Vikan


Vikan - 14.09.1999, Síða 52

Vikan - 14.09.1999, Síða 52
Texti: Margrét V. Helgadóttir Er áklæðið á gömlu stólunum orðið slit- ið og Ijótt? Þú getur breytt stólnum með einföldum hætti og án mikils kostnaðar. Allt sem þú þarft er að kaupa fallegt áklæði sem fer vel við grindina á stóln- um. Það tekur stutta stund að setja nýtt áklæði á sessuna og þar með er stólinn sem nýr. Það sem þú þarft að hafa í bólstrunina er: • Nýtt áklæði (magnið fer eftir því hversu marga stóla á að klæða) • Títiprjóna • Heftibyssu Vinnuaðferð: 1. Mældu stólsetuna, bæði lengd og breidd. Gættu þess að mæla alveg niður að brún. Nýja áklæðið er sniðið eftir málinu og þess gætt að 10 sm séu aukalega á alla kanta. Gæta þarf að mynstur passi t.d. ef röndótt áklæði verður fyrir valinu. 2. Losaðu setuna úr stólgrindinni. Leggðu efnið yfir gamla efnið á setunni en gættu að mynstrunum í efninu. Festu nýja áklæðið ofan á gamla efnið með títiprjónum (sjá mynd 2). 3. Snúðu setunni við og byrjaðu að tylla efninu á trékantinn. Það er gott að festa efnið með títiprjón- um áður en byrjað er að hefta það niður. Brjótið 1 sm af efninu inn til að hafa efnið þykkara þar sem heftið kemur í kantinn. 4. Þegar efnið er komið á sinn stað og mynstur liggja eins og þau eiga að gera, er næsta mál að hefta efn- ið niður í trékantinn. Gætið þess að strekkja það jafnt og fylgjast vel með öllum fellingum og sér- staklega í hornunum (sjá mynd 3). Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.