Vikan - 25.07.2000, Síða 28
Hjónabandið var drepleiðinlegt
Ég var átján ára begar ég
kynntist Eiríki. Hann varð
strax mjög hrifinn af mér
og gekk á eftir mér með
grasið í skónum heilan
vetur. Mér Hotti ésköp
vænt um hann hví hetta
var góður strákur en ég
get ekki sagt að ég hafi
kiknað í hnjánum í návist
hans og hjartað barðist
svo sem ekkert hraðar
hótt ég heyrði rödd hans.
Þrátt fyrir hað vorum við
saman í tvö ár áður en ég
sleit sambandinu. Eiríkur
var vinur minn og mér
fannst hann eiga betra
skilið en kærustu sem var
jafn hálfvolg og ég.
Eftir að við Eiríkur
hættum saman hellti
ég mér út í skemmt-
analífið. Ég drakk
aldrei mikið en það var gaman að
fara með vinkonunum á kráar-
rölt og dansa á skemmtistöðun-
um. f einni slíkri ferð kynntist ég
Dóra. Fyrr um kvöldið hafði ég
rekist á kunningja minn og hann
beðið mig að koma með sér á
næsta bar. Ég lét tilleiðast þótt
vinkonur mínar vildu vera eftir
en ég fór fljótlega að sjá eftir því.
Kunningi minn hitti einhvern vin
og þeir höfðu svo margt að segja
hver öðrum að það var eins og
ég væri ekki til. Ég stóð við bar-
inn eins og illa gerður hlutur og
reyndi að láta líta út fyrir að ég
væri að hlusta á þá. Allt í einu
heyrði ég djúpa karlmannsrödd
sem spurði hvort ég væri ein á
ferð. Ég var ekki sein á mér að
svara játandi og hann bauð mér
yfir að borðinu sínu þar sem hann
sat ásamt kunningjafólki. Við
spjölluðum heilmikið þetta kvöld
og hann lofaði að hringja í mig.
Næstu daga beið ég spennt eft-
ir símtali en þegar ekkert hafði
heyrst frá honum á fjórða degi
var ég orðin viss um að hann
myndi alls ekki hringja, en viti
menn, þá um kvöldið hringdi
síminn og Dóri bauð mér út. Við
vorum óaðskiljanleg næstu mán-
uði og með Dóra upplifði ég allt
sem mér hafði þótt vanta í sam-
bandi mínu við Eirík. Dóri var
fyndinn, ákaflega vel lesinn, blíð-
ur og tilfinninganæmur maður.
Hjartað í mér barðist sem aldrei
fyrr í hvert skipti sem ég sá hann
og ég hreinlega svitnaði í lófun-
um þegar hann var nærri mér. Ég
hef nokkuð sérstæð áhugamál og
þannig vildi til að Dóri hafði
einmitt áhuga á því sama. Ég var
orðin alveg sannfærð um að ör-
lögin hefðu leitt okkur saman og
lét mig dreyma um heimili og hóp
barna sem öll hefðu augun hans
Dóra. En þá dundi reiðarslagið
yfir. Ég komst að því að ég var
alls ekki sú eina sem fékk að
njóta félagsskapar þessa bráð-
skemmtilega manns. Við vorum
þrjár sem hann var með í takinu
um þær mundir en sú fjórða hafði
dottið úr skaftinu skömmu eftir
að við kynntumst.
Hún komst nefnilega að tilvist
minni og varð æf. Hún hætti hið
snarasta með Dóra en þegar hún
komst að því að hann hefði fleiri
en mig í taumi taldi hún það
skyldu sína að láta mig vita. Ég
gekk á Dóra og hann neitaði öllu
í fyrstu en þegar hann komst að
því að svo illa vildi til að ég hafði
sannanir fyrir öllu saman bað
hann mig að slíta ekki samband-
inu. Honum þætti vænt um okk-
ur allar og gæti í augnablikinu
ekki gert sér grein fyrir hver væri
honum mikilvægust en að því
kæmi vafalaust fljótt. Hann væri
auk þess nokkuð viss um að ég
yrði sú útvalda, hann vantaði að-
eins herslumuninn áður en full-
vissu yrði náð.
Ég átti hreinlega ekki orð yfir
þessari fáránlegu röksemda-
færslu og ósvífnu beiðni. Ég
kvaddi hann ekki beinlínis með
hlýju þetta kvöld en ég get lofað
því að það var mikill hiti í þeim
orðum sem ég lét falla. Næstu
mánuði á eftir var ég sárum. Ég
var bókstaflega ekki með sjálfri
mér. Oft kom ég heim úr vinnu
á kvöldin og grét ofan í koddann
minn þangað til ég var orðin svo
uppgefin að ég sofnaði. Ég gat
ekki hugsað mér að gera neitt,
ekki hitta neinn, því mér fannst
skömmin svo mikil. Mér fannst
að allir hlytu að vita hvaða leik
Dóri hafi leikið og hversu lítil-
fjörleg ég væri í hans augum. Þeg-
ar þessar hugsanir gripu mig
hafði reiðin yfirhöndina og ég
bölvaði honum í sand og ösku.
Þess á milli þráði ég hann svo
heitt að mér var illt í öllum
skrokknum og margoft var ég að
því komin að taka upp símann og
hringja í hann. Ég var á þeim
stundum tilbúin að ganga að af-
arkostum hans bara til að fá að
vera hluti af kvennabúrinu ögn
lengur.
Þegar mér leið sem verst fór
Eiríkur vinur minn að hringja í
mig aftur. Hann hafði alltaf haft
samband við mig af og til en þeg-
ar hann frétti hvað hafði komið
fyrir vildi hann hjálpa. Eiríkur
varð haldreipið mitt í eymdinni
og volæðinu og það var iðulega
tilhugsunin um hann og ást hans
á mér sem varð til þess að ég
hætti við að hringja í Dóra. Það
leið heldur ekki á löngu áður en
við Eiríkur vorum farin að vera
saman aftur.
Eiríkur var yndislegur strák-
ur, ljúfur sem lamb, traustur og
heiðarlegur. Það var engin hætta
á að hann sviki mig nokkru sinni.
Neistaflugið sem var milli mín og
Dóra var ekki til staðar frekar
en áður en ég hugsaði með mér
að brennt barn forðist eldinn og
kannski væri ástin alls ekki fólg-
in í spennu og hamagangi. Hugs-
anlega væri sú ást mun betri sem
28 Vikan