Vikan


Vikan - 25.01.2000, Side 46

Vikan - 25.01.2000, Side 46
m h f r bliksástríðu, eins og sam- band hans við Hermione. Ástarblossinn hafði óhjá- kvæmilega dáið út eftir stuttan tíma án þess að skilja eftir minnstu glóð. Þessi ást var af allt öðrum toga spunnin. Frá því augna- bliki sem hann sá Yseultu í lestinni hafði fann fundið þörf fyrir að hjálpa henni og vernda hana. Síðan hafði hún stöðugt verið í huga hans. Hann hafði virt hana fyrir sér í kirkjunni. Hann hafði skynjað að hún hlust- aði með athygli á orð prests- ins og að bænir hennar komu frá hjartanu. Hermione og aðrar ástkon- ur hans hefðu verið upp- teknari af nálægð hans og beitt öllum brögðum til þess að ná athygli hans. En Yseulta hafði alls ekki tekið eftir honum. Hann gat ekki ímyndað sér að nokkur kona gæti verið fallegri en hún þegar hún horfði upp í blýlagða kirkjugluggana. Hann hafði horft bergnum- inn á skuggann af andliti hennar á dökkum veggjun- um. Hún er yndisleg, sagði hann við sjálfan sig, og það er ófyrirgefanlegt hvernig frændi hennar kemur fram við hana! Hann varð æfa- reiður við tilhugsunina. Hann langaði, eins og oft áður, til að taka utan unr hana og fullvissa hana um að hún þyrfti aldrei að fara þangað aftur. Hann hafði tekið eftir hvað hún var kurteis og nærgætin við eldri gestina. Hún hafði setið við hlið eins eldri herramann- anna eitt kvöldið og hlustað á hann af mikilli athygli og komið með viðeigandi at- hugasenrdir. Hertoginn vissi að Hermione og flestar aðr- ar konur hefðu dáið úr leið- indum yfir því að þurfa að tala við hann. Þær hefðu reynt að snerta hertogann, daðrað við hann með orðum og æði og sent honum opin- skáar augnagotur. Hann var orðinn vanur því og var hættur að búast við öðru af þeirra hendi. Hann hafði í raun og veru trúað því að allar konur væru eins. En Yseulta var gjörólfk þessum konum. Þegar hann horði á hana gleymdi hann öllum hinum gestunum og gat ekki hugsað urn neitt annað en hana og vandamál hennar. Ég verð að hjálpa henni! sagði hann aftur og aftur við sjálfan sig en hann var bara ekki viss um hvernig. Uppi á heiðinni hafði hann skynjað, þótt hann vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að þau hugsuðu ná- kvæmlega eins. Jafnvel þeg- ar þau sögðu ekki orð hafði nálægð hennar gert hann hamingjusaman sem aldrei fyrr. Fyrstu viðbrögð hans, þegar þau mættu manninum á heiðinni, höfðu verið þau að vernda hana. En það hafði verið hún sem vernd- aði hann. Hún hafði stillt sér upp fyrir framan hann og leyst vandamálið með kunn- áttu sinni á geliskri tungu. Einhvern veginn hafði það ekki komið honum á óvart að hún kynni þetta mál sem hann kunni aðeins nokkur orð í sjálfur. Henni hafði tekist að róa manninn niður og í sameiningu höfðu þau ákveðið hvernig best væri að koma fjölskyldunni, sem var á ábyrgð hertogans, til hjálpar. Hvernig ætti ég að geta gifst konu sem ber eng- ar tilfinningar til fólksins sem tilheyrir mér? spurði hann sjálfan sig. Hann vissi að lafði Beryl var dæmigerð- ur Englendingur og myndi illa þola að þurfa að dvelja í Skotlandi. Lafði Deborah myndi eflaust hlæja að öllu því sem hann segði, en ekki hafa minnstu hugmynd um hvernig hún ætti að koma fram við konu í nauð. Yseulta er mín! sór hann há- tíðlega með sjálfum sér. Ég er ákveðinn í því að giftast henni, hvað sem hver segir. Hann vanmat ekki erfiðleik- ana sem hann stóð frammi fyrir, sérstaklega gagnvart móður sinni. Hún elskaði hann, hann var stoltið henn- ar og eins og allar mæður vildi hún honum aðeins það besta. Hvernig á ég að leiða henni fyrir sjónir, hvernig get ég fullvissað hana um að Yseulta er fullkomin kona handa mér? spurði hann sjálfan sig. Hann ákvað með sjálfum sér að ef hann fengi ekki að giftast Yseultu færi hann til jarlsins og tæki af- leiðingunum. En hann vissi að hann langaði síst af öllu að giftast Hermione. Fegurð hennar hafði heillað hann, en ef hann átti að vera alveg heiðarlegur varð hann að viðurkenna að þau áttu ekk- ert sameiginlegt. Hann var viss um að Hermione myndi dauðleiðast ef hún yrði að búa í höllinni án herskara aðdáenda í kringum sig. Fegurð heiðinnar, áin og hafið kæmust ekki í hálf- kvisti við fegurðina sem hún sá í eigin spegilmynd. Ég má ekki til þess hugsa að missa Yseultu! sagði hertog- inn upphátt. Aldrei fyrr hafði hann elskað á þennan hátt og hann var reiðubúinn til þess að berjast fyrir ást- ina. 46 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.