Vikan


Vikan - 25.01.2000, Page 26

Vikan - 25.01.2000, Page 26
Þórunn Stefánsdóttir þýddi. Teikning Pepe Otal. Saga sem ef til vill má draga lærdóm af! Hún hugsaði oft um orð mömmu sinnar en það var ekki alltaf auðvelt að fara eftir þeim. Það var oft freistandi að falla fyrir aðdáuninni og gullhömrunum. Auðveldara að ganga beint í gildruna. En í þetta sinn ætlaði hún svo sannarlega að gæta sín. Hún vissi hvað hún vildi. Lífið hafði kennt henni sitt af hverju. Hún var ákveðin í því að endurtaka ekki sömu, gömlu mistökin. „Einnar nætur kynni'1, hljómar eitt- hvað svo ömurlega. En lýs- ingin er hárrétt. Einnar næt- ur kynlíf og síðan ekki sög- una meir. Engar skuldbindingar, engin loforð, ekki einu sinni skipti á símanúmerum. Með því má forðast niðurlæging- una sem felst í því að sitja heima og bíða þess að sím- inn hringi. Raunsæislegt, en óneitanlega svolítið leiðin- legt líf. Ef hún átti að vera alveg hreinskilin þá velti hún því stundum fyrir sér hvort einhver hefði hugsan- lega hringt, þ.e.a.s. ef hann hefði vitað símanúmerið hennar. En svona vildi hún hafa það. Hvað var það nú aftur sem hann hafði sagt? Að hún væri hugguleg? Sæt? Ekki við hana sjálfa heldur sameiginlegan vin þeirra. Jú, nú mundi hún það. Hann hafði sagt: „Hún er ótrúlega hugguleg." Hljómaði vel. Kannski yrði þetta eitthvað annað og meira. „Gænu tiess að verða ekki ástfangin af ástinni," hafði mamma hennar sagt. Og hún hafði hessi orð í huga. En mamma hennar hafði gleymt að vara hana við svolitlu öðru. flllt í lagi að daðra Á barnum kemst hún að þeirrri niðurstöðu að sjálfur sé hann ekkert sérstaklega huggulegur. Hann er ekki sú manngerð sem konur horfa á oftar en einu sinni. Þau sitja átta saman við borð og hún virðir hann fyrir sér í laumi. Nei, hann er svo sannarlega ekkert augna- konfekt. Samt getur hún ekki hætt að horfa á hann. Hárið er svo ljóst að það var næstum því hvítt. Meira að segja augnbrúnirnar eru hvítar. Það glampar á þær eins og silfur inni á rökkv- uðum barnum. Andlitið er þakið freknum. Varirnar eru stórar og þykkar. Þær eru líka mjúkar og hlýjar, en það veit hún auðvitað ekki enn- þá. Hann er mjög hávaxinn og handleggirnir eru þaktir hári. Hún elskar loðna handleggi. Hún þekkir lítið fólkið sem situr við borðið en samt finnst henni hún strax til- heyra hópnum. Brandararn- ir fljúga og hún hlær hátt og mikið. Já, hún hlær allt kvöldið. Er örugg með sig. Veit að hún lítur vel út í kvöld. Að hún er hugguleg. En málið er ekki svona einfalt. Hann er trúlofaður. En það er ekki hennar vandamál. Hún leggur ekki lag sitt við menn sem til- heyra öðrum konum. Hún vill ekki verða til þess að önnur kona upplifi það sem hún upplifði. Að vera svikin af þeim sem maður elskar. Aldrei í lífinu. En það er ekkert að því að daðra svolítið. Innan vissra marka. Hún hefur sett sér ákveðin mörk. Eins og gaddavírsgirðingu sem er hættulegt að klifra yfir. Mig langar bara að heyra hann segja hað Kærastan er ekki í bæn- um. Hann er einn heima og þau fara öll heim til hans þegar barnum lokar. Hún lítur forvitnum augum í kringum sig og reynir að komast að því hvaða mann hann hefur að geyma. Hvernig smekk hefur hann? I hillunum eru margar plöt- ur og diskar en fáar bækur. Húsgögnin eru svo sem allt í lagi en gardínurnar eru hræðilegar. En hvað kemur henni þetta við? Andrúmloftið er afslapp- að. Hann fer fram í eldhús til þess að blanda í glösin. Hún horfir á hann allan tím- ann og velur sér sæti þar sem hún í laumi getur fylgst með hverri hreyfingu hans. Hann horfir á hana, hlær og spyr hvað megi bjóða henni að drekka. Hann er eins og sólargeisli í rökkvuðu her- berginu. Skyldi enginn ann- ar en hún taka eftir því? Hann tekur sér góðan tíma til þess að velja tónlist- ina og hún verður undrandi þegar fyrstu tónarnir hljóma úr hátölurunum. Hvernig veit hann að þetta er uppá- halds lagið hennar? Heitir bassatónarnir slá í takt við heitan líkama henn- ar. Hún er full löngunar og þrár til hins forboðna. Hún skammast sín og rjóð í kinn- um sekkur hún lengra niður í sófann. Hún hefur það á tilfinn- ingunni að það eigi eftir að reynast henni erfitt að kveðja hann. Hún sér gaddavírsgirðinguna fjarlæg- ast. Kannski er það víninu um að kenna. Nokkrir gestanna eru þeg- ar farnir. Það er orðið áliðið nóttu og erfitt að fá leigubíl. Hún situr sem fastast meðan gestirnir kveðja einn af öðr- um. Hann hefur ekkert minnst á að hún verði eftir. Hún bara veit að hann ætl- ast til þess og bíður þess að heyra hann segja það. Að hann staðfesti þessa tilfinn- ingu hennar. Svo ætlar hún að fara. Hana langar til þess að heyra hann segjast bera sömu tilfinningar til hennar. Að hann girnist hana jafn mikið og hún girnist hann. I fyrstu ríkir þögn í íbúð- inni eftir að þau eru orðin ein. Svo segir hann henni hvað hann er óhamingju- samur. Að hann hafi alla tíð dreymt um að hitta ein- hverja eins og hana; hún sé svarið við löngunum hans og þrám, loksins hafi hann fundið það sem hann hafi alltaf leitað. Örlögin hafi leitt þau saman. Hún situr sem lömuð og hlustar og hræðist alvöruna sem fylgir orðunum. Veit að hún var á bannsvæði. Gaddavírsgirðingunni skýtur upp fyrir sjónum hennar á sama augnabliki og 26 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.