Vikan


Vikan - 25.07.2000, Side 36

Vikan - 25.07.2000, Side 36
hún hélt um kvöldið. „Mig langaði að bjóða vinkonum mínum upp á eitthvað annað en ég geri venjulega og próf- aði þessa blöndu. Eg varð mjög ánægð með útkomuna,“ segir Kristín brosandi. „Þessi eftirréttur er alltaf jafnvinsæll á heimilinu, í saumaklúbbn- um og í veislum sem ég held. Hann á heima við öll tækifæri þar sem fólk hittist og borð- ar góðan mat eða kökur. Ég kaupi alltaf marengs frá Myll- unni og nota frekar Mars súkkulaði en Snickers en auð- vitað er það bara smekkur hvers og eins sem ræður. Sumir borða ekki döðlur og þá er þeim einfaldlega sleppt,“ segir Kristín Osk. 6]\§ NÓI SÍRÍUS Isíðustu viku gaf Kristín Ósk Kristinsdóttir les- endum Vikunnar upp- skrift að sítrónulegnum lambahrygg. Ekki var pláss fyrir eftirréttinn hennar í því blaði en nú kemur upp skriftin að honum. Kristín Ósk fékk hugmyndina að þessum eftirrétti í fyrra þegar hún var að undir- búa saumaklúbb sem Eftírlætísréttur Kristínar 1 botn púðursykurmarengs 2 pelar þeyttur rjómi 200 g döðlur 250 g jarðarber (ein askja) 1 klasi blá vínber 200 g bláber (má sleppa) 3 Mars eða Snickers súkkulaðistykki Aðferð: Brytjið marengsinn (ekki of smátt) ofan í skál eða form. Þeytið rjómann og setjið ofan á. Geymið í kæli í 2-3 klukku- tíma. Skerið súkkulaðið í litla bita og brytjið niður döðlur og ber. Skerið vínberin í tvennt og steinhreinsið þau gjarna. Setjið ofan á rjómann rétt áður en á að bera réttinn 36 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.