Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 4
HSflesandi... Allt íplati- eða hvaðf að er engu að treysta lengur! Ekki einu sinni heimsendi. Besta vinkona mín og ég erum bún- ÉB JH ar að skemmta okkur mikið og lengi yfir spá- dómi sem við lásum endur fyrir löngu. í 5-6 ár Jm höfum við beðið spenntar eftir honum og margar skemmtilegar áœtlanir höfum við gert og margir brandarar búnir að fjúka í tilefni afþessum spádómi. Þannig var, að mér barst í hendur mikil alheimsspádómabók sem hét Hnykkur- inn. Ekki man ég lengur eftir hvern hún var, en sá hinn sami var greinilega búinn að liggja í bölsýniskasti árum saman og túlka allar fornbókmenntir heimsins á einn veg, þ.e.a.s. á þann hátt að heimur- inn vœri á síðasta snúningi íþess orðs fyllstu merkingu. Þeir karlarnir, þ.m.t. Nostredamus, Kristur og fleiri stórmenni voru samkvæmt skilningi þessarar bókar á einu máli um að þann 9.9. '99 yrðu pól- skipti og öll heimsbyggðin myndi farast með manni og mús. Eg las bókina fussandi og sveiandi (en las hana þó samt!) og nokkru seinna, á svokölluðum „aðalfundi" okkar vin- kvennanna leiddi ég þœr í allan sannleikann og við hófum stór- felldan undirbúning. Við erum búnar að skemmta okkur stórkostlega yfir þessu árum saman og skipuleggja „heimsendahátíðina" með pompi og pragt. í framhaldi afþessu hafa fœðst frábœrar hugmyndir, fokið stór- fenglegir brandarar og þegar vantaði gott tilefni til að hittast var alltafhœgt að slá upp „heimsendafundi". Og hvað gerist svo? Ekki annað en það, að við vorum næstum búnar að gleyma þessu! Það munaði ekki miklu að heimsenda- hátíðin sjálfyrði aldrei haldin vegna anna og minnisleysis. En það gekk samt, með nokkurra daga fyrirvara var hóað saman í smá boð þar sem splœst var ís og kampavíni, svo allir gœtu nú kvatt mettir og sælir. Það þarflíklega ekki að orðlengja það frekar, lesendur geta svo sem giskað á hvernigþessu boði reiddi af. Að vísu skemmtu boðsgestir sér mjög vel, öðru hverju benti einhver út um gluggann, lit í loftið og spurði kœruleysislega: „Er þetta hann?" En það varð fátt um svör. Skömmu eftir miðnœtti gáfust veislugestir upp á biðinni eftir aðalskemmtiatriðinu og fóru ýmist heim eða í koju. Síðan þetta var er liðinn allnokkur tími og við erum enn hér. Svona til að viðhalda vitleysisganginum minnumst við örðu hverju á heimsendaboðið og erum auðvitað hundfúlar yfir svik- unum! Svona er þetta allt saman, tóm lygi og við búnar að eyða öllum þessum tíma og peningum íþetta! En án alls gríns þá er efasemdamanneskjan ég meira að segja farin að neyðast til að trúa á spádóma. Það er ekki annað hægt eftir að hafa sjálf unnið með Völvu Vikunnar að spánni fyrir síð- ustu áramót ogfylgst með fréttum eftir það. Efþú átt áramóta- vikuna ennþá œttirðu að taka hana fram og glugga í spádóminn. Það er með hreinum ólíkindum hversu margt er búið að koma fram nú þegar. Hér koma nokkur dœmi: Undarlegt veðurfar og háar hitatölurjog hver man ekki eftir 33 sigunum á Akureyri?), Kea Netto mun rísa á suðvesturhorninu, talsvert af peningum verður í umferð og mikil verslun (hvað með alla nýju bílana?). íslendingar munu eiga þátt í gerð lyfja sem eiga eftir að Itafa áhrif á alla heimsbyggðina (mikið rétt), jörð mun skjálfa framan af árinu og skriður falla (jú, jú), fíkniefnamál upplýsast, morð verður framið, hneyklismál og fjölmiðlafár verður útafhluta- bréfamarkaði (sbr. Jón Ólafsson, Kaupþing og FBA) ogsvo mœtti lengi telja. Segið þið svo að þetta sé allt saman plat! - Það borgar sig að lesa Vikuna sína vel. Steingerður Hrund Margrét V. ingunn B. Anna B. Guðmundur Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Sígurjóns- Þorsteins- Ragnar dóttir blaðamaður blaðamaður blaðamaður dóttir auglýsinga- stjóri dóttir augtýsinga- stjóri Steingrímsson Grafískur hönnuður Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal- ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristín Guðmunds- dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.