Vikan - 25.01.2000, Page 59
Rós Vikunnar
Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo
er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seijavegi 2,101
Reykjavík11 og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn
verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan
rósavönd frá
GRÆNUM MARKAÐI.
MAEKAÐUE
-látið blómin tala
4 ara Mamma min getur allt. _
8 ára Mamma mín veit heilmikið.
12 ára Mamma mín skilur ekki neitt.
14 ára Að sjálfsögðu veit mamma mín ekki neitt um þetta frekar en annað.
16 ára Mamma mín er ótrúlega gamaldags.
18 ára Mamma mín er orðin svo gömul að hún veit ekkert um hvað lífið snýst í raun og veru
25 ára Mamma gæti nú vitað hvað ég ætti að gera í stöðunni.
35 ára Við skulum tala við mömmu áður en við ákveðum hvað við gerum.
45 ára Hvað ætli að mömmu finnist um þetta?
65 ára Ég vildi óska að ég gæti rætt um þetta við mömmu.
Guðlaugur Jónsson, á hársnyrtistofunni Nikk, við
Kirkjuhvol fær Rós Vikunnar að þessu sinni. Það var
Begga, systir hans, sem kom við á ritstjórn um leið
og hún var að kaupa gjafakort með áskrift að Vik-
unni handa bróður sínum. Begga býr í Kaliforníu og
segir að Gulli hafi sent henni Vikuna frá árinu 1971.
Nú vill hún launa bróður sínum í sömu mynt og gefa
honum gjafaáskrift að Vikunni. Hún vildi gjarnan að
Gulli fengi fallegar rósir með þökkum fyrir hugulsem-
ina í gegnum árin og fyrir að vera góður bróðir.