Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 54
Lífsreynslusaga
Skál
f 4P~ § •
i
fyrir væntanlegum
nrúðhjónum
inar fyrrum
sambýlis-
maður
minn, er
alkóhólisti.
í átta ár
barðist ég
við að
hjálpa honum að halda sér
þurrum og þoldi
drykkjuköstin hans þegar
hann féll. Einar var yndis-
legur og blíður drengur þeg-
ar við kynntumst fyrst. Ég sá
strax að honum hætti til að
drekka of mikið þegar við
fórum út saman en á móti
kom að við sóttum sjaldan
skemmtanir. Við byrjuðum
eins og annað ungt fólk á að
kaupa okkur íbúð. Ég vildi
ekki eiga barn fyrr en ég
hefði öruggt þak yfir höfuð-
ið. Einar talaði oft um að sig
langaði í barn en þótt freist-
ingin væri mikil taldi ég
hann á að láta skynsemina
ráða. Nú þakka ég guði fyrir
að ég gerði það.
Fljótlega fór Einar drekka
oftar. Hann keypti flösku
fyrir hverja helgi og fékk sér
í glas strax og hann kom
heim á föstudögum. Ég tal-
aði oft um að mér þætti
þetta of mikið en hann dró
úr því og sagði að honum
þætti nauðsynlegt að slappa
af um helgar eftir erfiða
vinnuviku. Ekki leið á löngu
þar til helgarnar hættu að
duga. Hann þurfti líka að
slappa af á kvöldin í miðri
viku til að geta horfst í augu
við næsta dag. Ég reyndi að
mótmæla en það varð til
þess eins að hann fór út og
kom stundum ekki heim fyrr
en næsta dag.
Einar var aðlaðandi mað-
ur og naut oft mikillar at-
hygli annarra kvenna þegar
við fórum út saman svo ég
kvaldist af afbrýðisemi og
áhyggjum þegar hann hvarf
svona. Þess vegna hætti ég
að rífast í honum og skipti
mér ekkert af drykkjunni.
Eftir þrjú ár og sívaxandi
drykkju var jafnvel Einari
orðið ljóst að þetta dygði
ekki lengur. Hann var hætt-
ur að mæta í vinnu nema
endrum og sinnum og
vinnuveitandi hans setti
honum stólinn fyrir dyrnar.
Hann sagði Einari að hann
væri ágætur verkmaður sem
gott væri að geta haldið í.
Honum yrði hins vegar sagt
upp ef hann færi ekki í með-
ferð og tæki sig á.
Einar fór í meðferð og
stóð sig þokkalega í tæpt ár.
Þegar ég segi þokkalega á
ég við að hann drakk sjald-
an en datt stundum í það um
helgar en aldrei nema eitt
kvöld. Ég leyndi drykkjunni
enda vildi ég ekki að maður-
inn missti vinnuna. Síðan
sótti allt í sama farið. Vinnu-
veitandinn fékk nóg og Ein-
ari var sagt upp. Hann var
atvinnulaus mánuðum sam-
an, fékk aðeins stopula af-
leysingavinnu en ekkert fast.
Ég sá nánast ein fyrir heim-
ilinu en launin mín hrukku
tæplega fyrir nauðþurftum.
Atvinnuleysisbætur Einars
fóru nánast allar í vín. Það
þarf því engan að undra að
þegar mér bauðst betur
launuð vinna þá tók ég því
þótt ég þyrfti að vera fjar-
verandi frá heimilinu
nokkra daga í hverri viku.
I þessu nýja starfi kynntist
ég konu sem sjálf var gift
alkóhólista og tók þátt í
starfi AL-ANON. Ég fór að
sækja fundi samtakanna og
það rann upp fyrir mér að
ég hafði verið meðvirk í
drykkju Einars. Hildur,
besta vinkona mín, til
margra ára hafði oft bent
mér á þetta en ég hlustaði
ekki. Hún var ánægð með
að ég væri farin að gera eitt-
hvað í mínum málum og við
fórum að umgangast hvor
aðra sífellt meira.
Hún var mikið inni á
heimilinu næstu tvö árin en
á því tímabili fór Einar í
aðra meðferð en féll aftur.
Ég hafði alltaf stutt hann,
beðið eftir honum og verið
til staðar þegar hann kom
heim. Hildur hvatti mig til
að hætta þessu. Setja honum
úrslitakosti, annað hvort
tæki hann sig á og hætti að
drekka eða ég færi. Einar
lofaði bót og betrun og stóð
við loforðin um tíma en líkt
og áður gat hann ekki hætt
alveg.
Ég tók þá ákvörðun með
fulltingi Hildar, sem stapp-
aði stöðugt í mig stálinu, að
slíta sambandi okkar. Hann
flutti út enda hafði ég ein
greitt af íbúðinni árum sam-
an og hún var á mínu nafni.
Ég gaf honum fyllilega til
kynna að ef hann stæði sig í
meira en ár og sýndi að
hann virkilega vildi og ætl-
aði sér að hætta myndi ég
taka við honum aftur. Fyrst
yrði hann þó að sanna sig.
Einar fór í enn eina með-
ferðina eftir að hann flutti
frá mér, svokallaða víkinga-
meðferð. Hann hafði
nokkrum sinnum samband
eftir að hann útskrifaðist og
bað mig að fara að búa með
sér aftur. Ég neitaði á þeirri
forsendu að ég yrði fyrst að
sjá fram á að batinn yrði
varanlegur í þetta sinn. Ég
talaði stundum við hann í
síma en harðneitaði að hitta
hann, enda vissi ég að ef ég
gerði það væri vafamál
hvort ég stæðist hann. Ég
vissi að hann fór reglulega á
AA-fundi og Hildur hafði
mikið samband við hann og
færði mér fréttir af gangi
mála.
Hún gaf það alltaf í skyn
að eina ástæðan fyrir því að
hún talaði við Einar væri sú
að hjálpa mér að fylgjast
með. Það var því hræðilegt
áfall þegar hún hringdi í mig
og tilkynnti mér að hún og
Einar væru byrjuð saman.
Ég var svo lömuð að ég gat
ekkert sagt. Að lokum
stundi ég upp að ég sam-
gleddist henni og síðan lagði
ég á. í tvo daga fór ég ekki
út úr húsi heldur lá uppi í
rúmi og grét. Ég hélt satt að
segja að ég myndi aldrei
geta horfst í augu við lífið
framar. Það var ekki bara
það að hafa misst Einar,
manninn sem ég elskaði
þrátt fyrir allt, heldur voru
svik þessarar vinkonu sem
ég hafði trúað á og treyst
54 Vikan