Vikan - 25.01.2000, Page 45
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
tímis vissi hún hver hún var.
Það væri óhugsandi fyrir
hertogann að ganga í hjóna-
band með henni. Hún var
nú einu sinni dóttir föður
síns. Það væri jafn óhugs-
andi og að stöðva gang him-
intunglanna eða láta stjörn-
urnar hætta að skína.
Frændi hennar kallaði hana
oft auðvirðilegan hund;
syndasel, sem enginn maður
gæti litið á öðruvísi en með
fyrirlitningu og viðbjóði.
Hvernig gæti nokkur maður
viljað giftast henni, hvað þá
sjálfur hertoginn af Strath-
vegon?
Eg verð að fara héðan, sagði
hún við sjálfa sig, því fyrr
því betra. Hvernig gæti hún
afborið það að vera nálægt
honum og vita að hann
neyddist til þess að giftast
einum gesta sinna? Bæði
Beryl og Deborah voru hans
verðar. Hún sagði við sjálfa
sig að þetta gæti ekki verið
satt. Það gæti ekki verið að
hann hefði sagst elska hana.
Þegar hann hélt henni í
örmum sínum hafði henni
fundist þau vera eitt. Karl-
maður og kona sem voru
sköpuð fyrir hvort annað.
Eg elska hann og ég vil ekki
gera honum mein, sagði
Yseulta við sjálfa sig. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið
að upplifa ástina en ég verð
að sætta mig við þá stað-
reynd að sú ást á enga fram-
tíð fyrir sér.
Hún neyddi sig til þess að
halda aftur af tárunum. Hún
reis hægt upp úr rúminu og
gekk að glugganum. Sólin
var sest og það glitti í haf-
flötinn í myrkrinu. Svona
verður líf mitt eftirleiðis,
hugsaði hún döpur. En ég
get ekki kvartað. Ég má
þakka fyrir að þessi yndis-
legi maður hafi játað mér
ást sína, leyft mér að dvelj-
ast hjá sér og haldið mér í
örmum sínum.
Hún horfði út í myrkrið og
sagði: Þakka þér fyrir, góði
Guð, að leyfa mér að upp-
lifa ástina, en ég veit að ég
má ekki verða til þess að
særa þennan yndislega
mann. Hjálpaðu mér að
komast héðan óséð á ein-
hans og hún beið þess í of-
væni að sjá hann aftur.
Ég fer strax eftir dansleik-
inni, sagði hún við sjálfa sig.
Þá verður svo mikið um að
vera að enginn tekur eftir
því þegar ég læt mig hverfa.
Næsta morgun verð ég kom-
in langt í burtu.
Hún vissi að það yrði ekki
auðvelt. En hún vildi frekar
hann! Ég elska hann! Hún
heyrði það hljóma hvað eftir
annað. Hún vissi að það
myndi alla tíð hljóma í
hjarta hennar.
Þegar hertoginn kom niður
úr turninum fannst honum
sem hann væri staddur í
draumaheimi. Hann fór til
skrifstofu sinnar þar sem
hvern stað þar sem ég get
verið örugg.
Þetta var lítil, sorgleg bæn.
Henni leið eins og hún væri
þegar á leið frá höllinni eftir
endalausri blindgötu. Hún
gat ekki að því gert að
hjarta hennar sló hraðar
þegar hún hugsaði til kossa
deyja en að fara aftur til
frænda síns. Það væri betra
að láta lífið í keltneska virk-
inu en að þurfa að hlusta á
svívirðingarnar úr munni
frænda hennar. En þótt hún
reyndi að vera hughraust
heyrði hún hjarta sitt hrópa:
Ég elska hann! Ég elska
hann vissi að hann gæti ver-
ið í einrúmi. Hann vissi að
tilfinningarnar sem höfðu
bærst innra með honum
þegar hann kyssi Yseultu
voru allt aðrar en hann
hafði upplifað áður. Hingað
til hafði samband hans við
konur einkennst af augna-
Vikan 45