Vikan


Vikan - 31.08.1999, Page 55

Vikan - 31.08.1999, Page 55
að fíflast og grínast frekar en að berja frá mér. Ég var alltaf fremstur í flokki þegar átti að setja upp leikrit, keppa í spurningaleikjum, segja brandara og vera skemmtilegur. Oft fékk ég að heyra að ég væri efni í skemmtikraft og að ég ætti að fara í leiklistarskóla. Svona gekk líf mitt öll unglingsárin. Ég var stoð og stytta mömmu, verslaði, eld- aði handa okkur, hjálpaði bróður mínum að læra, skemmti kennurum og skólafélögum .. og laug. Ég var fremur bráðþroska líkamlega, en inni í þessum stælta skrokk var drengur sem var mjög lítill í sér. Ég hló og spaugaði við alla, en innra með mér ólgaði sorgin sem mér fannst stundum vera að springa inni í mér. Þegar neyðin er stærst... Það var ekki fyrr en ég var orðinn sautján ára að mér barst hjálp á mjög undarleg- an hátt. Þá kom bróðir minn, sem mér fannst eigin- lega að væri fósturbarnið mitt, fullur heim. Lögreglan mætti með hann heim á dyrapallinn, illa til reika og hálfmeðvitundarlausan. Það var ég sem tók á móti hon- um því mamma var að vinna, en á þessum tíma af- greiddi hún í sjoppu í ná- grenninu þrátt fyrir drykkj- una. Ég ætlaði að brjálast úr reiði. Bróðir minn var ekki í neinu ástandi til að svara fyrir sig svo ég henti honum bókstaflega í rúmið og lét hann liggja þar. Um morg- uninn þegar ég ætlaði að vekja hann og senda hann í skólann var hann enn blind- fullur og búinn að pissa und- ir. Ég fékk mikið áfall. Þessi atburður gerði mig bæði skelfdan og reiðan og mér fannst heimurinn vera að hrynja yfir mig. Ég gat ekki hugsað mér að bróðir minn yrði sama fyllibyttan og mamma og ég var á barmi örvæntingar. Ég vissi að bróðir minn hafði smakkað vín áður, en það var nokkuð sem ég gerði aldrei. Ég hafði alltaf vonað og trúað að það yrði honum ekki til trafala í lífinu, en nú sá ég fram á annað. Þetta atvik var að vísu einstakt, en bróðir minn hélt áfram að drekka og hann hætti að koma heim á næturnar til að þurfa ekki að mæta mér. Ég vissi að hann réð heldur ekki við áfengisneyslu sína og ég vissi líka að nú gæti ég ekki leikið þykjustuleikinn minn lengur. Það var ekkert til að lifa fyrir, allt í einu var líf mitt í rúst, fjölskylda mín var farin í hundana. En einmitt þegar hugarvíl mitt var sem mest komst ég í samband við mann sem sjálfur var óvirkur alkó- hólisti. Það var hann sem benti mér á að leita mér hjálpar og hætta að lifa fyrir mömmu og bróður minn því það yrði hvorki þeim eða mér til góðs. Ég sem undan- farin ár hafði verið hrókur alls fagnaðar alls staðar og hvergi banginn var nú eins og sprungin blaðra; máttlaus og einskis nýtur. Ég fór þó að leita aðstoðar hjá öðrum aðstandendum alkóhólista og lærði fljótlega að það var ekki í mínum verkahring að passa annað fullorðið fólk. Ég sagði þeim báðum frá því að ég væri hættur þessu, héðan í frá yrðu þau að bera ábyrgð á sér sjálf, ég ætti nóg með sjálfan mig því mér liði líka illa. f fyrstu hafði þetta engin áhrif á þau, en það hafði mikil áhrif á mig. Ég sveifl- aðist milli sektarkenndar og einhvers konar sæluvímu yfir mínu nýfengna frelsi. hún ekki þurr nema nokkra mánuði, en núna hefur hún ekki drukkið í meira en ár. Er á meðan er. Tilfinningar mínar sveiflast mikið ennþá og stundum er ég reiður og sár yfir því að enginn skyldi Stundum fannst mér ég vera illmenni að hugga ekki mömmu, ljúga í símann fyrir hana og hugsa ekki einn um heimilið. Mér fannst ég líka vondur bróðir að reyna ekki að draga hann út úr sollin- um og vaka yfir honum. En svo komu þeir tímar sem ég hugsaði með mér; nú er ég loksins ég sjálfur, ég er ekki að leika mömmu fyrir allan heiminn. Sem betur fer varð þessi hugsun ofan á og nú er ég farinn að lifa mínu eigin lífi. Bróðir minn er langt kom- inn með að drekkja sér í brennivíni en mamma er búin að fara tvisvar í með- ferð. í fyrra skiptið var Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. bjarga mér frá þessari æsku. Hvers vegna gerði enginn neitt? Kannski var það af því að mamma vann alltaf og aldrei kvörtuðum við bræðurnir. Ég var alltof góð móðir. Ég er samt að mestu leyti sáttur við líf mitt eins og það er núna. Ég lifi þetta af. Ég vil bara ekki að önnur börn upplifi það sem ég mátti þola. Ég vona að foreldrar sem eru alkóhólistar lesi þetta og geri eitthvað í sín- um málum. Ég vona líka að ef einhver verður vitni að svona sálarmorði á barni láti hann það ekki viðgangast. Það er ekki víst að allir geti staðist það eins og ég gerði. Hcimilisfungiö er: Vikan „Lífsreynslusaga**, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.