Vikan - 05.10.1999, Page 25
Aí>- 28,
m daginn barst mikill hvalreki á fjörur okk-
ar. Sigurbjörn Helgason, forfallinn safnari,
kom í heimsókn til okkar og færði okkur
stóran pakka af gömlum Vikum. Fróði
átti ekkert af svo gömlum Vikum, þannig
að þetta var kærkomin gjöf. I þessum
pakka var meðal annars fyrsta tölublað Vikunnar en það
kom út árið 1938 og mun það blað, ásamt fleiri blöðum
sem marka skil á ferli blaðsins, verða römmuð inn og
prýða húsakynni Fróða framvegis. Meðal efnis í þessu
fyrsta blaði er: Grein um krabbamein eftir Jónas Sveins-
son, lækni. Tómas Guðmundsson skrifar um bókmennt-
ir, rómantísk smásaga, Gissur gullrass og Binni og Pinni.
Fegurð og tíska (þar er meðal annars bent á að lýsa
megi rautt hár með því að þvo það daglega upp úr vín-
anda!) og fleira.
Sigurbjörn sagði okkur að
hann og fleiri kunn-
ingjar hans
hafi safnað
úrklippum úr
gömlum blöð-
um. Einn
þeirra, Ingi-
bergur Bjarna-
son, komst í
samband við
gamlan mann sem
átti lager af göml-
um Vikum og Ingi-
bergur fékk Vikur
hjá honum til að
klippa úr þeim gamlar
bílaauglýsingar. Sigur-
björn fékk þessar Vikur
frá Ingibergi og hingað
eru þær nú komnar. Sig-
urbjörn segir að á þessum
tíma hafi verið sáralítið af
bílaauglýsingum í blöðun-
um svo blöðin eru nánast al-
veg heil. Sigurbjörn sagði að
af skiljanlegum ástæðum væri
ekki hægt að geyma mikið af
gömlum blöðum í heilu lagi og
meðal annars þess vegna færði
okkur þessa forláta gjöf.
-O'
’ lr>- júli 1
'orfir*:
"»> rtrou, o»tof L. H’"‘9°rdl ,
- Strj-srS's.fcífcttr
o/i5A.
1 •Wno.
i hefAt
■. lóno
*°r
S^e**1*'
tebo«'e't'
>\«»e .03®
»b*r '
OpP
Blaðinu
var breytt síðar og hér
er blað síðan 1943.
Pósturinn var kom-
inn til sögunnar og
mataruppskriftir
orðnar fastur liður
í blaðinu.
Fyrsta Vikan
var í anda
dönsku
kvcnnablað-
anna og kost-
aði 40 aura
Vikan 25