Vikan - 05.10.1999, Page 44
Framhaldssaga
Leyndarmáliö
E
lise lá í hnipri
undir sænginni.
Það var dimmt
og kalt í her-
bergnu. Julian
var að fara. Lise, sagði Juli-
an. Taktu þetta. Hún opnaði
augun og sá hann standa við
rúmstokkinn. Hún opnaði
munninn og kyngdi.
Hvenær ferðu, hvíslaði
hún.
Snemma í fyrramálið.
Lise, þú mátt ekki gleyma
að tala lyfin þín. Hann
hnyklaði brýrnar. Öll lyfin
þín. Gafst þú Francescu af
lyfjunum meðan ég var að
heiman?
Elise pírði augun.
Ég vil ekki hafa það,
Elise.
Hún kinkaði kolli. Hún
hafði ekki orku til annars.
Og þú mátt ekki halda
fólki frá henni. Francesca
þarfnast félagsskapar. Hún
hefur gaman af því að um-
gangast fólk. Þú verður að
vera góð við hana, annars
fer hún kannski frá okkur.
Skilur þú það?
Hún skildi ekki neitt í
neinu en kinkaði samt kolli.
Ég kom með þig hingað í
þeirri von að þið gætuð orð-
ið vinir, sagði hann. Ég vil
að hún trúi þér fyrir sínum
leyndustu hugsunum og segi
þér hvað hún ætlar sér að
gera. Þú verður að hjálpa
mér Lise.
Ég elska þig Julian, sagði
hún.
Eg veit það. Þess vegna
treysti ég á þig.
Elise svaf ekkert um nótt-
ina. Hún lá andvaka þrátt
fyrir að hafa tekið tvöfaldan
skammt af lyfjunum. Hún
beið þess að Francesca segði
orðið sem kæmi henni aftur
á geðsjúkrahúsið. Hún vissi
að Francesca var bara að
pína hana með því að draga
það. Orðið yrði hennar
dauðadómur.
Julian og Hildy voru farin
þegar Elise kom niður í eld-
hús morguninn eftir.
Francesca sat og drakk te.
Góðan daginn, Elise, sagði
hún.
Góðan daginn, svaraði
Elise. Hún opnaði skáp og
náði í dós með tómatsafa.
Langar þig í eitthvað?
spurði hún kurteislega. I
heimi raunveruleikans var
ætlast til þess að maður væri
kurteis.
Nei takk.
Elise náði í dósaupptak-
ara og bjó til tvö göt á lokið.
Hún fyllti glas og fékk sér
sopa. Hún fann ekkert
bragð. Hún velti því fyrir sér
hvort safinn væri eitraður en
komst að þeirri niðurstöðu
að líklega væri hann það
ekki. Francesca þurfti ekki
að drepa hana. Hún þurfti
ekki annað en að hringja í
sjúkrahúsið ef hún vildi
losna við hana.
Hún rifjaði upp daginn
fyrir ellefu árum þegar hún
hitti Francescu í fyrsta sinn
og Francesca hafði sent
hana burt.
Þann dag varð hún 37 ára. á hnén og reyndi að fela sig
Hún mundi ekki eftir því að
hún átti afmæli. Hún var að
setja hrein handklæði inn í
skáp þegar hún heyrði í ein-
hverjum við útidyrnar. Lise,
kallaði Julian.
Hún henti frá sér hand-
klæðunum, hljóp niður stig-
ann og beint í opinn faðm
bróður síns. Loksins ertu
kominn, sagði hún áköf.
Hann þrýsti henni að sér.
Nú ætla ég aldeilis að koma
þér á óvart.
Hún losaði sig úr faðmi
hans og horfði á hann. And-
lit hennar ljómaði. Julian
kom alltaf með góðar gjafir
handa henni. Hann sneri sér
frá henni og Elise fannst
sem eitthvað illt væri á
sveimi í kringum þau. En
hvernig gat það verið? Juli-
an var kominn heim og þá
hlaut allt að vera eins og
það átti að vera. Hún greip í
hann en hann sneri sér að
konunni sem var við hlið
hans. Ósjálfrátt rétti hún
fram hendurnar eftir hjálp
en hann tók ekki eftir því.
Lise, sagði hann. Mig
langar til þess að kynna þig
fyrir konunni minni. Þetta
er Francesca sem ég elska út
af lífinu.
Elise leit upp og stóð
augliti til auglitis við sína
verstu martröð. Gyllt hár!
Önnur Anna! Þessi ljós-
hærða kona var komin til
þess að stela Julian frá
henni og senda hana í burtu!
Júlian hreyfði munninn en
Eliea heyrði ekki hvað hann
sagði. Jörðin opnaðist undir
fótum hennar. Hún henti sér
en allt kom fyrir ekki...
Kaiser ákvað að fara nið-
ur á höfn til þess að athuga
hvernig viðgerðinni miðaði
áfram. Hann fór í úlpu og
gekk út í októberþokuna.
Hann hafði ekki gengið
lengi þegar hann sá að hann
var ekki sá eini sem hafði
treyst sér út í þokuna. Rétt
fyrir framan hann voru þau
Francesca og Christian.
Christian sneri sér við og
kom auga á hann. Halló,
kallaði hann. Gettu hvert
við erum að fara?
Ég veit það svei mér ekki,
sagði Kaiser. En ég vona að
þið séuð að fara að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Hann
hætti við að heilsa
Francescu þegar hann sá
kuldalegt augnaráð hennar.
Hvers vegna ertu að elta
okkur? spurði hún.
Við eigum nú einfaldlega
erindi í sömu áttina, sagði
hann.
Hún slakaði á. Fyrirgefðu,
sagði hún svo.
Gettu hvert við erum að
fara? spurði Christian ákaf-
ur.
Ég gefst upp, sagði Kaiser.
Mamma sagði að ég mætti
veiða af bryggjunni!
Það er góð hugmynd,
sagði Kaiser.
Viltu koma með okkur?
Kaiser leit á Francescu.
Hann sá að hann var ekki
sérlega velkominn en ákvað
að láta sem hann tæki ekki
eftir því. Það skipti meira
máli að Christian væri
ánægður. Ég kem allavega
44 Vikfm