Vikan


Vikan - 05.10.1999, Qupperneq 59

Vikan - 05.10.1999, Qupperneq 59
 svarar læknirinn ? Kæri Þorsteinn, Ég er sextug kona, ein af þeim sem hef alltaf mik- ið að gera og leiðist aldrei. Það er aðeins eitt sem pirrar mig og það er hversu mjög svefnvenjur mínar hafa breyst. Það er ekki góð breyting og mér finnst ég oft vera illa út hvíld. Áður fyrr gat ég vakað á kvöldin og jafnvel fram á nætur en núna verð ég að fara snemma að sofa. Og það er ekki nóg með að ég sofni snemma, ég vakna líka eldsnemma á morgnanna og get ekki sofnað aftur. Þetta pirrar mig mjög, stundum vakna ég jafnvel um fjögur- eða fimmleitið og þá langar mig mest að sofna aftur um I’orsteinn Njálsson heiinilislæknir I innan sólar- það leiti sem ég ætti að vera að fara á fætur. Hvað get ég gert? Mig langar bara að geta farið að sofa um miðnættið og vaknað klukkan sjö. Sextug Sæl Þakka þér fyrir gott bréf. Það er ekki ofsögum sagt að það er margt sem hrjáir okkur mennina og ekki alltaf auðvelt að finna úr- lausnir. Svefnvandamál eru algeng og eru úrlausnir þeirra margar og einstaklingsbundnar. Iðin og kappsöm kona eins og þú ert nátt- úrulega einungis að hlýða kalli líkama, hugar og sálar eftir anna- saman dag og sofnar snemma á kvöldin. Á sama hátt vaknar þú líkast til þegar líkami, hugur og sál hafa hvflst nægjanlega, stundum mjög snemma morguns, sem getur passað illa inn í okkar daglega líf en sumir segja að morgunstund gefi gull í mund. E.t.v. er spurn- ingin hér hvernig getur þú fært svefntíma þinn hringsins. Það þarf náttúrulega ekki að segja þér það, en segi það hér meira fyrir hina, að með aldrinum breytumst við öll. Líkami okkar breytist, við þyngjumst oft, úthald okkar breytist og svefnvenjur okkar breytast oftar en ekki í þá veru að við sofum léttar, eigum erfiðara með að sofna og að festa svefn. Allur sá fjöldi ein- staklinga sem tekur svefnlyf í dag segir okkur heilmikið um það hversu illa fólki gengur að aðlagast breytingum á svefni með árunum. Við gerum kröfur um að allt sé eins og var í stað þess að leita leiða til að aðlagast breytingunum sem fylgja óumflýjanlega aldri. Jafnvel að vera andvaka nótt og nótt getur verið eðlilegur hlutur með árunum. Þetta er vissulega mikið að segja, en rjúkum ekki upp til handa og fóta þegar breytingar verða á svefni okkar heldur leitum leiða til að ná jafnvægi. Ég mæli með því við fólk þegar það stendur frammi fyrir verulegum breytingum á svefni að fara í læknisskoðun þar sem farið er yfir helstu þætti sem hafa áhrif á svefn og jafn- vel teknar blóðprufur. Við læknisskoðunina má ekki gleyma að skoða þau lyf sem fólk kann að vera að taka því aukaverk- anir lyfja eru algengar og oft talsvert flókið mál fyrir lækna að hafa yfirsýn ýfir þær. Ef allir þessir þættir eru í lagi er margí hægt að gera annað en að taka lyf til að bæta svefn. Ég ráðlegg fólki að skoða sérstakar ráð- leggingar við svefnvanda sem má finna í bókum eins og Lækningabók heimilanna og almennar ráðlegg- ingar á lífsstfl eins og í bókinni Lækningamáttur líkamans. Varðandi þitt vandamál, sérstaklega, vildi ég ráðleggja þér, eftir að þú hefur farið yfir þessi mál með lækni þín- um og að því gefnu að allt hafi verið eðlilegt, að prófa að taka þér stund um miðjan daginn þar sem þú hvílir líkama, hug og sál. Þetta getur þú gert með því að leggja þig, loka augunum og tæma hugann í 20-30 mínútur, eða með stuttri slökun eða hugleiðslu sem margir ná auðveldlega tökum á en líka er hægt að læra víða. Jóga er mjög góð aðferð bæði til líkamsþjálfunar og til að ná innri ró og hvíld. Finna má leiðbeiningar um hugleiðslu í bókunum sem ég nefndi hér að ofan. Þá er til mikið af segulbands- spólum með slökunarleiðbeiningum í mörgum verslunum. Þú verður að gera þetta skipulega og ætla þér tíma á hverjum degi til slökunar eða hugleiðslu. Þú ættir síðan að geta fært svefntíma þinn smám saman nær þeim tíma sem þú óskar þér, því að líkami þinn, hugur og sál eru þá síður þreytt eða útkeyrð þegar fer að kvölda. Það er möguleiki að þú þurfir að endurtaka eða gefa þér sérstaklega tíma til slökunar eftir að fer að kvölda til að ná enn betri tökum á svefntíma þínum. Gangi þér vel, Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirínn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.