Vikan


Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 39

Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 39
Oddur Arnason aöalvaröstjóri aö hella upp á kaffi og Jóhannes M. Ármannsson lögreglumaöur rétt ófarinn af stað til Bolungarvíkur í eftirlitsferð. Þessa fyrstu helgi júlímánaðar var sameiginlegt eftirlit hjá allri lögreglunni á Vestfjörðum og alveg suður í Búðardal. Oddur segir að ísfirðingar séu afar gott og löghlýðið fólk. Þennan góðviðr- isdag var lítið að gera á vaktinni hjá þeim. Kaffið bragðaðist vel enda hellt upp á það með gamla laginu. Ekki spillti fyrir að á kaffi- bollanum stóð „Góðkunningi". Sumir sem fá kaffisopa hjá lög- reglunni taka því ekkert of vel að fá kaffið sitt í þessum bolla en flestum finnst það bara fyndið. Tvö brúðkaup (að minnsta kosti) voru haldin á ísafirði á laugardeginum. ( öðru tilfellinu gekk bakari að eiga bókara og sá bakarinn að sjálfsögðu um að baka brúðkaupstertuna.Töluverða kátínu vöktu tvær styttur efst á tertunni. Þær voru ekki þessar hefðbundnu af brúðhjónum held- ur var þar stytta af Þór við hlið styttu af galdranorn. Veislan var fjölmenn og veit- ingarnar eins vestfirskar og hægt er. Á borðum var m.a. sushi sem er framleitt á (safirði, marineraður svartfugl sem brúð- guminn skaut á Vestfjörðum, rækjur, plokkfiskur og ótal margt fleira. Veislu- stjórinn tilkynnti um miðbik veislunnar að nú væri allt orðið löglegt og bað þá karl- menn sem hefðu lykla að íbúð brúðar- innar að skila þeim. Allir karlmenn í veisl- unni stóðu upp og skiluðu lyklum. Þegar veislustjórinn bað konur að skila lyklum að íbúð brúðgumans stóð aðeins ein kona upp, fyrrverandi eiginkona hans, og skil- aði lyklinum. Veislugestir veltust um af hlátri. Vestfirsk stemmnmg rikir i versluninm Kjötborg við Ásvallagötu i Reykjavík en þar ráða ríkjum bræðurnir og Vestfirðing- arnir Gunnar og Kristján (frá Þernuvík í Ögurhreppi). (Kjötborg fæst næstum allt á milli himins og jarðar og meðal annars harðfiskur frá þremur framleiöendum á Vestfjörðum, kaffi frá Bíldudal sem sést hér á afgreiðsluborðinu í brúnum pökkum. Kjötborg er eina verslunin á höfuðborgar- svæðinu sem selur þetta „vestfirska" kaffi. Um nokkrar tegundir er að velja og þær þrjár sem til eru í Kjötborg heita Gæðasopi trillukarlsins, Gæðakaffi Vest- firðingsins og Gæða javakaffi. Kaffifyrir- tækið heitir Bildudals - Fjalli. Þar er bland- að saman ýmsum kaffitegundum (frá Te og kaffi) eftir kúnstarinnar reglum og út- koman verður bragðgott... framleiðslu- leyndarmál. mhMMI . í Bolungarvík var markaðsdagur á laugardegin- um og þangað streymdi fólk víðs vegar af Vest- fjörðum. Soffía Vagnsdóttir var á fullu við frá- gang því dagur var að kvöldi kominn. Hún gaf sér þó tíma til að hjálpa syni sínum á „fötustult- ur“ því sá stutti var ekkert sáttur við að fjörinu væri lokið og vildi halda áfram að leika sér í góða veðrinu. Vikan 39 Djupmannabuð i Mjoafirði er sannkölluð vin i eyðimörkinni. Þar geta þreyttir og svangir ferðamenn keypt sér pylsur, samlokur, gosdrykki, kökur og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. Margrét Þorsteinsdóttir og Benedikt Bachmann reka staöinn á sumrin. Þegar ekin er beinasta leið eftir þjóðvegi 61 og yfir Eyrarfjall er þetta eini söluskálinn á leiðinni á milli ísafjarðar og Hólmavíkur (ef Súðavík er ekki talin með). Djúpmannabúð er í 90 km fjarlægð frá Hólmavík og 130 km frá ísafirði. Þess má geta að þjóðvegur 61 var auðveldur yfirferðar, algjört rennifæri mestan hluta leiðarinnar, utan stöku stað þar sem unnið var að viðgerðum. Eitthvað var um kindur við vegkanta en þá er bara að hægja ferðina því þær eru óútreiknan- legar, blessaðar. im , a V 'i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.