki viss um að svo sé. Ég er meira að segja ansi
hrœdd um að notkunin á þessu orði sé dálítið mismunandi eftir
hópum.
Ég hafði reyndar aldrei fyrr velt þvífyrir mér hversu oft ég nota
jœja og hversu margbreytilega. Pað er til dœmis einhver undar-
legur siður í minni fjölskyldu að undirbúa brottför sína úr boð-
um með því að segja jœja svona tvisvar til þrisvar sinnum. Pað er
meira að segja haft á orði að það sé komið „þriðja jœja“ efilla
gengur að fá einhvern upp úr sófanum. Petta er í rauninni orðin
ströng viðvörun,- eins konar síðasta útkall.
I mínum vinahópi er ótvírœtt merki um að einhverjum leiðist
umrœðuefnið þegar hann er þegjandalegur og laumar svo út úr
sér löngu óg drœmu jœœœœja með hálfgerðri stunu. Þetta jœja
þýðir: Er ekki hœgt að fara að skipta um umrœðuefni? Og svo er
það auðvitað þetta ágenga og snögga jœja sem er skellt framan í
þann sem er að koma inn úr dyrunum og vœnta má frétta frá.
Þetta jœja þýðir eiginlega: Og hvað sagði hann svo? Eða; Hvern-
ig gekk íprófinu?
Svo er líka til ísmeygilegt jœja sem þýðir: Nei, nú ertu að Ijúga!
Það jceja er sagt með semingi og þvífylgir sérstakt augnatillit.
Reyndar eru til miklu fleiri útgáfur í mínu orðasafni og hver
þeirra hefur sína sérstöku merkingu. T.d. má nefna eitt jœja sem
þýðir að einhvers konar bið sé lokið,-það sé komið að kafla-
skiptum. Þetta jceja er sagt hressilega og með stolti:
Jæja, nú er Vikan komin út
Hún erfull afgóðu efni að venju. Meðal efnis er frásögn aftveim
afbrotamálum sem hlutu undarleg málalok vegna þess að þau
voru framin á heimili geranda. í blaðinu eru viðtöl við Valgerði,
djákna á Akureyri og Líney, föndurkonu í Reykjavík. Þá má
einnigfinna ráðleggingar fyrirfólk sem er að leita sér að vinnu,
tvœr ólíkar lífsreynslusögur, mataruppskriftir og ýmislegt fróð-
legt um heilsuna s.s. um hjartasjúkdóma meðal kvenna, óhollar
heilsuvörur og sólarskemmdir á húð. Og þar með er efni Vik-
unnar að þessu sinni ekki upptalið, þvíþar er einnig að finna
greinar um tísku, sumarást og fallega húsmuni og margt, margt
fleira.
Og því segi ég enn og aftur:
Njóttu Vikunnar!
Jóhanna Harðardóttir
Guðmundur
Ragnar
Steingrímsson
Grafískur
hönnuður
issaii
Steingerður Hrund Margrét V. Kristín Anna B.
Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds- Þorsteins-
dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir
blaðamaður auglýsinga- auglýsinga
stjóri stjóri
Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði
Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal-
ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515
Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515
5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Simi: 515
5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður
Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V.
Helgadóttir Augiýsingastjórar Kristín Guðmunds-
dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is
Grafiskur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein-
grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef
greitt er með greiðslukorti Kr, 344,-. Pr eintak . Ef
greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak.
Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið i
Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi
efni og myndir
Áskriftarsími: