Vikan - 14.09.1999, Síða 27
frí frá hvort öðru,
Þú og maki þinn sitjið
upp í rúmi; þú að lesa,
hann að ráða krossgátu.
Þetta þýðir yfirleitt...
a) að þið séuð bæði að njóta
þess sem þið hafið gaman
af,
b) að þú sért leið yfir hversu
upptekinn hann sé af öllu
öðru en þér svo þú finnur
þér eitthvað til að gera
sem slær á sársaukann,
c) að þögnin á milli ykkar sé
þrungin reiði,
Maki þinn lofaði þér að
hann skyldi flísaleggja eld-
húsgólfið og...
a) þú veist að hann mun
gera það um leið og hann
getur. Hann myndi aldrei
ganga á bak orða sinna,
b) þú ert ekkert of bjartsýn.
Það getur allt eins liðið
annað árþúsund áður en
hann tekur við sér,
c) þú veist að hann ætlar svo
sem að gera þetta en hef-
ur tæplega trú á að það
verði nokkurn tíma. Þú
byrjar strax að spara fyrir
launum iðnaðarmanns
sem þú munt þurfa að fá
til að vinna verkið,
Kynlíf er eitthvað sem þú
og maðurinn þinn...
a) njótið reglulega og talið
frjálslega saman um,
b) gerið af og til en talið sem
minnst um,
c) gerið nánast aldrei og
munduð aldrei nefna í
hvors annars viðurvist,
Styrkið böndin á milli ykkar.
Hvað þyða svorin?
Teldu hversu mörg a, b eða c svör þú hefur gef-
ið og lestu svo það sem á við þig.
Aðallega A. Hjónaband þitt er traust eins og klettur í
hafinu. Þú og eiginmaðurinn elskið, virðið, njótið og þráið
hvort annað og það sem meira er þið sýnið það stöðugt.
Þið hafið sett hjónabandið fremst í forgangsröðina og ef
þið haldið áfram á þessari braut munuð þið halda áfram
að blómstra saman.
Aðallega B. Þú og maki þinn eigið vel saman og margt
er gott í sambandi ykkar. Þið látið þó streitu hversdagslífs-
ins hafa of. mikil áhrif á samband ykkar og stundum er
ástandið erfitt. Reynið að gefa hvort öðru meiri tíma og
leggja rækt við það góða í sambandinu jafnvel þótt það
þýði að þið verðið að hætta einhverju öðru í staðinn. Ef
þið farið að þeim ráðum líður ekki á löngu þar til þið
verðið aftur eins og nýgift.
Aðallega C. Þið hafið látið eftir ykkur að festast í far-
vegi neikvæðni og það eyðileggur alla ánægju í sambandi
ykkar. Ykkur finnst báðum þið hafa fjarlægst hvort annað
svo mjög að þið eigið tæpast nokkuð sameiginlegt lengur.
Hafið ekki áhyggjur. Það er mögulegt að finna aftur hlýj-
una og væntumþykjuna sem varð til þess að þið tókuð
saman í upphafi. Byrjið á því hvort í sínu lagi að venja
ykkur á að eyða minnst þremur mínútum á dag í að tala
um það sem ykkur þykir jákvætt í sambandi ykkar og
hrósið hvort öðru. Þið eigið eftir að sjá að ykkur mun
báðum líða betur á eftir og þið hafið stigið stórt skref í
áttina að bættum samskiptum.
Hiónabandsráðgjafar gefa gjarnan þessi
rað til að bæta samskipti milli hjóna:
A. Lærið að meta hvort annað upp á nýtt.
Hvort sem þið trúið því eða ekki sýna
kannanir að ung hjón vita oft meira hvort
um annað en þau sem hafa verið saman
lengi. Það sýnir sig að í byrjun sambands
leggur fólk sig meira fram um að komast
að hvað gleður og hryggir hinn aðilann en
síðar. Það gleymist nefnilega ótrúlega oft
að fólk þroskast og breytist. Smekkur,
verðmætamat og framtíðardraumar tví-
tugrar manneskju eru aðrir en þeirrar sem
náð hefur þrítugs- eða fertugsaldri.
B. Lærðu að meta hversu ólík þið eruð. Það
er sagt að ólíkt fólk dragist hvort að öðru
en þegar það giftist ráðist það hvort á ann-
að í orðum. Ef makinn heillaði þig vegna
þess hversu ólíkur hann er þér hvers vegna
snýrðu þér þá strax að því að breyta hon-
um og reyna að
samsama hann
þínum persónu-
leika? Mundu að
það voru einmitt
þessir eiginleikar
hans sem gerðu
það að verkum
að þú veittir
honum athygli.
Hugsaðu heldur
um hversu að-
laðandi og aðdá-
unarverðir þér
þóttu þessir eig-
inleikar í upp-
hafi og minntu
sjálfa þig á það
oft á dag.
C. Hlæið saman
og gerið að
gamni ykkar;
leikið þið ykkur
eins og krakkar.
Skemmtilegar
stundir með
hvort öðru er
sementið sem
lagt er í grunn
vináttunnar, sem
er undirstaða
góðs hjóna-
bands. Það skiptir ekki máli hvort ykkur
þykir gaman að fara saman í bíó, keilu, óp-
eruna eða veltast um í koddaslag í rúminu.
Allt sem þið getið kallað góðar samveru-
stundir styrkja samband ykkar.
D. Lokið ykkur frá umheiminum af og til.
Takið ykkur u.þ.b. hálftíma á hverjum
degi til að njóta samveru. Slökkvið á sím-
anum, sjónvarpinu, tölvunni og útvarpinu.
Kennið börnunum um leið og þau eru orð-
in nægilega stálpuð að skilja það að þetta
er hvíldarstund mömmu og pabba og að
þau eigi ekki að trufla.
E. Sýnið ástúð. Faðmlag, þakklæti fyrir það
sem vel er gert, blómvöndur, vinaleg e-
mail skilaboð eða morgunverður í rúmið
um helgar. Þetta eru allt smáviðvik fyrir
þann sem framkvæmir en sýna hversu
vænt viðkomandi þykir um makann og
hversu mikils hann er metinn.
F. Þróið með ykkur aðferð við að leysa
ágreining. Karlmenn reyna oft að koma
sér undan því að ræða vandamálin svo
reynið að koma ykkur upp samskiptaregl-
um þegar ágreinings verður vart. Þið getið
t.d. einsett ykkur að hlusta hvort á annað,
að annar aðilinn haldi ekki ræðu yfir hin-
um heldur fái báðir að tala og ef skaphit-
inn verður of mikill þá sé best að fara í sitt
hvora áttina, láta sér renna reiðina og tala
síðan saman æsingalaust. Takist ykkur að
finna leið sem vel hentar til að taka á
vandamálum eruð þið skrefi nær því að
leysa þau. Þið getið einnig varað hvort
annað við ef þið viljið ræða eitthvað sem
fyrirfram er vitað að sé erfitt að tala um.
Segðu makanum það t.d. með sólarhrings
fyrirvara að þú viljir tala út um ákveðið
mál og ef hann á erfitt með að tjá sig þá
gefur það honum tíma til undirbúnings.
G> Ekki gefast upp. Haldið alltaf áfram að
reyna aftur og aftur þótt illa gangi í fyrstu
að fara eftir þessum ráðum. Flest hjón
telja upp að minnsta kosti tíu ágreinings-
efni sem árekstrar verða endurtekið út af.
Það er eins og aldrei takist fyllilega að
leysa þessi vandamál og þau eru því
stöðugt þrándur í götu fólks. Hjón sem eru
ákaflega náin eru engu nær því að leysa
slík vandamál í sínum samskiptum en önn-
ur, munurinn felst í því að þau gefast ekki
upp.