Vikan


Vikan - 14.09.1999, Síða 7

Vikan - 14.09.1999, Síða 7
„Eg hugsa að streita sem tengist einhverjum imynduðum verðmætum, sem eru kannski einskis virði. sé algeng hér á landi, bæði hja foreldrum og börnunum. Hér er mikið af lyklabörnum og ég held að streitan hjá bornum tengist því líka að þau þurfa að nugsa svo mikið um sig sjalf.“ Námserfiðleikar og hegðunarvandamál „Eyrnabólgur eru einnig algengar hér hjá börnum fyrstu árin. Hér er oft mikill kuldi og hvassviðri og vot- viðrasamt og það gæti verið skýringin á því að hér er mikið um eyrnabólgur og kvefpestir og ef til vill líka það að ungabörn eru oft lengi í gæslu þar sem báðir foreldrar eru iðulega úti- vinnandi og vinna oft langan vinnudag. Það er mikilvægt að reyna að forðast trekk því sumir eru þannig úr garði gerðir að þeir eru við- kvæmir fyrir köldu lofti. Ég mæli heldur ekki með því að foreldrar séu að fara með kornabörn í Kringluna, sér- staklega ekki á veturna. Börnin eru auðvitað eins og fullorðnir misviðkvæm fyrir sýkingum og pestum, en þegar börn eldast fækkar iðulega læknisheimsóknun- um. Þau koma langmest fyrstu tvö til þrjú árin. Þá eru foreldrarnir að kynnast börnunum, vita ekki alveg hvernig þau veikjast og fara með þau til læknis af minnsta tilefni. Þegar börnin eldast koma fram aðrir sjúk- dómar til dæmis kviðverkir og ýmsir erfiðleikar sem tengjast skólagöngunni svo sem einbeitingarleysi, náms- erfiðleikar eins og dyslexia og hegðunarvandamál.“ Nú er eins og æ fleiri börn á skólaaldri greinist ofvirk eða misþroska. Hvað veldur því? „Þegar börn komast á skólaaldur getur maður far- ið að skilgreina hegðunar- vandamálin betur. Það er erfitt að skilgreina þau hjá litlu barni, það er erfitt að segja hvað er óþekkt og hvað er bara frjálslegt barn, erfitt eða ofvirkt. Þegar barn eldist getur maður úti lokað svo margt. Það hefur lengi verið vitað um ýmis hegðunarvandkvæði hjá „Börn geta verið alveg yndislega skemmtilegir siúklingar og koma oft með gullkorn. Sem dæmi má nefna drenginn sem kom í læknisskoðun var beðinn um að reka út úr sér tuna- una. Hann svaraði alvarlegur í bragoi: Eg get það ekki, Hún er föst aftan Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.