Vikan - 05.10.1999, Side 29
þess, en kvöldið sem hann
smitaðist hefðu þau bæði
verið mjög drukkin og
hreinlega ekki haft rænu á
því. Hann sagðist skilja mig
vel og að honum dytti ekki í
hug að ég gæti nokkurn tíma
fyrirgefið sér. Þetta var það
sniðugasta sem hann gat
sagt, ég fyrirgaf einu sinni
enn og nokkrum vikum
seinna var hann fluttur inn
og við vorum aftur orðin yf-
irmáta hamingjusöm. Hann
sagði mér að þessi lífs-
reynsla hefði verið sér svo
dýrkeypt að hann myndi
aldrei láta sér detta þetta í
hug aftur.
Nú liðu enn nokkrir mán-
uðir og hann vék nánast
ekki út af heimilinu þegar
hann var í landi. Það lá við
að mér finndist nóg um. Við
áttum að mínu viti dásam-
legar samverustundir, jafnt
tvö ein sem með öðrum, og
mér fannst því í rauninni allt
í lagi þegar hann sagði mér
að strákarnir væru farnir að
gera grín að sér fyrir að vilja
aldrei vera með á pöbba-
rölti. Eg sagði honum því að
mér væri alveg sama þótt
hann skryppi út meðan hann
kæmi beint heim í bólið til
mín. Og ég fann ekki betur
en að ég væri eina konan í
lífi hans. Að minnsta kosti
varð ég aldrei vör við neitt
áhugaleysi gagnvart mér
kynferðislega.
Nokkru seinna fóru fjár-
málin að íþyngja okkur. Allt
í einu fóru víxlar að falla og
reikningarnir fóru að hlað-
ast upp. Kortareikningurinn
hans fór að hverfa (ég hafði
séð um alla reikninga eins
og flestar aðrar sjómanns-
konur) og það sama mátti
segja um símareikningana.
Þegar ég spurði um þá sagð-
ist hann vera að reyna að
hirða eitthvað af þessu og
grynnka á skuldunum og
hann ætlaði bara að láta
taka kortagreiðslur beint af
laununum. Mér fannst þetta
samt óþægilegt og ákvað að
fylgjast vel með reikningum
til að læra af reynslunni og
gá hvort ekki væri hægt að
draga eitthvað úr útgjöld-
unum. Svo kom símreikn-
ingur upp á rúmlega 50 þús-
und krónur. Að vísu höfðum
við alltaf haft frekar háa
símreikninga vegna símtala
okkar milli landa, en þetta
var samt algerlega út í hött.
Ég hringdi strax í Landssím-
ann og staðhæfði að þetta
gæti ekki staðist, reikningur-
inn minn hlyti að vera á
annað númer. Mér var sagt
að þetta væri alveg hárréttur
reikningur og ef ég ætti
erfitt með að trúa þessum
tölum ætti ég að fá útskrift á
reikningnum. Mér var
einnig bent á að hægt væri
að láta læsa símanúmerum
sem byrjuðu á 9 og margir
sem ættu unglinga gerðu
það til að koma í veg fyrir
notkun á símatorgum. Nú
brá mér verulega því þetta
hafði mér aldrei dottið í
hug, ég gerði mér nánast
samstundis grein fyrir hvað
var að gerast heima hjá mér.
Það voru ekki krakkarnir
sem voru að nota símann,
það var pabbi þeirra! Ég
bað um útskrift næst og
einmitt um það leiti sem sá
reikningur skilaði sér var
allur sannleikurinn að
ljúkast upp fyrir mér. Mað-
urinn minn var klámfíkill.
Ég fór að njósna um
manninn minn. Með þessari
eftirgrennslan minni jókst
stöðugt reiði mín. Og ég
varð honum ekki bara reið,
heldur sjálfri mér líka fyrir
að hafa látið þetta allt fram-
hjá mér fara svona lengi.
Mér fannst ég niðurlægð og
svikin. Ég sveiflaðist milli
haturs og vorkunnar með
þessum aumingja sem ég var
gift, því í mínum huga var
hann ekkert annað en aum-
ingi.
Það er ekki hægt að lýsa
þessum ferli hans án þess að
fá klígju. Hann hafði sæng-
að hjá fjölda vændiskvenna
erlendis og að öllum líkind-
um hér heima líka, sótt
klámbúllur erlendis og eftir
að klámiðnaðurinn hér fór í
gang hafði hann notað sér
símatorg og nú síðast nekt-
ardansstaði. Ég mátti senni-
lega þakka fyrir að hafa
ekki smitast af einhverju al-
varlegra en lekanda. Ég
sótti strax um skilnað sem
gekk í gegn með hraði, enda
viðurkenndi hann allan við-
bjóðinn eins og skot. Ég hélt
gamla húsinu okkar og hef
forræði fyrir börnunum, því
allir sáu að svona maður
hefur ekkert að gera með að
ala upp börn. Verst þótti
mér hvernig hann var búinn
að rústa fjárhag okkar sem
var mjög góður áður fyrr. Ég
sit uppi með hluta af skuld-
unum og svo gæti farið að ég
þurfi að selja litla, gamla
húsið og kaupa eitthvað
minna til að forðast stór
áföll. Ég er að vísu komin í
ágæta vinnu, en krakkarnir
okkar eru orðnir unglingar
Það læddist að mér illur
grunur og ég pantaði strax
tíma hjá kvensjúkdómalækni.
Þar fékk ég þær ömurlegu
fréttir að ég væri smituð
af lekanda.
og eru að verða nokkuð dýr
í reksti. Ég reikna ekki með
að njóta mikils stuðnings af
hans hálfu héðan í frá.
Ég hef ekki mikið af þess-
um fyrrverandi manni mín-
um að segja lengur. Krakk-
arnir fara að heimsækja
hann þegar hann er í landi,
en ég hitti hann aldrei. Ég
tala ekki einu sinni við hann
í síma síðan ég hætti að
þurfa þess vegna skipta á
eignum. Ég óska honum svo
sem einskis ills, mér er orðið
nákvæmlega sama núna,
hann er bara aumingi sem
virðist ekki skilja hvað það
er sem er einhvers virði í líf-
inu.
Lesandi segir
Jóhönnu
Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
meö okkur? Er eitthvað
sem hefur haft mikil áhrif
á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Pér er velkomið að
skrifa eða hringja til okk-
ar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
I Iirimilisfanj*in er: Vikan
- „Lífsreynslusaga**, Scljavcgur 2,
101 Itcykjavik,
Nell'ane: vikan@frolli.is