Vikan


Vikan - 25.01.2000, Qupperneq 2

Vikan - 25.01.2000, Qupperneq 2
Nylega uar opnað sannkallað Sælkeragallerý á Grensásvegi 48 par sem Gallerý Kjöt hefur selt af- bragðsgóða kjötuörur til margra ára. Sælkerar landsins hafa núna möguleika á að kaupa Ijúf- fenga eftirrétti, ilmandi brauð og syndsamlega gott sælgæti um leið og beir kaupa kjötið sitt. Hafliði Ragnars- son, bakari úr Mosfellsbakaríi, fékk hugmynd- ina að Sælkeragallerýinu fyrir mörgum árum. Fyrir- myndin er erlendis frá, sér- staklega sótt til Frakklands og Belgíu. Flafliða dreymdi um að opna gallerý í anda 5 Gallerý Kjöts þar sem meg- ináherslan væri lögð á úrvals ij, ■. þjónustu og gæðavöru. Fyrir « £ nokkru síðan hóf hann við- Z öí ™ ræður við forsvarsmenn c Gallerý Kjöts. Sameiningin tókst vel og (5 i) síðastliðið haust fékk Mos- .. Vj fellsbakarí helminginn af * c húsnæðinu sem Gallerý Kjöt í E hafði til umráða og þar með var Sælkeragallerýið orðið að veruleika. Hafliði Ragnarsson er þrí- tugur að aldri og lauk bak- aranámi árið 1995. Að því loknu dreif hann sig til Dan- merkur í svokallað konditornám sem hann lauk 1997. Síðan hefur hann starfað, ásamt föður sínum og öðrum fjölskyldumeðlim- um, í sjálfu fjölskyldufyrir- tækinu, Mosfellsbakaríi. „Pabbi opnaði bakaríið árið 1981 en þá var ég 11 ára. Öll fjölskyldan tók virk- an þátt í rekstrinum og því má segja að ég sé alinn upp í bakaríinu. Eg vann alla tíð í því samhliða skólanum. Ég þrjóskaðist lengi við að fara í bakarann en lét svo undan að lokum." Margfaldur meistari Það er ekki nóg með að faðir Hafliða sé bakari held- ur voru afi hans og langafi líka bakarar. Þeir áttu bak- arí á Patreksfirði. Bakara- hæfileikarnir erfast greini- lega í þessari fjölskyldu. Hafliði hefur margsannað hæfileika sína á þessum vett- vangi og er margfaldur meistari í kökuskreytingum, bæði hérlendis og erlendis. Þótt karlpeningur fjöl- skyldunnar sjái um bakstur- inn hefur kvenfólkið líka lagt sitt af mörkum. Systir Hafliða sér um bakaríið í Mosfellsbæ en konan hans sér um verslunina á Grens- ásveginum. Þeir sælkerar sem hafa yndi af góðu kaffi og með- læti ættu að gefa sér tíma til að koma við í gallerýinu á Grensásveginum. Umhverfi og innréttingar undirstrika sérstöðu þess og það er eins og maður sé kominn til út- landa þegar gengið er inn um dyrnar. Hvað er svo fram undan hjá ykkur? „Við erum rétt að byrja að þróa þessa verslun og ná þeim markmiðum sem við settum okkur með hana. Þau voru að búa til „gour- met" búð frekar en hefð- bundið bakarí. Við bjóðum upp á sérstakt bakkelsi og góð brauð auk þess sem við sérhæfum okkur í eftirrétt- um. Við eigum ennþá margt ólært og það tekur sinn tíma að ná settum markmiðum." Hafliði er bjartsýnn á að Islendingar kunni að meta þessa nýjung á matvöru- markaðnum enda óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan ís- lensk bakarí buðu fyrst og fremst upp á tvenns konar meðlæti, snúða og vínar- brauð. A 2 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.