Vikan - 14.09.1999, Síða 55
um. Hún vissi fullvel
hvers vegna ég hafði
rekið manninn út. Eg
sýndi samstarfskonu
minni bréfið og hún
hvatti mig til að fara.
Hún taldi Hildi ill-
kvittna og eina þeirra
kvenna sem vilja
ekki menn nema aðr-
ar elski þá. í raun
stjórnist þessar kon-
ur af þörf til að sýna
kynsystrum sínum að
þær hafi yfirburði
yfir þær frekar en af
ást á karlmönnum.
„Farðu og vertu
nógu helvíti köld,“
sagði hún og ég
ákvað að fara að
hennar ráðum.
í veislunni var að-
allega fólk sem Einar
hafði kynnst á AA-
fundum og í síðustu
meðferð. Margt af
því þekkti mig ekki.
Eg fékk mér gosglas
og tók sérstaklega
eftir að ekkert áfengi
var á boðstólum.
Einar var þá að
minnsta kosti þurr
enn. Þegar líða tók á
kvöldið vék sér að
mér maður sem hafði
meira en ég gat afborið.
Eg hugsaði oft til baka
þessa erfiðu daga og nætur
og ýmis smá atvik rifjuðust
upp fyrir mér. Hvernig Hild-
ur hafði alltaf verið brosandi
og elskuleg við Einar þótt
hún rakkaði hann niður og
ætti ekki nógu sterk lýsing-
arorð til að lýsa eigingirni
hans þegar hún talaði við
mig eina. Hvernig hún hafði
eindregið hvatt mig til að
slíta sambandinu og fært fyr-
ir því ótal rök að það væri
eina ráðið sem ég hefði ekki
reynt og það eina sem dygði.
„Þú verður að sýna að þér
sé full alvara í þetta sinn,“
var það sem hún tönnlaðist
á í tíma og ótíma þar til
ákvörðunin var tekin.
Að kvöldi seinna dagsins
hringdi samstarfskona mín í
mig, sú sem gift var alkó-
hólista og spurði hvað væri
að, hvort ég væri virkilega
veik eða hvort þetta tengdist
alkóhólistanum á heimilinu.
Eg sagði henni alla sólarsög-
una og hún kom til mín og
var mér mikil stoð og stytta
þetta kvöld og næstu daga.
Fyrir hennar tilstilli dreif ég
mig í vinnuna og allt gekk
vel í nokkra mánuði. Mér
hafði næstum því tekist að
gleyma að þau Einar og
Hildur væru til. Þá barst mér
boðskort frá Hildi í pósti. í
því stóð að hún og Einar
hefðu keypt sér íbúð saman
og ætluðu að gifta sig bráð-
um og til að halda upp á það
kæmu til þeirra nokkrir vinir
í grillveislu. Þeim væri um-
hugað um að sættast við mig
enda þætti þeim báðum
vænt um mig. Ég hefði gefist
upp á Einari og rekið hann
út þannig að varla gætu ver-
ið mikil sárindi af minni
hálfu.
Ég trúði varla eigin aug-
verið í meðferð með
Einari og við fórum að
spjalla. Hann átti ekki orð
yfir hversu yndislegt og ást-
fangið par þau Einar og
Hildur væru og að hún hefði
bókstaflega bjargað honum
frá drykkjunni. Hann spurði
mig hvort ég væri vinkona
Hildar og hvort ég þekkti
Einar. Ég svaraði því til að
það mætti segja að ég hefði
kynnt þau tvö. Hann greip
þá um axlir mínar, sló í glas-
ið sitt og sagði „Heyrið þið
krakkar! Hér er hvorki
meira né minna manneskjan
sem er ábyrg fyrir því að
parið okkar náði saman.“
Ég sá að þeir sem þekktu
mig á staðnum fölnuðu og
urðu vandræðalegir. Það var
greinilegt að flestir óskuðu
sér lengst í burtu. Ég minnt-
ist orða vinkonu minnar og
tók á öllu mínu, lyfti glasinu
og sagði hátt og skýrt: „Já,
skál fyrir væntanlegum
brúðhjónum, þau eiga hvort
annað skilið.“
Allir hlógu og eftir litla
stund ákvað ég að laumast
heim. Þegar
Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig. jafnvel breytt lífi
þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar.
ég var að klæða mig í
kápuna kom Hildur til mín
og sagði „Fyrirgefðu að þú
skyldir þurfa að ganga í
gegnum þetta þarna inni.
Mér hefði aldrei dottið í hug
að neitt þessu líkt gerðist.
Ég leit á hana ísköld og ró-
leg og svaraði: „Blessuð
hafðu ekki áhyggjur. Ég
meinti hvert orð beint frá
hjartanu." Hún stóð eftir
klumsa þegar ég gekk út og
lokaði rólega hurðinni á eft-
ir mér.
HcimilisfungiA cr: N'ikun
,.Lífsrcynslusugu*\ Scljuvegur 2.
101 Kcvkjuvík.
Netfang: vikun@frodi.is