Vikan


Vikan - 31.08.1999, Page 56

Vikan - 31.08.1999, Page 56
Hverju svarar læknirinn ? Kæri Þorsteinn Ég á viö „vandamál“ að stríða og ég vona að þú getir hjálpað mér. Þannig er að ég svitna rosalega mikið. Ég fer í sturtu á hverjum degi, raka mig undir höndunum á hverjum degi svo ég svitni nú ekki. Ég er feit, en ekki eins feit og ég var þegar ég var yngri. Ég hef lést um 10-15 kg. Ég var að vinna í fiski í 1 1/2 ár og ég labb- aði alltaf í vinnunna(var stundum reyndar keyrð) sem tók mig 10-15 mínútur og eins og ég sagði léttist ég um 10-15 kg og náði að fara í fatastærð 1-3 númerum minni. Nú er ég rosalega ánægð með sjálfa mig. Kannski er „offitunni" um að kenna að ég svitna svona. Ég svitna rosalega á nóttunni, jafnvel þótt ég sofi ekki í náttfötum og þegar ég vakna eru rúmfötin og lakið blautt af svita og mjög vond lykt í herberginu. Síðustu daga hef ég svitnað rosalega. Ég get ekki haft opinn gluggann þarsem ég er MJÖG hrædd við flugur o.þ.h. Kannski er ég stressuð og svitna þess vegna, ég veit ekki hver ástæðan er. Ef ég fer eitt- hvað, í búðir, í heimsóknir eða eitthvað þá svitna ég og vil helst koma mér heim til að fara í sturtu og skipta um föt. Ég klæðist bæði ljósum og dökkum fötum, þá helst bara gallabuxum og þá ljósum/dökkum bolum við. Ef ég klæðist fínum fötum(þunnar dragtir) þá svitna ég svolítið minna. Mér finnst eins og fólk forðist að tala við mig vegna þess að það er svitalykt af mér. Og mér finnst eins og strákar forðist mig. Ef ég fer út, í afmæli og svoleiðis, þá nota ég mikið af svitalyktareyði og úða á mig ilmvatni bara svo ég „ilmi“ ekki af svitalykt. Hver er ástæðan fyrir því að ég Reykingar mæðra Kæru lesendur, Mig langaöi að koma á framfœri við ykkur mikilvagiim skilaboðum ykkur lil umhugsunar og vonandi aðgerða. Dr. Gro Harlem Brundtland, sem er í for- svari fyrir Alþjóða-heilbrigðismálastofnun- ina, WHO, sendi út viðvörun nú á dögunum, sem hljómar þannig: „Rannsóknir hafa sýnt að óbeinar reykingar skaða börn og valda mörgum sjúkdómum hjá börnum, þ.m.t. lungnabólgu, lungnakvefi, bronkítis, hósta, mæði, astma og eyrnabólgum. Pegar börn eru útsett fyrir umhverfismengun eins og tó- baksreyk er einnig talið að þau fái frekar hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsárum.“ Vitið þið að 700 milljónir barna, næstum helmingur barna í heiminum, búa á heimil- um þar sem reykt er. Við getum rétt ímynd- að okkur hvílíkt heilbrigðisvandamál þetta er á heimsvísu. Börn mæðra sem reykja eru talin fá _ 70% oftar öndunarfæravandamál en önnur börn, þ.m.t. barka- hósta, lungnakvef og lungna- f bólgu ásamt eyrnabólgum, M í en 30% oftar ef faðirinn reyk- m f ir. Það eru líka til skugga- Jf I legri tölur. T.d. er börnum mæðra sem reykja fimm ■ sinnum hættara við að deyja ■ vöggudauða en öðrum börnum, þetta er vel sann- að og skráð og hefur ver- , ið þekkt lengi en er nátt- I úrlega ekki auðvelt að J tala um. Við vitum líka að börn kvenna sem reykja eru léttari við fæðingu og eiga oftar í vandræðum með öndun fyrstu dagana eftir fæðingu. Mæður, þið veróió að taka ykkur á! Reyndar hvet ég allar konur til að slá körl- um nú við og fara að draga úr reykingum, hætta alveg er náttúrulega best. Karlar eru yfirleitt duglegri en konur að hætta eða draga úr reykingum. Sláið þeim nú við stelpur og hættið! Árlegur heilbrigðiskostnaður af völdum óbeinna reykinga er verulegur. Við verðum að átta okkur á því að þeir sem ekki reykja hafa rétt á að vernda heilsu sína, og börn eiga skýlausan rétt á því að vera ekki útsett fyrir óbeinum reykingum. Reykingamenn telja það margir rétt sinn að reykja en þeim getur ekki verið leyfilegt að gera það ofan í börn, sín eða annarra, eða annað fólk, mín heilsa er á minni ábyrgð. **■'" ^ Dr. Gro Harlem segir að við eig- X. um að tryggja rétt hvers barns til að alast upp í reyklausu umhverfi og það gerum við með því að konur \ reyki ekki á með- \ göngutímanum og \því að draga úr \reykingum al- lmennt í þjóðfélag- 1 Gerum eitthvað *í málinu. Þorsleinn svitna svona? Eru einhverj- ar hormónabreytingar í gangi? Er líkaminn að þroskast og breytast eða hvað? Hvað get ég gert til að hætta að svitna svona rosalega mikið? A ég að hreyfa mig meira, fara í líkams- rækt eða hvað? Svo er það eitt annað. Ég á pill- una( fékk hana þegar ég var með fyrrverandi kærasta mínum) og nú eru þær að verða komnar á dag. Virka þær ennþá þegar þær eru komnar á tíma eða þarf ég að fá nýjar? Og svo er eitt enn. Varð- andi blæðingar. Nú er ég með óreglulegar blæðingar. En ég er með töflur sem eiga víst að laga þetta. Stundum líður svolítið langt á milli og stundum blæðir mikið, stundum lítið. Ég hef lengst verið 14 daga, styst 2-3 daga, jafnvel minna. Er þetta eðlilegt svona? Með von um að þú hjálpir mér. Ein áhyggjufull Ein áhyggju- full fær Bakkir fyrir réfið Það mikilvæg- asta sem þú gerir nú er að leita til læknis og fá aðstoð við að fara yfir öll þín einkenni. Það eru töluverðar lík- ur sé miðað við einkenni þín, þú hefur lést, svitnar mikið og hefur óreglulegar blæð- ingar, að þú getir verið með vanda- mál frá skjaldkirtli og þarf að mæla skjaldkirtilshormón og heiladinguls- hormón í blóðinu hjá þér. Einnig er ástæða til að mæla hjá þér blóðsykur. Vandamál frá skjaldkirtli eru mjög algeng hjá konum yfirhöfuð, en þau er yfirleitt auðvelt að með- höndla þó svo að ekkert sé algilt í þessum heimi. Stundum þarf að Þorstcinn Njálsson hcimilislæknir mæla skjaldkirtilshormónin end- urtekið til að finna hvað sé að. Svitavandamálið er út af fyrir sig algengt vandamál og því miður aukakílóin líka. Það er mikill bis- ness í gangi í kringum aukakílóin, alltaf verið að selja fólki töfra- lausnir með misjöfnum árangri. Almennt séð er sígandi lukka best í megrun, borða minna, borða hollari fæðu, meiri ávexti og græn- meti og svo hreyfa sig miklu meira. Mikill sviti og svitalykt er talið óæskilegt sérstaklega meðal kvenna en líka fjölmargra karla. Algengt er að örvandi efni eins og kaffi og kók auki svitaframleiðsl- una. Bakteríur á húð og í svita- kirtlum eru líka taldar auka líkur á óþægilegri lykt. Á síðari árum hefur verið geysivinsælt að nota svitalyktareyðandi krem sem stöðva svitaframleiðslu þar sem þau eru borin á. Almenn ráð er að nota bakteríudrepandi sápur og smá matarsóda til að þurrka svita og koma í veg fyrir lykt. Náttúru- leg lyktareyðandi efni sem inni- halda olíu úr terunna eru talin gagnleg. Til að draga úr lykt er auðvitað gagnlegt að fara daglega í bað eða sturtu, klæðast fötum við hæfi, þ.e.a.s. ykkur verði ekki of heitt og forðast örvandi efni sem geta valdið aukinni svita- framleiðslu svo sem koffín og ník- ótín. Allir ættu auðvitað að hætta reykingum, hvað annað? í sjálfu sér skipta nokkrar vikur til eða frá ekki máli með dag- stimplunina á pillupakkanum, en best er að fara með pakkann í apótekið og leita ráða hjá lyfja- fræðingi. Gangi þér vel Þorsieinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.