Vikan


Vikan - 05.10.1999, Side 17

Vikan - 05.10.1999, Side 17
Laugaveg anna drukku sig í hel. „Jú, einhverjir þeirra. Dagur Sigurðarson drakk sig í hel. Við Dagur vorum tengdir en ekki skyldir, svo ég þekkti hann frá barnæsku. Pað var einkennilegt með Dag að hann byrjaði seint að drekka. Alfreð Flóki aftur á móti var ölkær um tvítugt en Dagur byrjar ekki að drekka fyrr en á miðjum þrítugsaldri. Dagur var sérkennilegur maður og það bar á því strax þegar hann var barn. Hann var ákaf- lega bráðger og þegar við hinir lásum Hróa Hött las hann Sturlungu. Mikið var látið með hann vegna þess og hann látinn reyna allt sem hann gat. Minna varð þó úr en efni stóðu til. Hann var t.d. alltaf að stauta ut- anskóla til stúdentsprófs og lauk því ekki fyrr en um þrí- tugt. Hann giftist ungur og eignað- ist börn en það hjónaband fór út um þúfur vegna drykkju- skapar. Undir það síðasta var ég meðal fárra gamalla vina sem enn talaði við hann. Ég hitti hann síðast tveimur mán- uðum áður en hann dó. Dagur hafði alla tíð ákaflega barnslegt andlit en þrekinn og vöðvamik- inn skrokk. Ég hitti hann þar sem honum hafði verið hent út af krá í miðbænum og það læddist að mér sú hugsun að ég myndi sennilega ekki sjá hann oftar. Ég sá bara að þessi skrokkur sem ég þekkti vel eftir að hafa umgengist hann svo mikið í gegnum tíðina var hrun- inn og ég hugsaði með mér, hann getur ekki átt iangt eftir. Alfreð Flóki dó hins vegar af ættarfylgjusjúkdómi. Það myndast blóðgúlpur í heilanum sem síðan springur. Afi hans og pabbi dóu úr þessu og systir hans er lömuð af völdum svona blæðingar. Flóki var hins vegar illa farinn af drykkju þegar hann dó. Milli Flóka og Braga Krist- jónssonar var mikill vinskapur og Bragi sá alltaf aumur á Flóka. Úlfur Hjörvar var sömu- leiðis vinur hans og eitt sinn vissi ég að það átti að koma Flóka á Vog og var ekki van- þörf á. Bragi og Úlfur höfðu gengið í málið og Úlfur ætlaði að sjá um að koma honum upp eftir. Áður en lagt var í hann bað Flóki um fleyg til að stramma sig af og hressa sig ögn. Ju, það var sjálfsagt að verða við þeirri bón og síðan leggur Úlfur af stað með hann á bílræfli sem hann átti. Hálka var og krap og færð öll hin versta. Úlfur lenti í miklum hremmingum festi bílinn og átti í mesta basli með að komast leiðar sinnar. Nokkrum sinnum þurfti hann út að ýta og eitt sinn mátti hann skríða undir bílinn til að koma honum úr stað. Á meðan sat Flóki frakka- klæddur inni í bílnum og staupaði sig. Þegar þeir komu inn á Vog sneru menn sér um- svifalaust að Úlfi og sögðu: „Ertu kominn, blessaður, og vertu velkominn." Því Úlfur var ekki kræsiiegur en Flóki fínn og strokinn.” Hvernig stóð svo á því að kaffihúsið að Laugavegi 11 lognaðist út af? „Silli og Valdi seldu staðinn og þá fóru að reka hann bræður Þorsteins Viggóssonar sem rak Bónaparte í Kaupmannahöfn. Rekstrarviðmótið breyttist og það var augljóst að þeir hugðu sér annan „kúnnakreðs". Mokka opnar um þetta leyti og eilítið af gamla hópnum af Laugaveginum flyst þangað upp eftir. Laugavegurinn lafði hins vegar í tvö ár eftir þetta en lagðist svo af. " Hörður er mikill brunnur skemmtilegra sagna og hefur enn margt að segja. Fyrir les- endur Vikunnar hefur hann þó dregið upp góða mynd af and- rúmsloftinu á Laugavegi 11 sem var, eins og hann segir sjálfur, einstakt menningarfyrirbæri sem hvergi á né hefur átt sinn líka í heiminum. Vikan 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.