Vikan


Vikan - 31.08.1999, Page 8

Vikan - 31.08.1999, Page 8
sem hún hafi m.a. unnið að því að byggja upp heim- sóknarþjónustu. Sjúklingurinn gefur mér styrk Þörfin fyrir þjónustu Val- gerðar og hennar starfi hef- ur sannað sig á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún fær hrós og þakkir og er ánægð. „Það er gott að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera og það er nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég er ein í starfi. Ef það er eitthvað sem hefur haldið í mér kraftinum og séð til þess að ég er ekki að gefast upp þá er það hrósið en því miður eru íslendingar sparir á það.“ Nú er Valgerður er að búa sig undir þriggja mánaða framhaldsnám í Ósló í haust í sálgæslu. Það mun veita henni meiri þekkingu, hvíld frá starfi og tíma til að byggja sig aðeins upp. Það skiptir miklu máli þegar um jafnkröfuhart starf er að ræða og það sem Valgerður sinnir. En hvert leitar Valgerður þegar hún hefur gefið svona mikið af sér og þarfnast stuðnings? „Ég leita í bæn, í íhugun og hvíld með fjölskyldunni. Fyrsta árið naut ég hand- leiðslu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, í dag leita ég til fólks sem ég hitti í hverri viku og gefur mér styrk, að- stoðar mig í mörgum málum og hvetur mig til að halda áfram. Mikilvægasti stuðn- ingurinn er þó e.t.v. sjúkling- urinn sjálfur sem gefur mér styrkinn. Að sjá hvað sá get- ur sem er í neyð. Það er sennilega það sem hjálpar mest.“ ég hafði fundið á fyrir barna- og öldrunardeildinni. í þriðja lagi var í minni starfslýsingu að halda utan um helgihaldið á sjúkrahús- inu og ég er með helgisam- veru, fyrirbænir og kveðju- stundir við andlát. Ég legg mikið upp úr bæninni því á þeim stað þar sem lífið byrj- ar og endar eru miklu fleiri en við ímyndum okkur að biðja og þiggja fyrirbæn. Þegar erfiðleikar steðja að þá felum við erfiðleikana í bæn. „ Valgerði var einnig falið að stofna áfallahjálparhóp og stuðningsteymi starfs- manna. Afallahópurinn teygir sig út fyrir stofnunina en með Valgerði í hópum eru geðlæknir og hjúkrunar- fræðingar frá slysadeildinni og hópurinn leitast við að veita aðstandendum hjálp. í stuðningsteyminu starfa með henni geðlæknar og fé- lagsráðgjafar og til þeirra berast ýmis mál frá starfs- fólki sjúkrahússins. Einnig er boðið upp á handleiðslu fyrir starfsmenn á deildum þar sem markmiðið er að starfsfólkinu líði vel í vinnu og hafi til einhvers að leita líði því ekki vel. Umboðsmaður sem Guð notar Það sem vekur athygli er að Valgerður var ekkert sér- lega trúuð áður en hún fór í trú og bæn hafi fengið mig til að setjast í sóknarnefnd Akureyrarkirkju og starfa fyrir kirkjuna. Frá þeim tíma hefur trúin aukist hjá mér ásamt vissu um mátt bænarinnar. Ég finn hvað bænin skilar miklu til mín og annarra. Það kemur líka fyr- ir að ég sit við tölvuna og finnst ég eiga að fara upp á deild, ég veit ekki af hverju, þá er eitthvað að gerast þar og mín er þörf. Ég er leidd áfram og það er það sem ég á við þegar ég tala um að fela mig í bæn í upphafi hvers vinnudags. Mér finnst ég vera umboðsmaður sem Guð notar hér. Það er líka það sem ég á að vera. Það má einnig koma fram að ég er kristinn þjónn en hann nær til allra, sama í hvaða trúfélagi þeir eru. Þess vegna var starfið sett inn í skipurit sjúkrahússins sem trúarleg þjónusta en ekki kristin þjónusta. Ég fer til allra.“ Valgerður tengist beint inn í starfið í Akureyrar- kirkju og henni þykir það mikilvægt, bæði fyrir hana sjálfa, til að geta leitað þangað, og ekki síður fyrir samfélagið. Hún hefur verið tekin inn í prestasamfélagið, er með á samráðsfundum og skilar sinni skýrslu á héraðs- „Prestarnir i bænum hafa sinnt sjúkra- húsinu vel og ég hef mjög gott samstarf við þá þar sem ég er þjónn kirkjunnar. djáknanámið. „Ég hafði ekki þá þekkingu að geta lesið Biblíuna en ég hafði mína trú og fann hvað hún gaf mér þegar á reyndi. Ég hugsa að þeir erfiðleikar sem ég hef mætt í lífinu og fengið hjálp við með barna- fund prófastsdæmisins sem vígður þjónn kirkjunnar. Hún talar um að það rugli fólk að hún sé starfsmaður sjúkrahússins en ekki kirkj- unnar, á sjúkrahúsinu sé hún á launum en hún fari í kirkj- una sem þjónn hennar þar 8 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.