Vikan - 14.09.1999, Qupperneq 21
síðan eru dómstólar að
túlka þetta ákvæði
meðal annars með
hliðsjón af aðstæðum í
hvert skipti svo og
hæð, klæðnaði og öðru
í ytra útliti barnanna.
Ef við ætlum að byggja
á hátterni og viðbrögð-
um barnanna er veru-
lega dregið úr vernd-
inni sem lögin veita.
Það er undarlegt til
þess að hugsa að þetta
séu börn sem ekki geta
keypt sjónvarp án
samþykkis foreldranna
og svo er þeim ætlað
að geta tekið sjálfstæð-
ar ákvarðanir í kyn-
ferðismálum.
Einnig virðist skipta
máli í hvaða félags-
skap þau eru. Hvort
þau eru með eldri
krökkum eða ekki
o.s.frv. Mönnum, sem
fara á útihátíðir gagn-
gert, að því er virðist,
til að blanda sér í hóp
fólks sem er sex til sjö
árum yngra en þeir
sjálfir, sem er mikill
aldursmunur á
ákveðnu tímabili, er
ekki talið til gáleysis
(kæruleysis) að ganga
ekki úr skugga um
hvort börnin séu undir
lögaldri hafi þeir í
hyggju að eiga mök við
eitthvert þeirra.
Börn á þessum aldri
hafa einfaldlega ekki
reynslu eða aðrar for-
sendur til að hægt sé
að ætlast til að skila-
boð þeirra séu alltaf
skilin rétt. Þeim er
kennt að hlýða þeim
sem eldri eru og barn
undir fjórtán ára er
enn undir áhrifum frá
þeim uppeldisskila-
boðum. Þau geta ekki
Kærastinn sekur en hinn saklaus
Verslunarmannahelgin er runnin upp og þrettán ára
stúlka slæst í hóp félaga úr sveitinni á næsta tjald-
stæði. Hún er yngst í hópnum en með í för eru nokkr-
ar fjórtán ára stúlkur og allt upp í átján ára vinir hennar.
Krakkarnir tjalda, grilla og drekka. Sú yngsta tekur þátt í öllu
og hún verður nokkuð drukkin. Á tjaldstæðinu er einnig sext-
án ára skólabróðir hennar. Hún hefur verið skotin í honum
um tíma og áfengið gefur henni kjark til að nálgast hann.
Ungur maður um tvítugt blandar sér í unglingahópinn og
fylgist vel með öllu sem fram fer. Stúlkan fer að kela við
skólabróður sinn og áfengið hefur losað svo mjög um allar
hömlur að hún skríður inn í tjald með honum og þau hafa
samfarir. Síðar um nóttina staulast hún heim í sitt tjald, leggst
undir svefnpokann sinn og fer að sofa. Félagar hennar eru
inni í tjaldinu að spila á gítar og syngja en fljótlega ákveða
þeir að færa sig um set. Yngsta stúlkan verður eftir og tvítugi
maðurinn skríður undir svefnpokann hjá henni og leitar stíft á
hana. Þegar vinkonur hennar koma að er hann að hafa sam-
farir við hana. Þær bregðast illa við og reka hann á brott með
ókvæðisorðum.
Foreldrar stúlkunnar frétta af þessum atburðum og kæra
þá til lögreglu. Tvítugi maðurinn neitar að hafa vitað hversu
gömul stúlkan var þótt hann viðurkenni að hafa þekkt til í
sveitinni og vitað var að hann hafði oft verið á heimili afa
hennar. Þiltarnir tveir sem höfðu samfarir vió stúlkuna þessa
nótt eru kærðir og dómur í héraðsdómi fellur á þá lund að
báðir séu sekir um að hafa haft samfarir við barn undir lög-
aldri. Tvítuga manninum er talið það til gáleysis (kæruleysis)
að hafa ekki spurt stúlkuna um aldur. Honum mátti vera Ijóst
að unglingarnir, sem hann hafði samskipti við, voru yngri en
hann. Hæstiréttur hnekkir þessum dómi. Stúlkan er hávaxin
og í hópi nokkurra eldri unglinga og það er talið nægilegt til
að sá tvítugi teljist sýkn saka. Hinn sextán ára gamli er
dæmdur. Kaldhæðnislegt í Ijósi þess að stúlkan viðurkennir
að hafa verið skotin í þeim sextán ára og iitið á hann sem
kærasta. Hinn þekkti hún nánast ekkert og vegna uppburðar-
leysis og áfengisdrykkju tókst henni ekki að segja nægilega
ákveðið nei.
Vildi að hann
hlustaði á sig
Hestamennska er fjölskyldusport.
Stúlka á fjórtánda ári er alin upp með
hestum og foreldrar hennar eiga hest-
hús í félagi við nokkra aðra. Stúlkan kemur
þar oft og sinnir hestunum sínum. Einn með-
eigandi foreldra hennar stendur á þrítugu og
hann sýnirstúlkunni mikinn áhuga. Hann
gantast við barnið og stundum tala þau alvar-
lega saman. Stúlkan sem er fædd seint á ár-
inu fermist um vorið. Meðeigandanum er falið
að passa hest sem hún á að fá í fermingar-
gjöf og koma með hann í veisluna auk þess
sem honum er boðið að taka þátt í fagnaðn-
um. Hann kemur ekki en stúlkan kemur með
afganga úr veislunni upp í hesthús og býður
öllum sem þar eru að njóta þeirra. Allir við-
staddir vita að tertuafgangarnir eru úr ferm-
ingarveislunni. Um haustið byrjar maðurinn
að láta vel að stúlkunni og sýna henni áhuga
umfram þægilegt spjall. Hann er í sambúð en
það hefur ekki áhrif á hegðun hans. Rétt
áður en stúlkan verður fjórtán ára hafa þau
samfarir í fyrsta sinn. Samband þeirra stend-
ur síðan fram á vor og hittast þau tvisvar til
þrisvar í viku.
Stúlkan kærir manninn síðar en maðurinn
er sýknaður í héraðsdómi [meðal annars
með tilvísun í hæstaréttardóminn i máli
stúlkunnar á útihátíðinni sem sagt er frá á
öðrum stað í greininnij. Það þykir ekki full-
sannað að hann hafi vitað hversu gömul
stúlkan var. Maðurinn segir fyrir rétti sér til af-
sökunar að barnið hafi oft hringt í hann og
beðið hann að hitta sig. Áður en stúlkan
gengur inn í réttarsalinn til að bera vitni spyr
hún hvort hann verði að sitja í salnum meðan
hún beri vitni. Henni er sagt að hægt sé að
krefjast þess að hann víki ef hún vilji það
frekar. Hún svarar að það hafi ekki verið
hugsun sin. Hún vilji að hann hlusti og viti
hvað hann hafi gert henni. Framburður
stúlkunnar er ekki hafinn þegar sakborningur
stendur upp og yfirgefur réttarsalinn en það
er mjög óvenjulegt við rekstur opinberra mála
að sakborningur sé ekki viðstaddur í réttarsal
meðan á vitnaleiðslum stendur. Mál þetta
bíður enn afgreiðslu fyrir Hæstarétti.
202 gr. almennra hegningarlaga
[Hver sem hefur samræði eða
önnur kynferðismök við barn,
yngra en 14 ára, skal sæta fang-
elsi allt að 12 árum. Önnur kyn-
ferðisleg áreitni varðar fangelsi
allt að 4 árum.