Vikan


Vikan - 31.08.1999, Page 60

Vikan - 31.08.1999, Page 60
Cameron Diaz verður 27 ára hinn 30. ágúst. TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON sbi Salma Hayek sýnir á sér bossann í gamanmyndinni Wild Wild West en hún hefur aldrei verið hrifin af því að sýna nekt sina á hvíta tjald- inu. Hún er þó tilbúin að gera ýmislegt til að fá að leika listmálarann Fridu Khalo en Miramax kvikmyndaframleið- andinn er að gera mynd um hana. Hayek, sem er frá Mexíkó eins og Khalo, er meira að segja tilbúin að leika í lesbíuatriði ef það dugar til að tryggja henni hlutverk þessa tvíkynhneigða listmálara. 1181* Cameron Diaz (1972) Richard Gere (1949), Van Morrison (1945), James Coburn (1928) Scott Speed- man (1975), Gloria Estefan (1957), Lily Tomlin (1939) Salma Hayek (1966), Keanu Reeves (1964), Mark Harmon (1951) Charlie Sheen (1965) lone Skye (1970), Damon Wayans (1960) Rose McGowan (1975), Raquel Welch (1940) Söngkonan fagra Gloria Estefan segist ekki hafa ahyggjur af 2000 vandan- um en hún ætlar þó ekki að fara langt frá heimili sínu um aldamótin. Hún fagnar nýrri öld með tónleikum á nýjum körfuboltaleikvangi sem er verið að byggja við sjávarsíðuna á Miami. „Ég þarf þvi ekki að kvíða því að fljúga í aldamótaringulreiðinni," segir söngkonan, sem sjálf býr í lúxusvillu skammt frá tónleikastaðnum. Hún lofar ótrúlegum tæknibrellum á aldamótatónleik- unum, sem munu um leið marka tímamót fyrir körfuboltaliðið Miami Heat. Þeir munu spila í körfuboltahöllinni en bygging hennar kostar litlar 165 millj- ónir dollara. Þar verða einnig skemmtistaðir, kvikmyndahús og veitingastaðir m.a. Bongos Cuban Café sem Estefan á. FÆR Rose McGowan er ein umtalaðasta leik- konan i Hollywood. Það eru ekkl bara leikhæfileikar hennar sem vekja umtal heldur einnig sam- band hennar og sjokkrokkarans Mari- lyn Manson. Hún hefur eflaust fengiö góð ráð frá kærast- anum um hvernig best sé að farða sig því fyrir skömmu sást til hennar á kvennaklósettinu á veitingastaðnum Le Colonial í Los Angel- es þar sem hún var að ráðleggja nokkrum af frægustu stjörnum Hollywood hvernig best væri að varalita sig. JPÍfe- átk

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.