Vikan - 14.09.1999, Síða 28
Móðir bekkjarbróður
míns lagði mig í einelti
Ég er tólf ára en þegar
ég var ellefu datt mér
og vinkonu minni það í
hug að hefna okkar á
strák sem var bekkjar-
bróðir okkar þann vetur
því hann hafði logið
upp á okkur að mömmu
sinni. Hann sagði henni
að við hefðum verið að
stríða honum á Ijótum
vörtum sem hann var
með út um allt á hönd-
unum en það var alls
ekki satt. Ég hef sjálf
átt við sama vandamál
að stríða og dytti aldrei
í hug að stríða neinum
vegna slíks. Mamma
hans hringdi heim til
mín eftir að hann sagði
þetta við hana og öskr-
aði i símann ókvæðis-
orð og kallaði mig öll-
um illum nöfnum.
Við vildum
ekki gera
neitt hræði-
legt eða vont,
enda vorum
við ekkert voðalega reiðar,
svo við ákváðum að gera
símaat. Við hringdum og
böbluðum við hann ein-
hverja vitleysu og svo skellt-
um við á. Þetta þótti okkur
óskaplega fyndið og spenn-
andi svo við hringdum aftur.
í þetta sinn svaraði mamma
hans og var alveg brjáluð,
28 Vikan
hótaði að hringja á lögregl-
una og fleira í þeim dúr. Við
þetta espuðumst við um all-
an helming og hringdum
nokkrum sinnum í viðbót.
Þá sagðist hún vera með
númerabirti og alveg vita
hverjar við værum. Við urð-
um skíthræddar og hættum
strax að hringja.
Seinna um daginn fórurn
við í myndmennt í skólanum
og þá kom gangavörðurinn
og sagði að vinkona mín ætti
að fara og hitta þessa konu.
Vinkona mín var smeyk og
vildi ekki fara en ég sagðist
ætla með henni. Við rædd-
um þetta og komumst að
þeirri niðurstöðu að best
væri að við færum því þá
væri þetta búið og gert. Vin-
kona mín var lengi treg og
hélt að við gerðum bara illt
verra með því að fara en ég
sagði að ef við færum ekki
léti hún okkur aldrei í friði
og ég myndi fara hvort sem
hún kæmi eða ekki. Vin-
kona mín sagði þá að hún
myndi aldrei láta mig gera
þetta eina svo við ákváðum
að fara báðar en fórum þó
heim til mín fyrst.
Pabbi var heima og við
sögðum honum alla söguna
nema ég þorði ekki öðru en
að ljúga að við hefðum ekk-
ert hringt í konuna, það væri
bara misskilningur í henni.
Pabbi sagði okkur bara að
drífa okkur og fara til að
leiðrétta þetta. Allir kynnu
að meta slíka kurteisi. Við
fórum síðan og bönkuðum
upp á hjá konunni. Hún dró
okkur strax inn í húsið og
skipaði okkur að fara fram í
eldhús. Þar öskraði hún á
okkur hverja spurninguna á
fætur annarri og barði
stöðugt í borðið um leið og
hún gargaði: „Svariði mér,
ha!“ En hún gaf okkur
aldrei tækifæri til að segja
neitt heldur hélt alltaf áfram
að öskra fleiri spurningar.
I eitt skipti byrjaði ég að
tala og ætlaði að svara henni
en þá öskraði hún að ég ætti
að þegja hún væri ekki búin.
Síðan hélt hún áfram að
garga. Svo tók hún í fötin
okkar og dró okkur upp úr
stólunum að símanum. Þar
byrjaði hún að leita á núm-
erabirtinum og sýndi okkur
símanúmerin okkar og
heimtaði að við játuðum að
hafa hringt í hvert sinn sem
þau birtust. Við játuðum og
játuðum en það var ekki
nóg. Við vissum ekkert hvað
hún vildi að við gerðum en
þorðum ekki að segja neitt.
Að Iokum sagði hún að
við ættum að láta son henn-
ar í friði, þreif í axlirnar á
okkur og henti okkur út.
Við fórum báðar að hágráta
þegar við komum út og grét-
Við fórum báðar að
hágráta þegar við
komum út og grétum
heillengi áður en við
þorðum heim. Við
vorum samt fegnar að
þetta var afstaðið og
héldum að nú myndi
ekkert meira gerast
um heillengi áður en við
þorðum heim. Við vorum
samt fegnar að þetta var af-
staðið og héldum að nú
myndi ekkert meira gerast.
Einum og hálfum mánuði
seinna var ég í bankanum
þegar hún kom inn. Ég flýtti
mér út þegar ég sá hana en
hún elti mig og hrækti á eftir
mér. Ég lét sem ég sæi þetta
ekki og hljóp bara heim eins
hratt og ég gat. Alltaf þegar
ég sá hana horfði hún
ógeðslega illilega á mig og
hún var líka búin að klaga
mig í skólanum og allt.
Skömmu síðar var ég fyrir
utan búðina að reyna að
hugga lítið barn sem grét í
vagninum sínum. Þá kom
hún út og labbaði að bílnum
sínum. Hún bakkaði út úr
stæðinu, skrúfaði niður rúð-
una, keyrði alveg upp að
mér og hrækti í áttina til
mín. Ég varð alveg brjáluð,
hljóp á eftir bílnum og öskr-
aði eins hátt og ég gat:
„Ætlarðu aldrei að hætta og
láta mig í friði?“ Svo „gaf ég
henni putta“ en ég veit að
það er ógeðslega dónalegt,
ég var bara svo reið. Þá
sneri hún bílnum við, rauk
út og öskraði á mig að ég
væri skíthæll og óþverri. Ég
veit að ég var ekki saklaus
þá, búin að sýna henni
svona mikla ókurteisi, en ég
öskraði bara á móti. Ég upp-
nefndi hana ekki en sagði að
hún gerði ekki rétt í að láta
svona við mig. Ég hefði ekki
verið að stríða syni hennar