Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 59
Texti: Steingeróur Steinarsdóttir
Ég var alveg
að drepast
iMlnlilUJ
rtu feiminn?
Hafðu ekki
áhyggjur því
að í sama hópi eru
frægir einstaklingar
sem fæstir
mundu láta
sér detta í hug
að finndu
nokkru sinni
fyrir óöryggi.
Sigurður Sig-
urjónsson
leikari er að
sögn þeirra
sem til þekkja
óskaplega
feiminn.
Laddi sjálfur
sprelligosinn
er víst þannig
í einkalífinu
að stundum
má hann vart
mæla fyrir
feimni. Flestir
myndu telja að það
kostaði mikið átak
að komast yfir
feimnina og stíga á
svið fyrir framan
fjölda fólks og
bregða á leik.
Kannski tekst þeim
að yfirvinna óttann í
skjóli þess að þeir
eru að leika aðra en
þurfa ekki að vera
þeir sjálfir. Leikkon-
an fræga Alicia Sil-
verstone segir svo
vera. Hún segir það
sér jafnvel til fram-
dráttar hvað hún er
feimin. „Oöryggið
gerir það að verkum
að ég vanda mig
meira,“ segir hún.
„Aðeins fyrir fram-
an myndavélina get
ég slakað á.“ Kim
Basinger segist hafa
verið óskaplega
feimin sem barn en
komist yfir feimnina
þegar hún fór að
syngja í barnakór.
Eftir að hafa komið
nokkrum sinnum
fram tókst henni að
komast yfir óttann
og söng einsöng án
þess að blikna eða
blána. Ef feimnin
grípur þig óvænt eða
þú finnur fyrir miklu
óöryggi dags dag-
lega þá
koma eftir-
farandi ráð
sér ef til vill
ágætlega
fyrir þig:
Hugsaðu
til alls þess
sem þér
hefur tekist
að gera vel
um ævina.
Allir sigrar
eru þess
virði að
geyma í
hugskoti
sínu, hvort
sem það
tekst að
baka gómsæta
súkkulaðiköku eða
ganga á Norðurpól-
inn.
Vendu þig á já-
kvæðni og bjartsýni.
Hugleiðsla og slök-
un hjálpa mikið til
við að viðhalda já-
kvæðu lífsviðhorfi.
Nú það skaðar held-
ur ekki að ímynda
sér áður en maður
tekst á við erfiðar
aðstæður að manni
hafi tekist einstak-
lega vel upp. Láttu
það eftir þér að
dreyma dagdrauma
þar sem þú ert ofur-
hetjan.
Taktu lítil skref og
auktu áhættuna í
hvert sinn. Ef þú ert
hrædd við að standa
upp og tala opinber-
lega byrjaðu þá á að
reyna það í litlum
hóp þar sem þú
þekkir alla t.d. innan
fjölskyldunnar, næst
skaltu segja eitthvað
yfir kaffistofuna í
vinnunni, þá í af-
mælisveislu besta
vinar þíns og áður
en þú veist af ertu
farin að halda ræður
á fjölmennum fund-
um.
Hlustaðu vel á
aðra. Enginn er eins
vinsæll og góður
hlustandi. Það kann
líka að vera að það
að heyra um vanda-
mál annarra hjálpi
þér til að sjá hve
viðráðanleg þín eru.
Vertu ekki hrædd-
ur við að gera mis-
tök. Mundu að mis-
tökin eru til að læra
af þeim og það er
mannlegt að gera
mistök.
Hvað heitir leikkonan hér að neðan?
Hvað nefnist Peningagjá á Þingvöll-
um öðru nafni?
Hver lék Edda Klippikrumlu í kvik-
myndinni Edward Scissorhands?
Hvað heitir hlaupið sem haldið er
19. júní ár hvert?
5 Hvaða drykkur fær hluta af bragði
sínu úr humli?
Hvaða gjaldmiðill er notaður í Finn-
landi?
Hvaða ár tók húsbréfakerfið gildi?
Hvernig er þjóðfáni Japans á litinn?
(hvaða bók Halldórs Laxness er
sögupersónan Ólafur Kárason Ljós-
víkingur?
10 Hvað kallar Stevie Wonder húsið
sitt í Los Angeles?
Á hverju hvílir vinstri hönd Monu
Lísu?
12 Hversu margir eru lengdar-
baugarnir?
13 Er hrafninn friðaður fugl?
14 Hvað heitir fyrsta konan sem varð
borgarstjóri í Reykjavík?
Hvernig er Barbapabbi á litinn?
f hvaða jökli er Sléttujökull?
17 Hvers konar mjólk á að nota í Pina
Colada drykkinn?
Hvernig er smargaður á litinn?
19 Til hvers notuðu kolanámumenn
kanarífugla?
20 Hvert er aðalhráefnið í mygluosti?
Svör:
Xiotm uinun
-6uo6 ] |jeea se6 ijoau e6ni|ie qb
ssatj n) uuæj6 >i|o[w
-so>|o>i ||))o[siepjíiAi
jnj)|3|q sun
-pnvJnQnv
!8U-£1
09E |WJE
-I9JS'|.|. puei
-jepuoM QJ.
|S0[|SW!0H
jn)|Aq 6o
jnQn.EJ g 6861 l
XJew wsuui) jolq
Q|dneiqeuueA»
ddaa íuuqop
e[6jesein»iH
liauuoa.o aisoa