Vikan


Vikan - 05.10.1999, Page 38

Vikan - 05.10.1999, Page 38
Ui)i)skrift Vikunnar Freistandi ísterta Eva Halldóra Guðmundsdóttir gaf okkur uppskrift að ótrúlega freistandi ístertu. Eva er nýbyrj- uð í nýjum skóla og hún segist bráðum ætla að bjóða heim vinkonum sínum úr gamla skólan- um. Þess vegna hefur hún verið að leita að og prófa góðar uppskriftir fyrir kvennaboð. En hér kemur uppskriftin og Eva fær send- an konfektkassa frá Nóa-Síríus sem örugg- lega kemur í góðar þarfir í boðinu hennar. NÓI SÍRÍUS Isterta: 1 pk. (200 g) súkkulaðiískex frá Oxford 50 g smjör 1 l súkkulaðiís 1 1/2 bolli muldar möndlumakkarónur 1/2 I rjómi þeyttur 1/2-1 tsk. vanilludropar Myljið súkkulaðikexið, bræðið smjörið og blandið þessu saman. Þrýstið blöndunni vel út á botninn í lausbotna formi og frystið. Setjið ísinn síðan yfir botninn. Rjóminn er þeyttur og vanillu- dropunum bætt saman við. Muldu möndlu- makkarónunum er síðan hrært saman við og ísinn í forminu þakinn með makkarónurjóma. Allt fryst. Súkkulaðisósa: 1 plata (lOOg) suðusúkklaði 1/2 piparmyntusúkkulaði eða annað bragðmikið súkkulaði 3/4 dl kaffirjómi Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og rjómanum hrært saman við. Sósan er síðan látin leka yfir frosna kökuna og hún síðan látin í kæli svolitla stund. Skemmtilegt er að skreyta hana með berj- um úr garðinum áður en hún er borin fram. Texti og myndir: Steingerdur Steinarsdóttir

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.