Vikan


Vikan - 05.10.1999, Side 7

Vikan - 05.10.1999, Side 7
 Skammdegið á íslandi vinsælt Venjulega eru 12 til 20 þátt- takendur á námskeiðum NJC en Sigrún lýkur ferli sínum með því að stjórna stærsta námskeiði NJC til þessa sem haldið verður á íslandi í októ- berbyrjun. Forsaga málsins er sú að í fyrra rann út í sandinn hugmynd að námskeiði um blaðamennsku framtíðarinnar sem halda átti í Gautaborg. Enginn sýndi námskeiðinu áhuga. Sigrún lét þá skoðun í ljós að aðeins væri nauðsyn- legt að finna rétta staðinn fyr- ir slíkt námskeið, þá væri að- sókn tryggð. „Og hvar þá?" spurðu menn. „A Islandi í skammdeginu," svaraði hún. Og hvað gerðist? Aldrei hafa fleiri sótt um nokkurt nám- skeið hjá Endurmenntunar- stofnun blaðamanna í Noregi sem tekur á móti umsóknum þar í landi. Aðeins eitt vanda- mál kom upp: Hillary Clinton og fleiri merkar konur verða hér um sama leyti á kvenna- ráðstefnu svo gistimöguleikar reyndust hér fáir fyrir nor- rænu blaðamennina. Sumir enda ferðina í Ölfusborgum aðrir í verbúð í Grindavík og enn aðrir í Keflavík - sann- kölluð ævintýraferð. -Hvert verður starfþitt í Kaupmannahöfn? „Ég vildi að ég vissi rétta svarið. Eitt veit ég að ég fæ mikið frjálsræði til að móta starfið þótt margt sé í gangi sem heldur áfram. Nýlega með ný námskeið og breytt ýmsu. Áður voru aðeins hald- in 3-4 norræn námskeið á ári. Pað hefur verið gaman að fást við þetta og ég hefði gjarnan viljað vera tvö ár í viðbót, en ég gat ekki sleppt tækifærinu þegar mér bauðst starfið í Kaupmannahöfn." ' Sigrún Stefáns- dóttir og sambýlis- maður hennar, Yngvar Björshoul, fyrir framan kirkju í Krakow.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.