Vikan


Vikan - 05.10.1999, Page 52

Vikan - 05.10.1999, Page 52
Samantekt: Hrund Hauksdóttir Veljið reiðhjólahnakka af kostgæfni.____________________ Reiðhjólahnakkar valda oft eymsíurh á viö kvæmum stöðum og nýjustu rannsóknir frá Boston University School of Medicine hafa sýnt fram á að hjólreiðafólk þjáist stundum af bólgum og dofa á þessum stöðum sem síðan geta leitt af sér vandkvæði við þvaglát. Umræddar rannsóknir hafa einnig leitt í Ijós að þessir hvimleiðu kvillar geta, eðli málsins samkvæmt, haft áhrif á kynlíf fólks. Því er talið miKilvægt að velja hjól með vel hönnuðum hnakki til þess að draga úr hugs- anlegum þrýstingi á við- kvæm líffæri. Einnig er mælt með því að hvíla sig á setunni og lyfta sé/ upp af hnakknum á 1 ( 15 mínútna fresti. Þegar hjólað er yfir grýttan eða ójafnan jarðveg er líka æskilegt að standa upp og láta hné og/otleggi taka við áreynslunni. Getur kalk hjálpað okkur að grennast? Það hefur lengi verið vitað að kalk styrkir beinin en ný rannsókn hefur leitt í Ijós að kalk getur haft jákvæð áhrif í baráttunni við aukakíló- in. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var fram- kvæmd af vísindamönum við Purdue háskólann, sýndu fram á að konur á aldrinum 18-31 árs, sem borðuðu mat sem innihélt minna en 190' hitaeiningar, og fengu a.m.k. 780 milligrömm af kalki daglega, ýmist viðhéldu þyngd sinni eða léttust. Samanburðarhópur neytti jafn hitaein- ingaríkrar fæðu en fékk mun minna magn af kalki. Samanburðarhópurinn jók vjð þyngd sína á þeim tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir. Það þarf að framkvæma ýtarlegri og frekari rannsóknir til þess að staðfesta hugsanleg megrunaráhrif kalks en vísinda- men;ieru spenntir fyrir þess- um nýja möguleika. Það sem vakti athygli lækna var að konurn- ar sem tóku þátt í rannsókninni fengu meiri- hlutann af kalkmagninu úr feitum osti, jógúrt og léttmjólk en það bendir til þess að þyngdartap kvennanna hafi ekki tengst því að takmarka fitu í fæðunni. Talið er að kalk hjálpi líkamanum að brjóta niður fitu og dragi úr fitufra leiðslu. En á meðan endarílegar niðurstöður liggja ekki fyrir er ráðlagt að halda sig við þá góðu reglu að drekka allavega eitt glas af létt- mjólk og borða eina'dós af jógúrt á dag. Lausrs í sji þjást af ímáli fyrir þá sem ireytu. in með cötin rlega greinast allt að 500,000 Bandaríkja- síþreytu (chronic fatigue syndrome) itanda til að loks sé nú fundin lausn / ándamáli. Talið er að efni sem kallast leti ráðið niðurlögum síþreytunnar. NADH amide adenine dinucleotide) fyrirfinnst kjöti en líkami okkar nær oftast ekki jr _ að melting hefur átt sér stað. Framkvæmd var rannsókn á vegum Georgetown Universjtý Medial Center þar sem sí- þreytusjúklingy fengu dag- m afÍlADH ijúkling- lega 10 milligrö Stöðugir megrunarkúrar geta verið skaðlegir._______ Konur sem neita sér oft um mat og svelta sig jafnvel nokkra daga vikunnar til þess að grennast eða viðhalda-pyngd sinni eiga á hættu að þéttleiki beinanna minnki. Hér er ekki átt við konur sem eiga við ákveðin átröskunarvandamál að stríða heldur'venjulegar konur, sem virðast lifa heilsusamlegu lífi en eru þráttfyrir það ekk- ert sérstaklega grannar. Þetta eru konur sem eru sífellt á varðbergi gagnvart vigtinni og fylgjast mjög grannt með innhaldi alls sem þær láta ofan í sigff en það getur komið illilega niður á heilsu- fari þeirra. Sú hætta er t.d. fyrir hendi að konurn- ar sleppi jafn mikilvægum fæðutegundum og mjólkurvörum en það getur orsakað beingisnun seinna á lífsleiðinni. Sumar konur eru því að fórna styrk beinanna fyrir holdafar sitt. Konur skyldu gæta þess að dagleg fæða þeirra inni- haldi 1000-1200 milligrömm af kalki. Mjólkur- og sojavörur eru kalkríkar fæðutegundir og einnig er hægt að fá dágóðan skammt af kalki úr þar til gerðum fæðubótarefnum. einfaldar leiðir til þess að eiga heilsusamlegan dag, lausn á þátt í í einn mánuð. 31% anna töldu að eipkenm si- þreytunnar hefðu alveg horfið Yfirlæknir rannsóknarinnar, Joseph A. Bellanti, telur NADH ekki vera endanle' síþreytuvandamálinu/eldur mikilvæg meðferð sjúklinganna þar sem það virðist létta mörgum sjúklingum lífið. Frekari niðurstaðna úr Steiri rannsóknum á efnipu er að vænta undir lok þessa árs Súrar gúrkur gegf og sjóveiki. Við hjá Vikunni fengum ábendingu frá einum lesenda okkar þess efnis að með því að borða súrar gúrkur væri hægt að koma í veg fyrir ógleði sem fólk upplifir stundum er það ferðast í bíl eða á sjó. Munnvatnsframleiðsla eykst þegar fólki er óglatt en súrar gúrkur þurrka upp\nunninn og það heldur ógleðinni í skefjum. ai Kl. 06.45: Gerðu leikfimiæfingar núna í stað þess að kvíða fyrir því allan daginn. Þótt þú hreyfir þig ekki nema í 10 mínútur þá verður þú skýrari í kollinum og tilbúnari til þess að fást við verkefni dagsins. Kl. 08.10: Minnkaðu kaffidrykkjuna um einn bolla og dragðu úr koffínlönguninni með ilmandi jurtatei. Kl. 12.40: Kauptu blómvönd til þess að hafa á skrifborðinu þínu. Samstarfsfólk þitt mun verða sannfært um að þú sért elskuð manneskja, sem þú ert auðvitað. Kl. 14.50: Nú er ískyggilegt orkuleysi fram undan! Fáðu þér lófafylli af hnetum og þurrkuð- um ávöxtum í stað hins hefðbundna súkkulaðis og gakktu hraustlega hringi í kringum vinnustað- inn þinn. Kl. 17.35: Láttu ekki umferðaröngþveitið og streituna ná tökum á þér. Hlustaðu á róandi tón- list og brostu til annarra ökumanna. Kl. 18.45: Prófaðu að sleppa kjötinu í kvöld. Það gæti komið þér skemmtilega á óvart hversu gómsætir grænmetisréttir geta verið. Kl. 20.00: Lýstu yfir sjónvarpslausri kvöld- stund á heimilinu. Njóttu þess heldur að eiga náin samskipti við þá sem þér þykir vænst um. Litaðu með krökkunum, hringdu í vinkonur þínar eða rúllaðu upp mottunum inni í stofu og dans- aðu við ástina þína. Þú ferð örugglega afslöppuð og hamingjusöm í háttinn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.