Vikan


Vikan - 31.08.1999, Page 22

Vikan - 31.08.1999, Page 22
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Hann er glæsilegur matseðillinn á Pizza 67 á Egilsstöðum en þar eru Vikur frá 1967 notaðar til að prýða hann í bak og fyrir. Þór Ragnarsson er eigandi veit- ingastaðarins. Hann segir hug- myndina að Vikumatseðlinum hafa kviknað fyrir ári síðan þegar Pizza 67 flutti til Egilsstaða frá Fellabæ en þá hafi hann langað til að útbúa nýja matseðla sem minntu á ein- hvern hátt á árið 1967. Sú hugmynd hafi ekki verið lengi að fæðast því frændi eiginkonu hans, sem er mik- ill grúskari, hafi komið með þá snilldarhugmynd að nota gamlar Vikur sem matseðla. Það var gert og eru blöðin látin halda sér en matseðlin- um stungið inn í fyrstu opnu þeirra. Áhugaverðasti matseð- ill landsins Þór segir gaman að fylgj- ast með viðskiptavinunum fá matseðlana og þeir skoði þá gaumgæfilega. Gjarnan vilji þeir ekki láta þá frá sér og ýmislegt efni, sérstaklega framhaldssögur, fangi huga margra meðan þeir bíði eftir matnum. Það hafi m.a. gerst að viðskiptavinur hafi kom- ið til sín og spurt hvort hann ætti næsta tölublað á eftir sem hann var að lesa þar sem sagan sé svo spennandi. Þór tekur það einnig fram að á staðinn hafi komið fólk sem hafi séð mynd af sér í Vikunni frá 1967. Matseðlarnir slitna eðli- lega vegna mikillar notkun- ar og eitthvað er um það að fólk rífi út úr blöðunum. Þór á þó 60 til 70 blöð í allt þannig að matseðlarnir ættu að endast í einhvern tíma. Hann nefnir að sum blöð veki meiri athygli en önnur og eins sé mikið um það að foreldrar séu að sýna og segja börnum sínum frá ýmsu efni í blöðunum sem þeir hafi skoðað á sínum tíma. Hugmyndin að Vikumat- seðlinum hefur vakið athygli og munu eigendur nokkurra Pizza 67 veitingastaða hafa komið til Þórs og viljað fá að nota hugmyndina. Hver veit nema lesendur Vikunn- ar komist í feitt víðar en á Egilsstöðum innan skamms tíma þegar þeir setjast niður og fá sér pizzu? Sum tölublöð Vikunnar frá 1967 eru vinsælli en önnur, að sögn Þórs, og þessi eru þeirra á nieðal. Það er margt í gömlu Vikunum sem ennþá vekur athygli fólks. Framhaldssagan fangar t.d. marg- an viðskiptavininn meðan hann bíður eftir matnum. 22 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.