Vikan


Vikan - 25.01.2000, Síða 14

Vikan - 25.01.2000, Síða 14
konur og lifa lífi hinnar önn- um köfnu konu sem vinnur bæði innan og utan heimilis- ins. Pær eru allar ófeimnar og glaðlyndar og síðan dagatalið kom fyrir almenningssjónir eru þær orðnar mjög veraldar- vanar og veigra sér ekki við að mæta í viðtöl og myndatökur (fullklæddar!) í fjölmiðlum. Þær vinkonurnar hafa þó bundist samtökum um að fara aldrei í viðtöl þar sem tilgang- urinn er greinilega að gera þær og málstaðinn tortryggi- legan, en dagatalið var gert til að safna fé til góðgerðarstarf- semi. Konurnar höfnuðu til dæmis tilboði Jerry Springer og Eurotrash um háar fjár- hæðir fyrir að koma fram í þessum þáttum þar sem þær töldu að það myndi eyðileggja ímynd þeirra og að tilgangur- inn með dagtalinu yrði mis- túlkaður og honum snúið upp í andhverfu sína. Konurnar í Rylstone hafa fengið margs konar tilboð frá karlablöðum, bæði um að myndirnar úr dagatalinu yrðu birtar og um að þær sitji fyrir á nýjum myndum, en þær hafa hafnað þeim öllum. Þótt nú sé árið 1999 liðið fyrir nokkru eru margir enn með dagatalið uppi. Meira að segja presturinn í Rylstone í Yorks- hire uar með dagatal með nöktum konum uppi á uegg árið 1999 og skammaðist sín ekkert fyrir bað, að eigin sögn. Hann sagði að par væru fagrar myndir af fögrum, eðli- legum konum og pað uæri ekk- ert klúrt við pær. onurnar sem fengu þessa frábæru fjáröfl- unarhugmynd og þorðu að hrinda henni í framkvæmd búa í litlu sveitaþorpi þar sem kindur eru á beit innan um legsteinana við kirkjuna og endurnar vagga eftir gang- stígnum við þorpstjörnina. Pessar konur eru á miðjum aldri og þú gætir rétt eins mætt „ungfrú apríl" þegar hún stígur út úr strætisvangin- um eða „ungfrú ágúst" þegar hún er að raða vörum í inn- kaupavagninn í búðinni. Þessar konur eru nútíma- 14 Vikan „Við höfum auðvitað fengið mismunandi viðbrögð frá fólki, en flest hafa þó verið mjögjákvæð," segir Rita Turner (55 ára). Einhver spurði mig hvort ég áliti mig vera kynþokkafulla fyrirsætu eftir útkomu dagatalsins. Því- lík heimska - ég áleit sjálfa mig ekki einu sinni kynþokka- fulla þegar ég var tvítug!" Frægur breskur sálfræðing- ur lét hafa eftir sér að konurn- ar ættu eftir að sjá eftir þessu seinna. Hvað segja konurnar um það nú þeg- ar dagatalið hef- ur hangið uppi á vegg hjá fólki í heilt ár? Rylsto- ne konurnar hittust í garði Lyndu Logan sem er 56 ára myndlistarkona og eigandi gall- erís. „Nei, við sjá- um ekki eftir neinu,- engin okkar," segir Lynda. „Við höfum allar lært mikið á þessu ári og við höfum öðlast mikið sjálfstraust og kynnst mörgu." Konurnar kunna allar skemmtilegar sögur að segja frá þessu við- burðaríka ári í lífi þeirra: „Jú, auðvitað hefur fólki brugðið í kringum okkur. Son- ur minn, 23 ára, sem býr í Astralíu kom heim úr vinnu eitt kvöld og kveikti á sjón- varpinu og það fyrsta sem hann sá var mynd af mér nak- inni á skjánum. Honum brá auðvitað," segir Ros Fawcett (50 ára). „Eg fór að sækja dóttur mína í skólann einu sinni og þá kom kennarinn hennar til mín mjög alvarlegur í bragði og sagði að stúlk- an notaði mjög einkennilegar að- ferðir til að vekja á sér athygli, hún segði skólafélög- unum að mamma hennar væri nekt- arfyrirsæta," segir Leni Pickles (44 ára). „Við fengum þúsundir bréfa þar sem fólk þakkaði okkur fyrir fram- takið. Þau voru bæði frá körlum og konum sem sögðust dást að því að fullorðnar konur skyldu þora að sýna heiminum að fegurð væri ekki bara fyrir ungt fólk,"segir Lynn Knowles (50 ára). Konurnar neita því að dagatalið hafi breytt afstöðu þeirra gagnvart eigin líkama. „Ef Nokkrar myndir úr dagatalinu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.