Vikan - 25.01.2000, Page 28
Einn af níhari mönnum Jiessa lands
hirti arfinn mmn
Eg missti báða foreldra mína
ung. Pabbi dó begar ég uar enn
í grunnskóia og bar bað mjög
brátt að. Það uar okkur áfaii
begar hann dó buí mamma
hafði ueríð mikið ueik en hann
alltaf hraustur og allir bjuggust
uið að hún færi á undan. Sjúk-
dómur mömmu dró hana suo til
dauða begar ég uar átján ára.
Við systurnar reyndum að
styrkja huer aðra en ég er
yngst briggja systra. Ég bió hjá
elstu systur minni meðan ég
lauk menntaskóla en begar ég
byrjaði í Háskólanum keypti ég
mér litla bríggja herbergja íbúð
fyrir arfinn sem ég hlaut eftir
foreldra mína.
Háskólanum kynntist
ég yndislegum strák
sem ég varð strax
nijög ástfangin af.
Hann var sonur eins
af ríkari mönnum
þessa lands og barst mikið á.
Hann keyrði um á mjög flottum
bíl og var alltaf glæsilega
klæddur. Hann virtist aldrei
skorta fé og tilhugalífið var dá-
samlegt. Við fórum út að borða
á flottum veitingahúsum og
hann jós yfir mig dýrum og fal-
legum gjöfum. Við vorum búin
að vera saman í rúmt ár þegar
hann flutti inn til mín og hann
fór fljótlega að setja mark sitt á
íbúðina. Gamla sófasettið
þeirra pabba og mömmu var
ekki nógu gott svo hann keypti
leðurklætt Chesterfield sófa-
sett, sófaborð og stóran stofu-
skáp í stíl. Rándýr og flott
hljómflutningstæki voru keypt,
sjónvarp, myndbandstæki,
tölva, fax og þráðlaus sími. Eld-
húsið fyllti hann af dýrum raf-
magnstækjum allt frá rafmagns-
safapressu upp í fullkomnustu
gerð af örbylgjuofni.
Ég spurði hann oft hvort
honum þætti þetta ekki of mik-
ið og of dýrt. Ég sagði honum
að ég vildi fara hægar í sakirnar
og kaupa minna. Hann hló að
því öllu og sagðist síst af öllu
þurfa að hafa áhyggjur af pen-
ingum. Hann stofnaði fyrirtæki
ásamt vini sínum og þá minnk-
aði eyðsla hans í alla vega hluti.
Hann sagðist þurfa á öllu sínu
að halda til að styrkja rekstur-
inn og ég trúði því vel því þeir
höfðu innréttað stórt húsnæði
með aðstoð innanhússarkitekts
og þar var hvergi til sparað svo
ímynd fyrirtækisins mætti vera
sem glæsilegust. Sjálf kláraði ég
námið og fékk fljótt góða vinnu
í mínu fagi. Laun mín voru
þokkaleg miðað við það sem
gengur og gerist á vinnumark-
aði á íslandi og við komumst
ágætlega af á mínum launum
um tíma.
Þá kom að því að hann fór að
kvarta undan að reksturinn
gengi illa. Þeir seldu ágætlega
sagði hann, en fyrirtækin sem
keyptu af þeim greiddu seint og
illa og meira lausafé vantaði inn
í reksturinn. Hann bað mig að
skrifa upp á lán til að fleyta
þeim yfir erfiðan hjalla og ég
samþykkti. Lánið var nokkuð
hátt en hann fullvissaði mig um
að þeir væru borgunarmenn og
benti mér á að bíllinn hans væri
heldur meira virði en upphæðin
á láninu var.
Sambýlismaðurinn uar
bara stórt barn
Við héldum áfram að lifa af
laununum mínum því fyrirtækið
gaf ekkert af sér. Ég kunni vel
við fjölskyldu hans og litla syst-
ir hans var nánast heimagangur
hjá okkur. Okkur langaði að
eignast barn sarnan og vorum
farin að tala um að gifta okkur
og láta verða af því að stofna
fjölskyldu. Áður en af því varð
kom hann til mín aftur og bað
mig enn að skrifa upp á lán til
að styrkja reksturinn. Ég var
mjög treg til, enda taldi ég að
reksturinn gengi illa og hafði
þegar þangað var komið sögu
litla trú á þessu fyrirtæki. Ég
hafði einnig heyrt utan af mér
að vinur hans væri að reyna að
losa sig út úr samstarfinu. Hann
gekk á eftir mér í nokkra daga
og fékk mig loks til að skrifa
upp á með því skilyrði að pabbi
hans væri einnig ábyrgðarmað-
ur.
Það var smátt og smátt að
renna upp fyrir mér að þessi
sambýlismaður minn var algjör-
lega óábyrgur í fjármálum. Ég
fann að brestir voru komir í
samband okkar. Ég horfði ekki
á hann jafn blind af aðdáun og
áður og það átti hann bágt með
að þola. Hann brást illa við allri
gagnrýni og ef ég gerði ekki
eins og hann vildi túlkaði hann
það þannig að ég elskaði hann
ekki lengur. Mér fannst þetta
barnalegt og í raun hálf bjálfa-
legt viðhorf. Að mínu mati kom
það ást ekkert við þótt maður
gagnrýndi makann af og til eða
vildi ræða hlutina. Ég fann að
ég var satt að segja orðin hund-
leið á þessu stóra barni.
Sambúð okkar hélt áfram í
tæpt ár eftir þetta en þá gafst ég
endanlega upp. Hann gerði
ekkert sérstakt sem gekk end-
anlega fram af mér heldur var
þetta frekar að ég dró mig
smátt og smátt í hlé og að lok-
um fann ég að ég átti ekkert
sameiginlegt með þessum
manni lengur og þá sleit ég
sambandinu. Ég krafðist þess
að hann tæki með sér öll dýru
tækin sem hann hafði keypt og
húsgögnin. Fljótlega kom í ljós
að það hafði verið viturleg ráð-
stöfun af minni hálfu því
nokkrum vikum eftir að hann
flutti komst ég að því að fæst
var að fullu greitt og sumt hafði
aðeins verið borgað inn á og
síðan ekki söguna meir. Ég var
óskaplega fegin að geta vísað á
hann en mér leið samt lengi illa
þegar fjárnámskröfurnar á
hann streymdu inn í póstkass-
ann minn.
Faðirinn ekki ábyrgur fyrir
skuldum sonarins
Lánin sem ég hafði skrifað
upp á fyrir hann voru bæði í
vanskilum og tvisvar hafði ég
greitt af þeim til að forðast
frekari vandræði. Ég varð hins
vegar einnig að hugsa um mig
svo ég gekk hart að honum að
selja bílinn og borga a.m.k. ann-
að lánið. Hann sagði mér þá að
bíllinn væri alls ekki hans eign.
Hann var skráður á nafn móður
hans en hann fékk að nota hann
að vild. Þetta var mikið áfall. Ef
ég hefði vitað þetta á sínum
tíma er ég alls ekki viss um að
ég hefði skrifað upp á lánið. Ég
talaði þá við mömmu hans og
fór fram á að þau greiddu eitt-
hvað af þeim afborgunum sem
komnar voru í skuld á þessum
tveimur lánum. Mamrna hans
sló í og úr og vildi ekki gefa
mér neitt ákveðið svar. Ég gaf
28 Vikan